8.9.2012 | 12:11
Beint úr skotti- jákvætt ;)
Það er óskandi að svona skottamarkaðir eða beint úr skotti, verði oftar og víðar um borgina, og já bara um landið allt.
Það er svo mikið af bílaplönum sem eru laus á kvöldin, svona að mestu allavega og oftast nær. Eins og t.d. við grunnskólana og kirkjurnar. Þessi bílastæði á almenningur og ætti að fá að nota þau án endurgjalds, sem oftast. Þetta er stórkostleg hugmynd hjá þeim sem startaði þessu ;))
Lítið mál fyrir bæjarfélög að hafa lista sem fólk skráir sig á og svo fer það bara eftir röðinni, hver kemst að á hverjum tíma, verði það svo að fleiri komist að á hverjum stað með bíla sína og vörur/ dót þar í , en pláss leyfir. Það þarf ekki að rukka alla um allt og endalaust, það þarf stundum að splæsa smá sem þó gleður mikið. Kostnaður við utanumhald á ekki að þurfa að sliga nokkrunr bæjarsjóð eða ruslatínsla sem fylgir.
Held ég hafi fyrst séð þetta auglýst með þessum hætti á Hamraborgardögum og þá kallað ,, Beint úr skotti " Frábært hvað góð hugmynd er oft fljót að smita frá sér. Ég elska svona einfaldar hugmyndir sem gleður fólk og léttir lífið og er ókeypis að auki ;)) Það er ekki á færi allra að dröslast með dót úr geymslunni og í Kolpaortið, plús að þar er rukkað fyrir að vera með smá bás. Og það er heldur ekki á allra færi að auglýsa á netinu með myndum og alles.
Fljótlegt, jákvætt, einfalt og skemmtilegt ;)) Bæði fyrir seljendur og kaupendur !
Skottmarkaður og zúmbahátíð við Valsheimilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.