30.5.2012 | 08:30
Er nema von
Hvað mál ganga hægt sem eru til rannsóknar. Þegar mannskapurinn hefur ekki tíma til að sinna vinnu sinni vegna annarra anna...;)Ætli kassastúlka í Bónus kæmist upp með það sama ?
Svo er skondið að hugsa til þess að menn hafa t.d. verið dæmdir hér fyrir að byrja of snemma í nýrri ritfangaverlsun, eftir að hafa unnið hjá annarri... ;))
Hvernig ætli þetta sé hjá fleiri opinberum aðilum ? Að menn séu að bara almennt að dúllast í að reka eigin fyrirtæki og virka busy í stólum sínum á fullum launum hjá okkur ? Ólíklegt að þeir tveir séu þeir einu sem hefur dottið þetta í hug. Ætli það sé til í dæminu að fólk á opinberum launum, mæti bara alls ekki til starfa sinna ? Ætli nokkur fylgist með því ? Það gerist í hinum stóra heimi og gæti alveg verið málið hér líka.
Unnu í 577 tíma með annarri vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit dæmi um að embætti hafi verið lögð niður, eingöngu til að losna við svona fólk, sem aldrei er í vinnunni, af því að það rekur egið fyrirtæki.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:09
Já var það ekki V. Jóhannsson ! Kemur ekki á óvart. Ef þú þorir, láttu það þá flakka eða hafði samband við duglegan og þorin blaðamann. Þetta þarf að tala um í samfélaginu, þetta eru jú peningarnir okkar sem þetta snýst.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.5.2012 kl. 09:16
Það er bara alveg með ólíkindum að þetta skuli geta verið svona. Það á að reka svona fólk með skömm. Og leita uppi hina sem ennþá sitja á svikráðum við þjóðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 09:28
Hef ekki leyfi til að láta nokkuð flakka, en fyrirtækið sem slíkt eða stofnunin réttarasagt, viðurkennir ekki mistök.
Þetta hefur alla tið viðgengist.
Það þekkja allir jakkann á stólbakinu - en það er bara hinn jakkinn!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:49
Ég kannast við svona V.Jóhannsson, fólk hefur verið rekið fyrir minna en að segja sannleikann. Og slíkir eru algjörlega varnarlausir því öll klíkan stendur saman því er nú verr. Hvernig fór með litla landsímamanninn? og fleiri slíka?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 11:52
Þetta sýnir bara að það skiptir ekki máli hvað flokkurinn heitir, sem stjórnar á Íslandi og öðrum löndum, og tímabært að fólk átti sig á því.
Stjórnsýslu-siðferðið og embættiskerfið er fótum troðið af langtíma-skipulagðri glæpastarfsemi lífeyrissjóðanna, bankanna og félagsmálakerfisins, sem hafa einungis það eina markmið að ræna/svíkja vanmáttugan almenning og heiðarlega rekin fyrirtæki.
Mér liggur mikið á hjarta, og verð að koma því einhverstaðar frá mér, þannig að það nýtist kannski almenningi, sem hefur verið, og er enn hlunnfarinn um raunveruleg mannréttindi og sannleiks-fréttatíma um staðreyndir á tækniöldinni! Það er árið 2012, en ekki miðaldar-tímar! Hefur engum verið kennt það í skólum heimsins?
Ég hef líklega kjark til að segja sannleikann eftir bestu getu og vitneskju, vegna þess að nú er einungis hægt að reka mig frá Hótel Jörð, því ég er öryrki sem ekki fæ vinnu sem ég ræð við.
Það er verið að skipuleggja millilendingu fyrir svona vanskila og kerfis-afbrotafólk eins og mig á Hólmsheiði, sem þeir kalla "fangelsi". Frítt fæði og húsnæði í skuldafangelsi, eru skaðabæturnar fyrir að setja mann í þrot á milli kerfa/bankarána, því ég gat ekki drullast til að vinna ofurmannlega (eins og vélmenni) fyrir bankana, vegna heilsubrests og menntagráðu-skorts. Þetta er alveg í anda AGS-ESB-þrælahaldsins. Ég á eftir að fara í gegnum svikapakka Tryggingarstofnunar og ESB-stjórnvaldanna samspilltu seinna.
