12.6.2012 | 08:28
Þrælakjör
Hvað ætli myndi gerast, ef þessi fyrirtæki sem kvarta og kveina, myndu prófa að bjóða mannsæmandi laun ? Gæti þá verið að fólk myndi vilja vinna fyrir þá ? Hefur almennt verið skortur á umsóknum í störf sem borga góð laun ? Og svo eru líka atvinnurekendur sem eru bara slæmir.
Nú er frétt á dv.is og visir.is um það að íslenskur bóndi hafi verið með finnska konu í þrælahaldi. Samkvæmt henni hafi hún átt að vinna í 8 tíma en var látin vinna í 12 og að bóndinn ákveddi sjáfur hvort hún fengi frí. Og hún fór sem betur fer !!! Flott hjá henni. Á að vorkenna þeim bónda í ferðaþjónustu ef hann fer nú á stjá og kvartar og kveinar undan því að erfitt sé að fá fólk í vinnu ?
Eftir að lesa þessa frétt um þrælahald ferðaþjónustubóndans, þá er ég hugsi yfir því hvert ferðaþjónusta okkar stefnir. Hver er akkurinn af því að ferðamönnum fjölgi ef það leiðir til láglaunastarfa og eftir atvikum, þrælahalds ?
Fleiri útlendingar setjast hér að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ferðaþjónustan er bara ein af þeim greinum sem Vilhjálmur nefnir - það eru aðrar greinar þar sem skortur er á fólki og í mörgum þeirra eru launin bara góð - hugbúnaðariðnaðurinn til dæmis....en þar verður einfaldlega að leita út fyrir landið - fólk er bara ekki á lausu hérlendis.
Það eru hins vegar störf í boði í ferðaþjónustu sem fólk á atvunnuleysisskrá gæti unnið.
Púkinn, 12.6.2012 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.