7.6.2012 | 12:28
BRIM auglýsing ?
Sé ekki betur en lógó BRIM sé í hægra horninu á vefmyndavélinni. Er þetta vél sam Harpa á hvort sem er, eða fékk BRIM leyfi til að setja hana þarna í telfni dagsins ? Og þá frítt eða stendur til að selja auglýsingar í glugga vélarinnar til allra sem vilja og hvað kostar það ??? Ef BRIM á vélina, borga þeir þá gjald til Hörpu að hafa sett hana upp ? Eða er það Mogginn sem setti vélina upp og seldi BRIM auglýsingu ?
Hvað er málið með þetta eiginlega ?
Bein útsending frá höfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svo auðvirðilegt hjá Mogganum og skorturinn á reisn svo átakanlegur að maður gæti ælt.
Brim býður upp á herlegheitin. Gerið svo vel....
hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 12:35
Man ekki að fjölmiðlar hafi verið eins duglegir að sýna beint frá útifundum í Búsáhaldabyltingunni....skrítið hlutleysi ;)
Verst að þau skilaboð hafa ekki komist að eins kröftulega, að þeir sem vilja fá lög um kvótann, séu einnig á Austuvelli. Enda kostar þetta sennilegast tugir milljóna þessar auglýsingar sem útgerðin hefur staðið að.
Hef ekki séð fyrirsögn með áberandi hætti amk á mbl.is um að þarna verði einmitt tveir hópar, heldur bara vel auglýst frítt að útgerðarmenn og sjómenn séu með samstöðufund og komi siglandi með þræla sína á skipum sínum í boði sjómanna sem eru neyddir til að borga olíuna sjálfir !!! Ætli það sé löglegt að láta þá borga ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 12:43
Já hversu lægra er hægt að leggjast í eiginhagsmunabáráttunni. Annað sem mér dettur í hug, hvað ætli kostnaðurinn verði við að leggjast að bryggju í Reykjavík ekki er það ókeypis eða hvað? Það virðist ekkert til sparað. Nú skal kné fylgja kviði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 12:46
Svo eru sumir svo illa bankarændir og lágt launaðir þrælar, að hafa ekki efni á fisk á matardiskana, og fá ekki einu sinni leyfi til að veiða sér til lífbjargar. En þeirri staðreynd velja sumir í hákarlaklíkunni að horfa framhjá.
Stéttarskiptingin er ólíðandi. Fátækt er svartasti bletturinn hjá íslensku samfélagi. Hvar er Gylfi Arnbjörnsson að leika sér núna. Hvað er siðblinda ef ekki þetta?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2012 kl. 12:58
Ekkert furðulegt að sjá að útgerðamafían og mbl/sjálfstæðisflokkur séu saman undir sænginni.
Það er jú það sem sjálfstæðisflokkur stendur fyrir.. að traðka á almenning fyrir auðvaldið
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 13:01
Látið ekki svona krakkar mínir.
Það kostar að setja upp tæki og búnað til að varpa þessu út á öldur ljósvakans.
Tæknimennirnir eru ekki að gefa vinnu sína. Ekki heldur þeir sem eiga búnaðinn.
Mbl er á hvínandi kúpunni, þrátt fyrir stuðning frá úgerðakonu, og hefur ekki ráð á þessu.
Það þarf því einhvern stöndugan, sem hefur úr nægu að moða.
Hvert er þá leitað? Til útgerðarinnar. ;-)
Benedikt V. Warén, 7.6.2012 kl. 13:35
Góður punktur Ásthildur. Ætli höfnin rukki leigu í dag, eða fær útgerðin þetta sem styrk ??
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:15
Alveg sammála Anna, þetta er svo lásí hvernig útgerðin með alla sína tugi milljarða kemur fram við starfsfólk sitt að þeir mega ekki einu sinni hafa með sér í soðið eins og áður var. Og á þeim tíma kostaði fiskur lítið á við það sem er orðið. Þá var næstum hneykslast á öðrum þjóðum að borða ekki eins mikinn fisk og við gerðum. Nú er þetta lúxus matur, en sem fólk áður gat ávallt reddað sér ódýrri kvöldmáltíð með því að hafa ,,bara fisk" eins og sagt var. Þessu man ég eftir þó ég sé nú ekki ýkja gömul.
Það þarf að innkalla alfaheimildir skipanna og úthluta á ný !!! Og kæra svo útgerðina fyrir ólöglegt vinnustopp.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:19
Vonandi að sjómenn lendi ekki í of miklu þunglyndi þegar þeir skilja að þeir voru eins og fjarstýrð vélmenni úgerðarinnar.. Það má kannski líkja þessu við syrgjendur í Norður Kóreu.. sem grétu um allar götur til að syrgja Dear Leader; en hey, þeir voru að þykjast.. ekki íslenskir sjómenn, þeir eru bara svona þrælslundaðir og einfaldir greyin
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 14:19
Það kemur svo sem ekki á óvart DoctorE en það eru skýr lög um það að ekki má dulbúa auglýsingu sem ,,frétt". Það á Mogginn að vita mjög vel !!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:20
Já en samt vælir útgerðin endalaust um blankheit og fær afskrifað Benedikt...væri nær að þeir borguðu olíu, mat og fleira sem þeir þvinga sjómenn til að borga. Nokkuð sem geur ekki verið löglegt innan EES. Ég trúi því bara ekki að þetta megi gera.
Útgerðin þyrfti að styrkja verðugri og þarfari málefni en svona myndavélar sem er bara til að styðja við áróður þeirra. Og enn hef ég ekki heyrt LÍÚ svara þvi hvaða prósentutölu þeir eru tilbúnir að borga. Þeir eru þó spurðir. Almenningur er ekki spurður hvað hann er til í að borga mikið meira í skatta. Þeim er bara smellt á.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:25
Frábær samlíking hjá þér DoctorE, alveg eins og N-Kóreu búar, jafn hræddir því miður. Og það er skelfilegt þvi við búum í frjálsu landi með tjáningarfrelsi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:26
Stórkostlegt. Mogginn er búinn að fjarlægja BRIM merkið úr horni myndrammans.
hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 15:12
Áfram sjómenn, ekki hlusta á þetta latte lið.
óskar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 15:15
Í alvörunni Hilmar ! Skondið...;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 15:33
Mogginn er búinn að fjarlægja BRIM merkið úr horni myndrammans....BRIMnes RE 27 færði sig örlítið og bloggheimur hrósaði sigri yfir gráðugum kapítalistunum. Lifi Lúkas!!
OppiT (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 16:31
Halló OppiT, þetta var lógó BRIM, það er á kristaltæru.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 16:40
Það er svo ósköp margt sem er alveg á kristaltæru í bloggheimum. Enn hef ég ekki fundið bloggara sem ekki er viss um að allt sem hann segir er deginum ljósara og hafið yfir allan vafa. Lifi Lúkas!!
OppiT (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 16:52
Þetta var lógo BRIM OppiT. Deginum ljósara og á kristaltæru. Ertu á móti því að það hafi verið fjarlægt, eða hvað ? Skil ekki alveg...? ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 17:12
Sniðugt hjá Brimnesinu að leggja akkúrat þarna í útjaðri vefmyndarinnar :) Hvort var það síðan skipið sem færði sig eða vefmyndavélin sjónarhornið? Síðast þegar ég kíkti sá ég bara hafnsögubátinn á fullu stími - frá allt öðru sjónarhorni.
Kolbrún Hilmars, 7.6.2012 kl. 17:41
Þetta var lógóið þeirra sem var sett þarna vel og greinilega, efst í hægra horninu Kolbrún. Ég veit vel hvað ég sá, það er hægt að Googla lógó BRIM og þetta var það. Það er fínt þegar menn sjá að sér það sem er púkó og lagað, og það hefur mbl.is gert, enda það eina sem ég sé sem þeir hefðu getað gert þegar fréttin var uppfærð.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 17:50
Sá það sjálf fyrr í dag, Hjördís. Í hægra horninu, naumlega, en mjög skýrt og greinilega.
En það var frá vefmyndavélinni og hún lýgur engu - nema með sjónarhorninu. Reyndar voru Brim-skipin tvö á besta stað á innri höfninni, það sá ég (með eigin augum) í morgun.
Kolbrún Hilmars, 7.6.2012 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.