8.9.2012 | 14:09
Til hvers
Að taka tölvuna af honum, þar sem hann kemst hvort sem er ekki á netið ? Eitthvað þarf fólk, bæði hann og aðrir, að hafa fyrir stafni. Óþarfi að taka tölvuna af honum, þó svo hann sé grimmur morðingi.
Tölvan tekin af Breivik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara algjörlega rangt hjá þér, í fyrsta lagi er hann ekki bara grimmur morðingi, hann er grimmur fjöldamorðingi. Þar er heilmikill munur á.
Fangar í gegnum aldirnar hafa ekki haft tölvu eða skemmtun þegar þeir sitja inni.
Hvernig dettur þér í hug að láta eftir honum svona afþreyingu?
Hann hefur aðgang að bókum til að lesa, það er yfirdrifið.
Þar að auki er hann að skrifa stór hættulegan áróður sem hann gæti mjög hæglega komið út úr fangelsinu og í dreifingu.
Teitur Haraldsson, 8.9.2012 kl. 14:34
Hann á að sitja þarna hverja einustu mínútu hvert einasta ár og hugleiða það sem hann gerði þar til hann finnur fyrir (og viðurkennir iðrun) þá fyrst ætti að hleypa honum í að lesa bækur.
Teitur Haraldsson, 8.9.2012 kl. 14:39
En að leyfa honum bara að hafa tölvuna , eins og ég er á Teitur, og setja honum verkefni um að hann skrifi um hvað hann gerði og læri að iðrast gjörða sinna með tímanum ? Láta hann endurtaka setningar aftur og aftur á borð við : ,, ég iðrast og sé að ég gerði rangt" ...? Why not..
Auðvitað voru fangar ekki með tölvur í gegnum aldirnar, þær voru ekki til...;)
Ég hef aðra skoðun en þú á því hvernig fangelsi eiga að vera og tel að það eigi ávallt að hugsa vel um alla fanga. Menn lagast ekki neitt á því að illa sé farið með þá. Það er alveg öruggt tel ég uppá.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 14:48
Myndir þú líka vilja hugsa vel um hann ef hann hefði drepið barnið þitt?
Ef hann hefði gert það og þér væri frjálst að láta hann hafa tölvu, myndirðu borga hana og láta hann hafa?
Ef þú hefur það gott í fangelsi þá finnst þér ekkert að því að fara þangað aftur. Ef þú hefur það skítt þá villtu ekki fara þangað aftur fyrir nokkra muni.
Teitur Haraldsson, 8.9.2012 kl. 15:01
Frelsissvipting er næg að mínu mati Teitur og ég ætla ekki að munnhöggvast við þig um þetta, né heldur að ræða á þeim nótum ef þetta hefði verið mitt barn, þó svo þú sért á annarri skoðun en ég. Það á ekki að mæta grimmd með grimmd. Það heitir hefnd í mínum huga og er ekki ok að yfirvöld stundi nnokkursstaðar. Fangelsi víða um heim eru hrein helvíti og það er ekki í lagi.
Enda er ég ekki að biðja um að foreldrar þeirra sem létust, rétti honum tölvu prívat og persónulega og greiði hana að auki.
Gott að hugsa, hvernig maður vill að hugsað sé um mann sjálfan, ef maður lenti í fangelsi, jafnvel saklaus að auki eins og milljón dæmi eru um um heim allan.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 15:53
Að öllum líkindum eru þeir í Noregi að vinna samkvæmt einhverjum verklagsreglum sem gilda í fangelsinu. Hví þarf að ræða þetta eitthvað frekar? Ég geri ráð fyrir að hann megi lesa bækur og skrifa á pappír.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 16:43
Mér finnst alveg að það sé búið að dekra nóg við Breivik þetta rúma ár síðan hann framdi ódæðin.
Hann hefur haft heila þrjá fangaklefa bara fyrir sig einan, einn til að sofa í, annan til að skrifa á tölvuna
og svo þann þriðja til að þjálfa sig. Ég er búin að vera að hugsa um þetta allan þennan tíma. Af hverju fékk hann
þrjá klefa? Höfum við nokkurn tíma heyrt um glæpamann sem bíður dóms og hefur haft það svona notalegt?
Og svo var hann í hverjum nýjum jakkafötum á eftir öðrum með á réttarhöldunum stóð, í hverri nýrri skyrtunni eftir
aðra og ný bíndi hvert á eftir öðru!! Ég skil þetta ekki. Er einhver sem skilur þetta?
Guðrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 17:23
Veit ekki alveg Guðrún en mig minnir að allt þetta pláss hafi komið til af því að þeir þurftu að halda honum frá öllum öðrum föngum ?
