8.9.2012 | 11:30
Á lúsalaunum
Vill hann sinna jobbinu áfram. Hvað veldur ? Hann hefur kvartað yfir laununum og að þau séu ekki í stíl við standardinn sem hann var vanur. Hefur hann breytt um líffstíl ? Eða fær hann tekjur víðar en frá Alþingi ????
Oft hamrað á því að ekki fáist hæft fólk nema launin séu sky hi...svo er hann hæfur eða ekki hæfur, þar sem hann þarf að draga lífið fram á lúsalaunum ? Man hann talaði um í pontu Alþingis , eftir hrun, að ef laun í bönkunum færu ekki að hækka, fengju bankarnir einungis ,, hratið", hann átti þá við starfsólk, eins og ég skildi það.Kom mér á óvart hvað þögnin um þau orð voru hávær, sem mér þótti mikil móðgun við meginþorra þjóðarinnar.
Hvað hefði þurft að greiða bankastjórum mikið , til þess að þeir hefðu ekki farið á hausinn ?
Hvað þurfa Alþingismenn mikla hækkun til að þeir verði klárari og duglegri en þeir eru ?
Tryggvi Þór vill vera áfram á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að Tryggvi þór ætti að sjá sóma sinn í því að bjóða sig ekki oftar á þing..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 12:49
Tek undir með Vilhjálmi og þér Hjördís, skrýtið að hann skuli vilja halda áfram á þessum lúsarlaunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2012 kl. 12:52
Takk fyrir kommentið þitt Vilhjálmur.
Hann má svo sem bjóða sig fram á ný, mín vegna, þó ég skilji alls ekki eftir hverju hann sækist ??? Svo er að sjá hvort hann fái þann atkvæðafjölda til þess að verða ,,endurráðin" á hrat-lúsalaunum eða ekki.
Persónulega þykir mér þó að X-D þurfi að skipta alveg út öllu fólki. En það virðist ekki verfa stefan, menn vilja sitja sem fastast á plássum sínum. Það sést t.d. á því að Illugi er nýorðin þingflokksformaður. Oft er talað á þeim nótum að flokkurinn skipti meiru máli en einstalklingarninr sem mynda flokkinn, en svo þegar á reynir, hugsar hver og einn um sig innan hans. Man t.d. þegar Geir H Haarde sagði ( man ekki alveg um hvern, held það hafi verið Vilhjálmur sem eitt sinn var Borgastjóri) að ,,enginn maður væri svo merkilegur, að hann væri merkilegri en flokkurinn".
Væri hugsað um hag flokksins, væri ÖLLUM skipt út. ÖLLUM.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 13:23
Gott að sjá þig Ásthildur mín ;)) Hef saknað þín í bloggfríinu mínu í sumar og er nú að reyna að byrja aftur.. ;P Kíki á þig við tækifæri !
Já, erfitt að skilja hann. Það gerðist t.d. á Spáni nýlega ( ágúst held ég) að þar var þingmaður sem gerðist svo óforskammaður að kvarta undan laununum...hann fékk mikið og hávært bágt fyrir en hafði þó vit á að biðjast afsökunar á tilraun sinni til meiri sjálftöku af almannafé á meðan aðrir líða skort vegna atvinnuleysis og kreppu.
Það væri áhugavert ef fjölmiðlafólk myndi spyrja Tryggva Þór af hverju hann vilji áfram vinna á slíkum lúsalaunum og hvað valdi að hann sjái fram á að ná endum saman. Merkilegt hvað vel gefið og vel menntað fólk á erfitt með að lifa á meiru en því sem öðrum er ætlað að lifa á, líka mjög veiku fólk. Ekki til marks um mikið peningavit hjá talnaglöggu fólki eða þeim sem telja sig vera það í útreiknum ætlaða öðrum en þeim sjálfum. Kannski að hann sé farinn að læra að spara og versla í Bónus og nota strætó., he, he ;)) Smá hálfkæringsprettur á þessum fallega degi..;P
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 13:30
Já ég var líka í fríi Hjördís mín. Já hann hefur ef til vill lært örlítið í sparnaði, eða launin eru ef til vill ekki svo lág eftir allt saman, þegar tekið er með í reikninginn allar sporslunar sem þetta fólk fær, svo ég tali nú ekki um heyrnaratæki, sólaböð og allskonar fríðindi. Ofan á margfaldar lífeyrisgreiðslur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2012 kl. 14:29
Ok og ég vona að þú hafir haft það gott ;)
Kannski að hann hafi lært um sparnað...nú eða þá að hann hefur ekki fengið atvinnutilboð sem borgar betur en lúsalaunin á Alþingi ??? Eða þá að hann hefur tekjur annarsstaðr frá sem mætti þá upplýsa um.