Skuldafangelsi er reynsla sem ég hef ekki ennþá upplifað, þótt ég hafi upplifað alls konar lífsreynslu. Það er kannski ekki sem verst að fá útskriftardiplóma úr skóla lífsins þaðan.
Ögmundur Jónasson og spillingarflokks-bróðir hans: Guðbjartur Hannesson, ætla að standa við sín "mannréttinda"-sjónarmið og "kosningarloforð" eða þannig! Þeir geta ekki að því gert að þeir þekkja ekki raunverulega heiminn eins og hann er í dag, eftir grautarpotta-hræringar eina stjórnmálaflokksins á Íslandi til margra áratuga, sem er einn kerfis-spillingarflokkur. Sá flokkur er með blekkingar-bókstafi og lygakosninga-loforð, til að rugla og blekkja grunlausa kjósendur þessa lands aftur og aftur!!!
Lyfjamafían sættir sig kannski ekki strax við að tapa mér af lyfjaskránni, svo líklega hentar það spillta ESB-endurskoðenda-stjórnsýslu-bókhaldinu betur ennþá að halda fólki eins og mér á lífi eitthvað aðeins lengur.
Svona er staða margra á Íslandi og víðar í veröldinni, og þess vegna segi ég þetta. Því það virðist enginn hafa málfrelsi á Íslandi né annarsstaðar, til að segja raunverulega sannleikann! Nema kannski gagnauga.is og Útvarp Saga.
Svona hörmulega er og hefur Íslandi verið stjórnað, og það þarf hugarfarsbreytingu/siðferðisbreytingu, til að bæta stjórnsýsluna! Án hugarfars/siðferðis-breytingu hjá almenningi, er til einskis að berjast.
Ég ætlast til að Ólafur Ragnar Grímsson geri sér nú endanlega grein fyrir að mannréttindabrot og fátækt á Íslandi er þjóðarskömm, og hann geri eitthvað í að kynna heimsbyggðinni staðreyndirnar á Íslandi í þeim málum. Til hvers var hann að tala um að fátækt væri þjóðarskömm, ef hann ætlar að þagga þá staðreynd niður á erlendum vettvangi?
Ég hlífi engum, og segi sannleikann eins og ég þekki hann, umbúðalaust.
Þegar kemur að stjórnsýsluglæpum er Ólafur Ragnar er ekki undanþeginn réttlátri gagnrýni og ábyrgð sinna orða og gjörða, frekar en fjölmiðlaelítan sem er að troða Þóru Arnórsdóttur í forsetaframboð, og greinilega gegn hennar eigin sálar-áhuga/hugsjón. Það ræður enginn vel við að fara gegn sinni innri sannfæringu og sálar-hugsjón.
Ég biðst afsökunar á hvað ég fer vítt og breitt í mínum skrifum, en það er bara allt samtvinnað og tengt í þessum málum, og verður að segjast eins og er, ef samfélagslegt gagn á að vera að skrifunum.
Bankarnir eru enn að ræna, svíkja og blekkja, hverju nafni sem þeir nefnast. Þar á margt eftir að koma á óvart á næstunni, og ekki síst gerviafgreiðsla Icesave-Inde-fensins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2012 kl. 20:33
VIÐ ERUM Í VIRKILEGA VONDUM MÁLUM EF FER FRAM SEM HORFIR!
Sigurður Haraldsson, 2.6.2012 kl. 00:35
Það þarf að sópa svona liði út, það er búið að vera við völd alltof lengi og þá á ég við fjórflokkinn, og alla stjórnsýsluna og allar leiðir út frá því eins og krabbamein í samfélaginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2012 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.