9.6.2012 | 23:03
Þjóðaþrælahald
Er þetta nokkuð annað sem er um að vera í alltof mörgum löndum heims ?
Ekki nóg með að þetta klassíksa þrælahald eykst og eykst þó ólöglegt sé og búið er að klippa á járnhlekkina sem áður voru, þá er verið að þrælavæða heilu löndin í heilu lagi !!! Laun lækka, atvinnuleysi eykst. Ég man að fyrir stutu var frétt á netinu frá Frakklandi um það að þar væru ca. 200 þúsund manns sem voru fullvinnandi en bjuggu í tjöldum vegna fátæktar !!! Sömu ,,laun" og þrælar fortíðar höfðu á meðan það var löglegt. En eins og með margt, þá versnar það þegar það er ólöglegt og þrælahald er því miður eitt af því. Endalaust er verið að gera auknar menntunarkröfur, verið að hækka girðingar svo færri og færri fái tækifræi til að hafa það gott. Elítan stressast við það býst ég við. Áður en við vitum af, þarf 5 háskólagráður til þess að eiga séns á starfi á bensínstöð, eins og Georg Bjarnfreðarson var með !!! Í alvörunni og því miður. Fyrirtæki þurfa fólk í vinnu og fólk þarf að fá störf. Fólk á ekki að þurfa að liggja á hjánum til að fá vinnu, eins og þarf. Fyrirtæki og fólk þurfa að standa jafnfætis og hafa í huga að báðir þurfa á hvorum öðrum að halda. Atvinnurekendur geta hegðað sér eins og einræðisherrar, þeir sem kjósa og þeir virðast nægir um heim allan sem það gera.
Man eftir viðtalsmynd sem var sýnd á RÚV við föður Dorritar Mousaeff, þar sem hann talaði m.a. um mikilvægi þess að fólk skuldi ekki neinum pening, að þegar banki lánar sé hann búinn að tryggja sér að fólk geri ekki annað en vinna fyrir því. Að fólk sem skuldi geti ekki verið frjálst og sé ekki frjálst. Man þetta svona nokkurn veginn og fari ég með rangt, er það ekki af ásetningi.
Þessi þróun er ekki í lagi og þarf að stöðva, hvernig sem það á að gerast. En það sjá það fleiri og fleiri þjóðir að þetta er ekki að ganga , að bjarga bönkum er til þess fallin að þeir halda gamblinu og sukkinu og bónusunum áfram. Þeir fá þau skilaboð að þeir þurfi ekki að óttast neitt, þeim verði bjargað.
Þetta er ekki björgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er farin að sækja um starf i Noregi, í fyrsta sinn. Hef misst vonina um nýja Ísland, en mun koma aftur og helst deyja hér.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2012 kl. 05:45
Þriðja heimsstríðöldinn er löngu hafinn og hún birtist okkur á þennan veg!
Sigurður Haraldsson, 10.6.2012 kl. 06:24
Ég segi bara þvílík afneitun...
Það er haldin neyðarfundur vegna stöðunar á Spánni og samt segir maðurinn að þetta sé ekki björgun...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.6.2012 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.