24.5.2012 | 15:45
Hvert er tjónið ?
Ef maður t.d. ber þetta saman við þá skammarupphæðir sem Breiðuvíkurbörnum var boðið eftir að gróflega var brotið á þeim og skaðinn mikill og varanlegur á líf þeirra og heilsu.
Leitt að lög séu ekki virt og allt það. En er rétt að hafa boðið henni 500 þúsund fyrir það eitt að fá ekki vinnu sem hún sótti um ? Er rétt af henni að krefjast 16 milljóna ? Er tjónið meira ef fólk er vel menntað og heilbrigt ? Og á um leið, eða ætti að hafa, meiri líkur á að bjarga sér og plumma sig mjög vel án þess að fá slíkar bætur.
Þarf ekki hið minnsta að láta hana ganga í gegnum mat á þvi hvert tjónið var sem höfnun í starf olli henni á heilsu og líf ??? Og hvort það tjón sé varanlegt eða ekki.
Áhrif bindandi úrskurða undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.