Alveg sammála

Það sem ég hef heyrt og lesið og passar við það sem hann segir. Þetta er ekki góð þróun. Virkar á mig eins og það eigi að vera skammarlegt að hadla uppá okkar Þjóðhatíðardag. Hvað varðar lagaval, þá hefði ég talið eðlilegast að lög eins og : ,, Hó, hó jibbý jei og jibbi jey, það er kominn 17.Júní" hefði glumið út um allt. Ég kíkti í miðbæjinn ca. 2 klt og það var næs, en ég amk heyrði ekki lög á við þetta. Ég er ekki á móti erlendri menningu, langan veg frá og ég óska eftir að ekki verði snúið útúr á nokkurn hátt. En ég verð að segja að mér þykir ekki sniðugt að hafa einhver útlensk lög og magadans á þessum degi, eins og var á Austurvelli þegar ég var þar, beint fyrir framan Alþingishúsið okkar. Þetta er okkar dagur og allra sem hér búa og á að vera þjóðlegur og það er ekki nokkur skömm af því. Að auki erum við með fullt af gestum frá ólíkum löndum og þeir eru án efa forvitnir um að sjá smá íslenska menningu. Tónlist og dans sem ég nefni eru í fínu lagi á öllum öðrum dögum en á 17. Júní. Það er verið að fagna sjálfstæðisbaráttu okkar og það höfum við gert síðan 17.júní 1944 og eigum að gera stolt áfram  ;))
mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er auðvita fyrsta skref inn í ESB að sturta niður þjóðhátíðardeginum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 20:52

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ætli það sé ekki bara verið að semja nýja tónlist til að spila á þessum degi í framtíðinni Ásthildur mín, þar sem passað er að ekki sé minst á land eða þjóð einu orði...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.6.2012 kl. 13:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það verður stjörnum stráð ljóð á bláum grunni ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2012 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband