28.5.2012 | 23:06
Bæði tvö fari í stjórnmál
Það tel ég farsælast. Ég var mjög ánægð með það þegar Þóra bauð sig fram. En nú er ég ekki viss lengur. Það er of mikill ágreiningur um þau bæði. Svo ég tel best að þau fari bæði þangað sem hugur þeirra virðist langa, í fullan slag um að komast inná Alþingi !! Þau kæmust þangað bæði tvö, Þóra og ÓRG án efa mjög léttilega.
Og að segja svo að það sé bara val um þau tvö....það er dónalegt af henni svo ekki sé dýpra í árina tekið. Eflaust er hún að vísa til skoðanakannana en það er samt dónalegt af henni. Þau eru 7 í framboði.
Tel best núna að annaðhvort Andrea eða Ari Trausti flytji á Bessastaði. Ég er kannski gamaldags, en ég vil hafa frið og ró á þeim bæ.
Nema þá að Þóra hafi verið að meina þau sem einu tvo kostina.. ;)) ??
Og svo eru þau ekki gift. Sem er í lagi. En það væri óskandi að blaðamenn hefðu það í huga. Svavar er ekki eiginmaður Þóru. Þau búa saman. Þegar og ef þau gifta sig, þá eru þau hjón. Fyrr ekki. Það má ekki gjaldfella hjónabandið með þessum hætti, þykir mér. Fullt af fólki sem býr saman og því alveg óhætt að tala um hlutina eins og þeir eru.
Sé ekki í samkeppni við þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.