Tók svo sem ekki eftir því hvort hann var alltaf í nýjum og nýjum fötum, en um leið veit ég ekki hver verslaði á hann eða náði í heima hjá honum ? Kannski fékk hann að pakka niður með sér ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 17:41
Enn og aftur, þá sé ég engan skaða með því að leyfa honum að hafa tölvu án nettengingar H.T. Bjarnason og það væri áhugavert að vita hvort það sé standard með afplánunarfanga í Noregi að hafa engar tölvur, veit það ekki ?
Tel brýnt að fólk láti ávallt aðbúnað fanga sig varða. Ef ekki, þá er hættan sú að illa sé farið með þá, og það er aldrei í lagi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 17:44
Ég veit náttúrlega ekki frekar en þú trúlega, Hjördís, hvaða reglur eru um fanga í Noregi, þeir hafa trúlega aldrei áður haft fanga sem hefur drepið 77 manns, Till allrar hamingju hafa þeir ekki lent í því áður, nóg er nú samt.
Hvað varðar fatnað Breivíks veit ég ekki heldur reglur í Noregi, eða Norðurlöndum yfirleitt. Maður sér bara í myndum frá Bandaríkjunum o.fl. að þá eru fangar bara í sínum fangabúningum við réttarhöld, hvort sem það eru þessi appelsínugulu frá USA eða annað
Hvað tölvur varðar gæri hann bara fengið penna og blýant og pappír. Hann þarf ekkert endilega að hafa tölvu. Þetta er alla vega mín skoðun, auðvitað veit ég að ekki eru allir sammála mér, það verður aldrei svoleiðis.
Guðrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 20:12
R I T V É L...gott á hann. Nú verður hann að venjast afkastaminni vopnum en sjálfvirkum riffli. Að þessi maður skuli fá notið dagsbirtunnar er ofvaxið mínum skilningi. Svei þér Hjördís að hafa samúð með þessum vesaling. Hann skaut barnið þitt ekki einu sinni, heldur fjórum sinnum í höfuðið...Mundu það.
Jóhann H., 8.9.2012 kl. 20:48
Finnst þér unga kona í alvöru illa farið með fanga að fá ekki að hafa aðgang að tölvu?! Aðbúnaður fanga hvað!
Bækur, blað og blýantur finnst mér bara nokkuð gott - gæti orðið vægt raunveruleikatékk fyrir sjúkan huga þessa manns.
Held að honum gæti orðið meiri "skaði" af því vera í návígi við aðra fanga.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 21:26
Þetta er ekki maður, skil ekki hvernig þú getur manngert þetta ógeð Hjördís.
Ég get alls ekki skilið þetta hjá þér.
þú villt ekki ræða þetta á þeim nótum að þetta væri þitt barn, en það er ekkert mál fyrir þig að ræða þetta út frá dýrinu sem gerði þetta, þú hefur fulla samúð með honum.
Það er bara eitthvað að gildunum hjá þér, hugsaðu þetta út frá fórnarlömbunum ekki gerandanum.
(Mig grunar að ég vilji ekki vita hvað þú vildir gera við nauðgara og þá sem fremja barnaníð, kannski bara útbíta smokknum til þeirra?).
Teitur Haraldsson, 8.9.2012 kl. 22:58
Hér eru fáeinar athugasemdir sem eru ýmist bjánarlegar eða jafnvel heimskulegar og jaðra við að vera dónalegar, t.d. nr. 13. En á hinn bóginn þá á ég erfitt með að sjá að það sé eitthvert mannréttindaatriði að hafa tölvu, jafnvel þó hún sé ekki tengd netinu. Vitaskuld ber að virða réttindi fanga. En er tölva endilega liður í því?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 23:06
Mismundandi viðhorf. Þetta finnst mér vera dónalegt:
"Óþarfi að taka tölvuna af honum, þó svo hann sé grimmur morðingi."
Teitur Haraldsson, 8.9.2012 kl. 23:38
Þíð verðið að hafa í huga að þessi maður er ekki heill á geðsmunum og er titlaður við ný nasista og á þessi fjöldamorðingji engan rétt á að hafa sambönd í gegnum miðla hversu nafni sem þeir nefnast með sínar nasista skoðanir.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.9.2012 kl. 02:56
Það sem vakir fyrir yfirvöldunum að svipta þennan óhugnalega mann tölvu, tengist sennilega þeim ótta að síðar kunni hann að geta komið þessum óhugnaðar hugsunum frá sér hafi hann þá minnstu möguleika á að fá tengingu við internetið.
Tek undir að mannfýlan mætti hafa skriffæri og skrifblokk, kannski biblíuna líka. Hún hefur komið mörgum að gagni en vonandi gerir hún hann ekki að meiri öfgamanni.
Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2012 kl. 12:48
Greinilega gert til að torvelda honum að koma hugsun sinni á framfæri.
Sigurður Þórðarson, 9.9.2012 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.