26.6.2012 | 23:04
Hörmungarhyggja
Bölmóður, neikvæðni...er það sem manni dettur í hug...til hvers að tala þetta flotta hús niður ? Man ekki betur en það hafi verið X-D sem upphaflega samþykkti húsið. Hefði allt verið í glimrandi gúddí ef X-D hefði einnig klárað húsið ?
Sé ekki hvernig landið á að rísa úr sæ á ný eftir hrunið 2008, þegar stjórnmálamenn tala svona. Sé ekki hvað á að vinnast með þessu tuði og rausi.
Hrakspár vegna Hörpu að rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir, einkum þó andlausi og heimski partur Sjálfstæðismanna ( og hann var ansi stór síðast þegar ég tékkaði ) má ekki heyra minnst á menningu eða listir án þess að komast í uppnám og verða slegnir minnimáttarkennd og óöryggi.
Þá er gripið til þess að afgreiða það sem þeir ekki skilja sem snobb.
Við þekkjum rulluna..
hilmar jónsson, 26.6.2012 kl. 23:26
Er ekkert nýtt að frétta, Hilmar? Engar nýjar setningar sem þú hefur lært?
Elvis Presley (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 02:12
Allaf þurfa sumir að blanda stjórnmálaþvælu í öll mál.
Það er algjört aukaatriði hver kláraði að byggja höllina...eða hver byrjaði á því.
Forsendurnar fyrir að svona dýrt hús gæti borið sig í rekstri, eru ekki fyrir hendi
Hægt var að byggja miklu hagkvæmara hús.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 12:00
Þetta hús var rosa "flott" til að byrja með en það var alls ekki praktískt svona til lengri tíma litið.
Maður er þó nokkuð eldri í dag og með smá meira vit í kollinum og að auki að átta sig á hvílík vitleysa það var að reysa svona hús á kostnað okkar allra.
Ekki var mikið kosið um þessi málefni. Það er bara skrifað undir hvaða vitleysu sem er í þessu landi nú til dags,
þrátt fyrir öll þau samskiptatól sem eru í boði er ríkistjórnin keyrð áfram með hálfgerði leynd og lítið sem ekkert gert opinbert að fullu.
Ekki skrítið að fólk sé að flytja til Noregs og annað.
Halli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.