Einelti

Að hunsa fólk er ein tegund af einelti. Hvernig er það, er ólöglegt að leggja vinnufélaga í einelti ? Ef svo, eru þau þá að brjóta lögin í beinni útsendingu ?

Eða er þetta bara eins og hvert annað sjóv á Alþingi og svo allt í gúddí þegar fólk er ekki lengur í mynd ? 

Ekki góð fyrirmynd fyrir þá sem eru að berjast gegn einelti, að Alþingi sem nýtur einungis 10% trausts að auki, skuli stunda það á launum frá ríkinu / okkur að auki !! 


mbl.is Þingmaður hunsaður á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann getur bara sjálfum sér um kennt fyrir dónaskapinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:30

2 identicon

það er ekki einelti að hunsa dóna.

palmi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:49

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kannski það Ásthidlur mín, en mér hefur þótt framkoma þeirra í garð hvors annars vera svo leiðinleg að mér þykir það orðið fullgott og þau þurfa að taka sig á. Mér þykir ekki fallegt að vinnufélagar hunsi hvor annan. Vona að þau jafni sig.

Kannski er þetta alveg rétt hjá ykkur palmi, ég er kannski bara svona viðkvæm eitthvað.. ? Þrái svo að sjá samskipti þeirra vera góð og að virðing gangvart Alþingi og traust á það aukist, því við þurfum á því að halda. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 22:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil þig vel Hjördís mín við viljum öll málefnalegri umræður og virðingu á alþingi, en svona er staðan.  Þetta er eins og að refsa barni fyrir að ganga of langt í dónaskap.  Þetta er ekki einelti á neinn hátt heldur ákveðin háttur til að siða hvolpa. Það er mitt mat. Enda skildi hann sneiðina sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband