17.5.2012 | 15:41
Við sigrum í ár !
Okkar lag er langbest og við erum sú þjóð sem yrði án efa þakklátust fyrir að sigra. Harpan er tilbúin svo nú þarf ekki að stressa sig lengur með það að við getum ekki haldið keppni hér.
Ég amk vona svo innilega að við sigrum Þetta lag er vel heppnað í alla staði og mér þykir Greta Salóme vera afar góð landkynning. Hún er ung, samdi lag og texta, syngur og spilar á fiðlu ! Ekki létt að toppa það. bæði flott klædd og með þokkafulla framkomu. Með þessa hæfileika sigraði Ryback og ég vona að við fetum nú í fóstpor frænda okkar Norðmanna. Að auki þykir mér ekki neitt annað lag, af þeim sem ég hef heyrt, komast með hælana þar sem við höfum tærnar. Vona að tölfræðin með fatalit skemmi ekki fyrir okkur, en Páll Óskar hefur farið yfir það og svart sigrar síst, og hvítt oftast. En...Olsen bræður sigruðu í svörtu, svo við ættum að geta það sömuleiðis ;)))
Íslandi spáð 6. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.