31.5.2012 | 00:22
Gíslataka
Inneignar , kalla ég þetta en þeir ,,geymslureikning ". Krúttlega orðað hjá þeim ;) Er það þá geymt, óumbeðið, á hæstu mögulegu vöxtum ? Eða virkar tölvukerfið einungis á þann veg að hægt sé að rukka fólk um vexti og eftir atvikum vanskilagjöld ?
Hvað varð um eignarréttaárkvæði (v/inneignar fólks)stjórnarskrárinnar ? Fauk það í einu lagi til lífeyrissjóðanna sem mega ekki af þeim sökum, aflétta lánsveðum og fella niður skuldir ? Er þá ekki hægt að setja lög sem BANNA lífeyrissjóðunum að taka lánsveð ??? Smá úrúrdúr...
Geta þeir ekki greitt út innegin og þá rukkað fólk aftur, skuldi það þeim ? Eða eru blankheit þeirra svona mikil að það þurfi að velja á milli frábærrar góðmennsku með ,,geymslureikninga" og sennilegast vaxtalausa, og að lækka laun stjórnenda ?
Skritið hvað völd fjármálfyrirtækja eru algjör og hvað þau fá mikinn frið til athafna. Hversvegna ? Er fólk svona sofandi eða er komin algjör uppgjöf í fólk og það sér að það þarf bara að borga og borga og borga og borga og borga... ???
Ég tek einnig eftir í fréttinni að seðlar, 3 stk takk fyrir, voru sendir út til EINSTAKLINGA. Eru engir lögaðilar sem skulda þeim eða eru þetta lán sem aðeins einstaklingar fengu ?
Ég furða mig á þögninni um þetta í bloggheimum. Það hefði verið fínt ef þeir sem hafa fengið 3 seðla, létu heyra í sér í bloggheimum, í stað þess að láta það nægja að hafa samband við Lýsingu. Svona til að fá þetta beint í æð, óritskoðað og milliliðalaust.
Fá þrjá greiðsluseðla vegna bílalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.