11.9.2012 | 18:14
LSH ehf
Ef hann væri ehf og ráðherra væri eigandi hans, þá þyrfti hann hvorki að spyrja kóng né prest ef hann vildi hækka laun eins starfsmanns umfram aðra. Væri samt rotið og skýtt gagnvart öðru duglegu fólki og myndi skemma besta vinnumóral sem til væri. Það er alveg víst.
En nú er LSH í ríkiseigu , sem þýðir að við eigum hann öll sem búum á Íslandi. Ráðherra á sinn hlut deilt með 320.000 til jafns á við okkur öll. Þessvegna getur ráðherra m.a. alls ekki leyft sér að hækka laun eins starfsmanns um litlar 5,4 milljónir á ári !!!!
Þessa launahækkun þarf að draga tilbaka, svo einfalt er það. Varla hefur þetta verið hoggið í stein hvort sem er eða að þetta sé í gildi næstu 100 árin eða svo eða að það þurfi dómsmál og læti til að draga þetta til baka. Réttast væri ef forstjórinn hugsaði um móralinn á vinnustaðnum og um fjárhagslega heilsu þjóðarinnar sem er báborin og sæji það sem allir aðrir sjá og vita, að þjóðarbúið. Allir góðir læknar vita hvað fjárhagur hefur gríðarleg áhrif á heilsufar fólks. Og ég vil ekki trúa því að hann telji að meira sé á þjóðina lagt, amk alla þá sem ekki voru að fá 5,4 milljónir í launahækkun !!! Þessi launhækkun þýðir einflaldlega niðurskurð eða uppsagnir, sem aðrir líða þá fyrir.
Við ÖLL eigum einfaldlega ekki peninga til að veita öllum öðrum rúmlega 4000 starfsmönnun LSH sömu launahækkun og þá sem forstjórinn fékk. Og afþakkaði þessa launahækkun án nokkurs kostnaðar fyrir okkur öll !!! Byrja svo bara að versla í Bónus og nota strætó ef blankheit eru það mikið vandamál, eins og starfsfólkið upp til hópa þarf eflaust að gera hvort sem er og gæti þá gefið góð ráð um góð verð á mat og fleiri nauðsynjum ;))) Menn sem vinna hjá ríkinu, þurfa að átta sig á að þeir eru ekki á einkamarkaði þar sem allt flýtur oft og tíðum af peningum sem oft eru fengnir að láni og svo afskrifað. Ríkið ( við ÖLL) er með alvöru peninga sem kosta þjóðina blóð, svita og tár !!!
Forstjórinn er án efa frábær starfskraftur. Það sama á við um skúringarfólkið, aðra lækna, tölvufólkið, kokkana, hjúkkurnar..... Ráðherra hefur að mínu mati staðið sig mjög vel og er með afbrigðum góður í samskiptum þykir mér og mættu mjög margir á Alþingi ( og já víðar ) taka hann sér til fyrirmyndar. En með þessa launhækkun, skamm , skamm !!! LSH er ekki ehf, svo þú getur ekki leyft þér þetta og haldið að allir séu eins happý með það og forstjórinn. Í alvörunni ;)
Þungur tónn í hjúkrunarfræðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.