Segðu mér meira um þessar sporslur...fá þeir virkilega frí heyrnartæki og sólböð..?
Þeir eru svo sem ekki vandir af launum sínum og vinna langa vinnudaga. En það á einnig við um fjöldann af fólki sem fær þó aðeins brot af því sem Tryggvi fær og engar sporslur.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 14:52
Þetta var samþykkt fyrir lok þings í vor held ég, það hefur ekki farið átt. En svo eru alltaf fundarsetur, allskonar forþetta og for hitt og svo auðvitað sleikjugangur fólks við þingmenn og slíka. Þeim er lyft í hæstu hæðir þó þeir hafi ekkert til þess unnið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2012 kl. 15:11
Ég er orðlaus yfir þessu með fríu heyrnatækin og sólböðin...ertu þá að tala um að þeir fá fríar sólarlandaferðir eða í ljósabekki eða brúnkusprey..?
Í þessu jafnræðissamfélagi þar sem fólk hefur mjög margt alls ekki peninga til að kaupa sér heyrnartæki sem kosta skildinginn hefur mér skilist, einhver hundruð þúsunda held ég. Og þeir fá fátæktarölmusu til slíkra kaupa, þó þeirra laun sé langt yfir féló viðmiðunum !!!
Vona að fjölmiðlafólk taki þetta og grúski í þessu og upplýsi betur svo tekið verði eftir !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 15:49
Þetta er víst ljósabekkir eða slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2012 kl. 16:03
Þetta er nú bara fyndið...;) kræstur að þeir skuli þurfa styrki ofan á launin til að skella sér í ljós sem sögð eru skaðleg að auki...kannski að þau fái líka styrk fyrir bjór og sígó......;P
En það er kannski þörf á heyrnatækjum á línuna svo að þau heyri á endanum hrópin frá fólkinu sem hafa öskrað á aðgerðir með húsnæðislánamálin og fleira...humm ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 17:38
þeir fá frí heyrnatæki og skeini.það væri ekki til of mælst að 90%af þessum þufalingum færu fyrir fult og alt af þingi, sem þar sitja nú.Vafningsundrið Bjarni Ben er að koma Flokknum til heljar svo það þarf engan að kvíða þvi að Tryggvi þór komist aftur á þing.Ég kaus Sjálfstæðisflokkin síðast og nú þarf ég að gá vel til veðurs fyrir næstu kosningar.
Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 20:03
Það er nokkuð sjaldgæft að fólk kvarti ekki yfir lágum launum. Jafnvel þeir sem að mati flestra hafa óþarflega há laun. Tryggvi er engin undantekning þar. En hann er tilbúinn til að þrauka áfram á þessum launum frekar en að fara á atvinnuleysisbætur. Því það er ekki eins og einhver heilvita manneskja mundi vilja ráða þetta skrípi í vinnu. Sem vekur þó þá spurningu hvort einhver af viti vilji taka við af honum fyrir þessi laun eða hvort launin séu það sem bjargar honum frá atvinnuleysi.
Það er óneitanlega þannig að hæfasta fólkið fæst ekki nema fyrir há laun. En há laun koma þó ekki í veg fyrir að óhæft fólk sækir í og jafnvel fær störf, samanber Tryggvi. Há laun tryggja ekki að starfsmenn séu hæfir en þau tryggja að hæfir starfsmenn sækja einnig um störfin.
Hvað þurfa Alþingismenn mikla hækkun til að klárara og duglegra fólk sæki í störfin?
sigkja (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.