8.9.2012 | 08:20
Sjálfboðaliði í HÍ ?
Hélt að allir fengju greitt fyrir kennslu. Eða fær hann greitt fyrir kennsluna, en bara ekki frá HÍ ?
Hversu margir vinna launalaust í HÍ og er það löglegt að svo sé ? Hef haldið að einungis góðgerðarfélög mættu hafa sjálfboðaliða á sínum vegum.
Svo hefði ég talið að það væri meira en fullt starf að stjórna LSH og það er alls ekki þannig að fólk almennt komist upp með að sinna mörgum störfum; fái frí í vinnunni sinni til að sinna öðrum störfum og á fullum launum á tveimur stöðum / störfum á sama tíma. Þurfa læknar ekki , líkt og aðrir , að taka ákvörðun hvort þeir ætli að vinna við sitt fag eða við eitthvað annað ? Hvernig virkar þetta fyrirkomulag forstjórans í framkvæmd og fyrir hvort starfið fær hann hærra tímakaup ? Stimplar hann sig út á forstjóralaunum og inn á læknalaunum til skiptis alla daga ?
Hafa allir starfsmenn LSH sama frelsi til að sinna mörgum störfum á sama vinnutímanum ???? Má t.d. skúringakonan vinna t.d. frá 8 til 10 á LSH og skjótast svo og sinna öðru starfi og koma svo aftur seinni partinn ? Hún gæti t.d. átt verið hárgreiðlsukona og verið með stofu , svo hún vill þá að sjálfsögðu viðhalda þekkingu sinni í sínu fagi, ef hún myndi vilja snúa sér að því aftur eftir skúringarkonu tímabil sitt. Nú eða kokkar spítalans, þeir gætu viljað viðhalda reynslu sinni við a la carté matseld og skotist þangað daglega í hádegistörninni.
Hvað varð um þá stefnu stjórnvalda að enginn ríkisstarfsmaður skyldi hafa hærri laun en Forsætisráðherra ????
Hann stendur sig án efa vel í starfi, en það á líka við um heilan helling af fólki , bæði hjá ríkinu og víðar, sem þó fá aðeins lúsalaun fyrir sitt vinnuframlag, þekkingu og reynslu. Allir eru mikilvægir, hver og einn á sinn hátt.
Fjölhæfur forstjóri LHS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.