10.9.2012 | 11:26
Bókað eggjakast !
Eins og verið sé að minna eggjakastara landsins á að láta nokkur dynja yfir Alþingishúsið með þessari frétt, svei mér þá !
Vonum það besta samt.
Skiptar skoðanir um fyrirkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeim finnst allt í lagi að beita lygum og svikum til þess að koma sér til valda en kvarta svo yfir því að almenningur mótmælir og sættir sig ekki við svoleiðis svika vinnubrögð...
Þau ættu að þakka fyrir ef það verða bara egg sem verða notuð og ættu að sjá sóma sinn í því að nota þetta tækifæri og biðja Þjóð sína afökunar á þessum vinnubrögðum sínum og segja af sér....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.9.2012 kl. 11:38
Forsetadrusla alþingis segist treystir á að eggjakast endurtaki sig ekki, enda hafi slík framganga ekki verið mótmælendum til framdráttar.
Ég fyrir mína parta treysti á að það verði meira eggjakast enn nokkru sinni áður.
Jafnframt segir druslan „Ýmsir lentu illa í því síðast og hétu því láta ekki bjóða sér þetta aftur..." Öll þjóðin lenti illa í því í síðustu kosningum að láta véla sig með lygum og fagurgala til að kjósa þetta pakk í þessa mannfjandsamlegu ríkisstjórn sem hefur ekkert gert af því sem það lofaði heldur hampað útrásarþjófum og skipulagðri bankaglæpastarfsemi.
Eggjaframleiðsla heils árs í landinu dugar ekki til að láta hyskið hafa það sem það verðskuldar.
corvus corax, 10.9.2012 kl. 11:55
Ef ekkert eggjakast verður þá er það ábendingu um að síðasti víkingur íslands er dauður.. þá er ég ekki að tala um útrásarvíkinga.. heldur hinn almenna víking sem var okkur í blóð borin.. en er nú farin úr æðum okkar, eftist situr aumingi með hor og slef sem kýs 4flokkinn
DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 12:08
Mér hryllir við hve þetta fólk er búið að girða sig af gagnvart kjósendum. Þau hafa öll steingleymt hver hefur þau í vinnu, hverjir borga launin þeirra. Láta ekki bjóða sér..... það var og. Eigum við að láta bjóða okkur að þau sitji þarna ár eftir ár á okkar kostnað til að hygla sinni eigin köku? Það er komin tími til að hreinsa út. En nei nú keppast kúlulánaþegar, misheppnaðir hagfræðingar sem setja allt á hausinn og allskonar rumpulýður við að lýsa yfir vilja sínum til að vera áfram. Ætlum við endalaust að láta bjóða okkur þetta?
Væri alveg til í að kasta fyrsta egginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 12:46
....þú átt heima á Ísafirði Ásthildur mín getur þú komið suður og kastað fyrsta egginu. ?
Hneyksli að forseti alþingis yfirlýsi að hún treystir á að eggjakastið endurtaki sig ekki? Hún er einfaldlega að segja að hún treysti því að þjóðin séu aumingjar sem láti traðka á sér og halda möglunarlaust áfram að borga í sköttum og gjöldum sjálftöku fjárglæpamanna Íslands sem eru risnir upp á ný.- Ragnheiður Ásta trúir því að við kjósendur séum svo miklir undirlægju aumingjar að það þurfi ekki nema sussa góðlátlega á okkur á vinsamlegum nótum til að við hlýðum. - hefur hún rétt fyrir sér? Það á eftir að koma í ljós.
Sólbjörg, 10.9.2012 kl. 13:00
Ég kasta því bara hér heima hjá mér. Gæti náð Ólínu ef ég kasta nógu snemma
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 13:16
Takk fyrir komment ykkar öllsömul ;)
En er mbl.is búið að breyta fyrirsögn fréttarinnar ???
Mig minnir að það hafi sagt eitthvað um eggjakast...ef svo, þá er það nú bara skondið
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.9.2012 kl. 13:47
Já það er búið að breyta fyrirsögninni. Blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina hefur líklega fengið tiltal "að ofan".
corvus corax, 10.9.2012 kl. 16:53
Takk fyrir þetta corvus corax, ég hef þá rámað rétt í þetta...það virðist öruggara að kópera fyrirsagnir og hafa með þegar maður bloggar..;)
Fyrirsögnin var grípandi eins og hún kom fyrst, kannski of grípandi, he, he ;))) Kannski að þeir hafi bara körfur með eggjum fyrir fólkið ready ! Þeir eru jú búnir að biðja um þau í raun...kanski til að fá samúð eða svo löggan geti fengið sitt kikk fyrir ation-og spennuþörf sinni og espt um leið fólk upp með nærveru sinni og gráir í járnum ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.9.2012 kl. 16:57
Kannski hefur blaðamaður mbl fengið tiltal úr herbúðum VG eða Samfylkingarinnar, finnst það líklegra en tiltalið komi frá æðstu stöðum Moggans.
Sólbjörg, 10.9.2012 kl. 18:06
Púkó að breyta fyrirsögn, hvaðan sem skipunin kemur, það a ekki að gerast í s.k. frjálsu landi og svo sagði hún þetta sjálf og er í Samfylkingunni...en við fáum sennilegast aldrei að vita af hverju fyrirsögninni var breytt í landi Þagnarinnar...sem ég elska samt endalaust mikið ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.9.2012 kl. 19:29
J'a Hjördís það geri ég líka, enda er landið okkar fagra alveg saklaust af gjörðum ráðamanna, og líður frekar fyrir þá en hitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 21:17
Ragnheiður Ásta er ekki í náðinni hjá eigin flokksforystu, hún veit það líka sjálf og segir það sem henni sýnist. Henni finnst kannski ekkert leiðinlegt að tala mikið um egg og eggjakast. Enn betra að aðrir kasti fyrir hana eggjum í frú forsætisráðherfu, Árna Þór og Össur. Hef ekkert fyrir mér í þessu, segi bara svona.
Sólbjörg, 10.9.2012 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.