10.9.2012 | 10:25
Passlegur launamunur
Hver ætli hann sé hjá konum og körlum ? Svona m.v. fyrirsögnina, má túlka það á þann veg að það sé í lagi að sé amk einhver launamunur, konum í óhag. 5 % ? 10% ? 15 % ? ... ?
En burtséð frá því að þá held ég að málið sé helst það að konur eru ekki nógu duglegar við að óska eftir hærri launum, bílum og fríðindum. Eins kannski það að þær séu nægjusamari og lausari við gærðgði en karlar, enda eru laun þeirra of oft fáránlega há.
Og hef oft tekið eftir því líka, að konur virðast ragari en karlar að nota flotta tilta, eins og t.d. forstjóri, þó þær séu það. Einnig þegar kemur að opinberum stöðum, þá séu karlar oftar en konur með forstjóratitla en konur stundum með frostöðumannatitil eða álíka. Hversvegna ætli það sé ?
Formaður VR segir launamun of mikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt biblíu þá ættu konur að vera með ~50% lægri laun en karlar...... biblían er jú hornsteinn íslands ha
DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 11:13
Mikið rétt hjá þér Hjördís. Ég heyrði eitt sinn sögu af konu sem ætlaði að sækja um starf. Hún var hálf nervus fyrir að fara í starfsviðtal og hvað hún ætti að segja. Maðurinn hennar fór að spyrja hana út úr, til að undirbúa hana. Eftir yfirheyrsluna sagði hann. Elskan mín þessir atvinnurekendur myndu ekki ráða svona manneskju þó hún væri eina manneskjan til að sækja um. Þú átt að koma inn með höfuðið hátt og krefjast hárra launa, betri aðstöðu og einkabíl. Nei sagði konan ég get það ekki.
Jú sagði maðurinn, ég þekki þig nógu vel til að þú getur þetta víst og þú er vel að þessu starfi komin.
Konan fór svo í viðtalið og kom heim eitt sólskinsbros. Hún hafði gert eins og maður hennar sagði henni og fékk vinnuna strax.
Er það ekki bara oft málið að konur eru ragari við að gera kröfur, og sýna að þær séu jafnar körlunum. Einnig er það hárrétt hjá þér að konur eru oft miklu umburðarlyndari við að taka að sér meira en starfslýsingin gerir ráð fyrir, og þá er svo auðvelt að koma á þær meiri og meiri vinnu.
Mér finnst aðd feministar ættu frekar að einbeita sér að þessu en að vera sífellt að æpa um óréttlæti hér og það og hamast á körlunum. Þarna er sennilega meinið að mestu leyti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.