24.5.2012 | 15:35
Námulaunin
Það væri áhugavert að vita hvort laun námuverkamanna séu í samræmi við hagnaðinn. Og aðbúnað þeirra. Ég rétt vona að ekki sé verið að setja hana á háan hest, eigi hún ekki heima þar með réttu. Að græða og græða á kostnað þrælahalds ( sem illa launuð störf og aðbúnaður eru ), er ekki í lagi og ætti ekki að vera samþykkt eða eigendum slíkra fyrirtækja hampað á nokkurn hátt.
Ég vona að það eigi ekki við um þetta fyrirtæki. En eitthvað er þá verðlagið of hátt, víst svo svakalegur hagnaður verður. Eða er það ekki annars ? Allavega ætti að vera svigrúm til lækkunar.
Og hvort greitt sé auðlindagjald..?? Kannski ekki svigrúm í slíkt ?
Ríkasta kona heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skondið þegar fólk veit ekkert hvað það er að tala um en verður samt að hafa skoðun.
Hrafn Jóns (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 15:56
haha satt Hrafn
Stefán (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 16:08
Um hvað eruð þið að tala Herramenn ?
Mér þykir eðlilegt að vel sé hugsað um laun og aðbúnað starfsmanna og verðlag á vöru sé í lagi, áður en verið er að slá sér til riddara með ofsagróða. Svona mikill gróði þykir mér ekki vera eðlilegur fyrir nokkurt fyrirtæki. Svo mikill að peningum sé safnað í hauga. Þá þykir mér það virka eins og eitthvað sé í ólagi og óheiðarlegt. Mig langar til að vita hvernig hugsað er um starfsmenn þessa fyrirtækis og hvort verðlagning á hráefninu úr námunni sé réttmæt og eðlileg.
En endilega, upplýsið mig úr viskubrunni ykkar það sem þið vitið svo mikið um ;)) Bloggið er í mínum huga kjörinn vettvangur til að fræðast frá þeim sem skrifa og til jákvæðra skoðanaskipta. Ekki skot eins og þetta frá ykkur...algjör óþarfi. Ég er bara svo óheppin að vita ekki allt, en það tekur ekki rétt frá mér að blöskra og tjá mig.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.5.2012 kl. 16:15
Fyrirtækið heitir í fyrsta lagi ekki Lang Hancock, heldur Hancock prospecting(beint að rannsóknarteymi MBL.is).
Lang Hancock stofnandi þessa fyrirtækis á það sér til heiðurs að finna stærstu járnauðlind í heimi.
Hún fannst í Vestur-Ástralíu árið 1952.
Svo best sem ég veit er þrælahald ekki við lýði í Ástralíu og þess vegna ekki ástæða til þess að hneyksla sig á því að toppurinn í fyrirtækinu græði mikið af peningum.
Það má hinsvegar benda á það að Lang Hancock sjálfur var mjög mikið á móti frumbyggjum Ástralíu og lagði til í viðtali að allir atvinnulausir frumbyggjar myndu sækja tékkana sína á einum stað... "And when they had gravitated there, I would dope the water up so that they were sterile and would breed themselves out in the future"
Viskubrunnur í boði Wikipedia
Guðmundur Eiríksson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 17:47
Takk kærlega Guðmundur. Ég kalla það þrælahald þegar launin eru það léleg að þau greiði rétt svo húsaskjól og smá mat, eins og víða er. Meira að segja eru nýlegar fréttir sem ég sá frá Frakklandi um að ca. 200 þúsund manns búa í tjöldum vegna lúsalauna, sem er allt fullvinnandi. Sé engan mun á slíkri framkomu og á meðan þrælahald var löglegt. Fólk rétt svo tórir á lífi ov ekki mikið meira. Svo ég tel það skipta öllu máli að vita hvernig laun og aðbúnaður er hjá svona fyrirtæki sem græðir svo mikið. Það ætti að sýna sóma sinn í að allir hafi mjög há laun, sem ég vona að sé málið. En mér þykir samt ekki eðlilegt að nokkurt fyrirtæki hagnist svo svakalega mikið. Þá á að vera gott svigrúm til verðlækkana og þá enn betri launa.
Það er óskandi að ástralska þjóðin njóti góðs af auðlind sinni um leið. Að þetta skili sér í samfélagið þar á sem flesta vegu.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.5.2012 kl. 21:05
Ætli hún sé " á lausu" þessi kona?
Guðjón Guðvarðarson, 25.5.2012 kl. 01:02
Námur eru ekkert bundnar við að vera holur ofan í jörðinni.
Í Ástralíu keyra risasrórir trukkar niður í námurnar, hring eftir hring í tilbúnum gígum sem eru námurnar sjálfar. Þessar námur sér maður oft í TV, því bílarnir eru nokkuð stórir og gamann að sjá. Engin þrælavinna þar. Þekki mann sem vann í slíkri námu í Ástralíu í mörg ár og varð moldríkur -hann keyrði bara trukk og áttann ekki einusinni sjálfur.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 07:26
vikulaun í námu í Ástralíu eru á bilinu 1200 ástralskir dollarar upp í 2000
Elías (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 16:23
Mér þykir þessir sem eru að skjóta á álit hennar Hjördísar kannski vera lokaðir á frekar þekktar staðreyndir að mörg þessara fyrirtækja sem græða mest gera það ekki af ástæðulausu og eru þekktir fyrir að borga lítið halda fólki við hungurmörk þó ég viti ekki hvernig það er þarna í Ástralíu en Ástrali sem ég þekki og ræddi akkurrat um þessu námustörf og bílstjórana á Þessum risa trukkum og hann sagði mér að þeir ynnu 12 tíma og 12 í frí og þau störf væri nokkuð vel borguð.
Riddarinn , 25.5.2012 kl. 19:08
Þessi skilaboð fann ég um þessa konu og eitthvernvegin þykir mér þau gefa í skyn að hún sé ekki sú örlátastaí heimi hér.
Riddarinn , 25.5.2012 kl. 19:13
Hún er kona og á peninga, get over it. Eins og einhver benti á hér fyrir ofan eru námustörf í Ástralíu þokkalega vel borguð og ágætisvinna.
Anna (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.