11.9.2012 | 18:34
Þingmannahjálmar
Er það sem þarf að vera staðalbúnaður hjá Alþingismönnum allra flokka, amk þar til virðingingin er komin uppí 80-90% úr þeim slöppu 10% sem nú er og hefur verið, þverpólitískt.
Þeir þurfa bara að splæsa í öryggisbúnað við störf sín , eða vinna ötullega í að auka virðingu gagnvart sér. Nú eða nota reiðhjóla-og mótorhjólahjálma þeir sem þegar eiga slíka. Svo einfalt er það.
Að sleppa þessari gömlu hefð er ekki til þess fallið að auka virðinguna þykir mér amk. Þetta er eins og gefa hefðum okkar og menningu puttann !!!
Gengu ekki yfir í Dómkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi hefð er löngu úrelt. Verðum að sýna fjölmenningunni meiri virðingu.
Siggeir (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 18:44
Að þingmenn sjái sig tilneydd að fara milli húsa með hjálma og skildi og hafa vígirtar varnargirðingar ásamt lögregluvernd, staðfestir að það er hyldýpisgjá á milli þings og þjóðar. Sú gjá er svartnætti svika, skortur og nauð.
Það að þingið óttast svo mjög þjóðina er fullgild vantraustsyfirlýsing.
Sólbjörg, 11.9.2012 kl. 19:02
Ég held að þingmannamessan hafi lítið sem ekkert að gera með virðingu fólks til þingsins. Það á að halda kirkjunni aðskildu frá ríkisvaldinu og ríkisvaldinu frá kirkjunni.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 19:07
Þetta trúarrugl á þingmönnum er algert hneyksli... svo er verið að blása þruglið í prestum yfir hátalarakerfi á austurvelli.. Við erum eins og fávitar, vonandi sýnir einhver erlend stöð frá þessu rugli og kirkjugauli .. svo menn fari nú að hætta þessari villimennsku
DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 19:10
Takk öll sömul fyrir komment ykkar og eins og góðri umræðu sæmir, sýnist sitt hverjum ;))
Að auki þykir mér að þeir þingmenn sem ekki þora né vilja taka þátt í þeirri hefði sem viðgengist hefur hér síðan á steinöld, ok næstum þvi svo lengi...að þá er í raun verið að lýsa frati á lögregluna ; að henni sé ekki treystandi til að gæta öryggis þeirra, eins og hún á að passa okkur öll á almannafæri. Og það eru ekki góð skilaboð; algjört diss.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.9.2012 kl. 19:41
Fullyrt er að fáir beri virðingu fyrir þingheimi, einnig að gjá sé á milli þings og þjóðar. Kannski, skoðanakannanir eiga að hafa sýnt þetta. En skoðanakannanir hjá sömu hópum kjósenda benda til þess að 4-Flokkurinn verði áfram lang stærstur, jafnvel að nýju flokkarnir komi engum þingmanni að.
En hvað er hér í gangi? Sjáið ekki mótsögnina? Annað hvort eru þessar skoðanakannanir tómt bull, eða að kjósendur séu sjálfum sér ósamkvæmir, eða fífl. Nema að hvort tveggja sé.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 19:44
Alveg rétt sem þú bendir á Haukur, þetta með mótsögnina...veit ekki frekar en þú why þetta er svona...legg hausinn í bleyti, áhugaverð ábending hjá þér og þarft að pæla meira í því sem þú nefnir ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.9.2012 kl. 19:59
Hvað ætli margir þingmenn séu á þingi í eiginþáu? Og á þingi bara til að veraþar? þeir eru margir og huga bara til eftirlauna.Er hægt að bera virðingu fyrir þingmönnum þeim sem sitja á þingi í dag??
Vilhjálmur Stefánsson, 11.9.2012 kl. 21:48
Auðvitað virkar þetta sem mótsögn að skoðannakannanir sem sýni gott fylgi fjórflokkanna, en kjósendur eru hvorki í mótsögn við sjálfa sig eða fífl. Skýringin er að engin af nýjum framboðunum eru trúverðug eða hæf til að stjórna að matikjósenda. Það er ekki flóknara því er illskásti kosturinn valinn, einhver af gömlu fjórflokkunum.
Sólbjörg, 11.9.2012 kl. 22:49
Það er gríðarlega erfitt Vilhjálmur og hver uppákoman af annarri, gerir það erfiðara. T.d. þetta diss fjölda þingmanna að mæta ekki í kirkjuna, og svo eineltið í Róbert Marshall í gær á netinu ( dv.is) að fagna því að sitja ekki lengur við hlið VH !! Barnalegt að auki með eindæmum. Og skondið, því hann vildi ekki í kirkjuna en þakkaði Guði fyrir að hafa fengið annað sæti !!!
Án efa eru margir sem eru þarna af áhuga og hugsjón. En svo eru aðrir þar án efa vegna þess að þeir fá ekki aðra vinnu. Þorgerður Katrín væri t.d. sennilegast farin ef hún hefði fengið vinnuna í Hörpunni og svo nú hefur hún sagt að hún vilji sæti sitt áfram...svo þá er spurning hvar áhuginn er ??? Og hvort hún muni halda áfram að finna eitthvað betra. Gaman væri að vita hversu margir eru endalaust að leita að annarri vinnu ???? Annað dæmi er Tryggvi Þór sem vill sitja áfram, þrátt fyrir yfirlíst lúsalaun sem nægja engan veginn fyrir hans lífsstandard. Erfitt að sjá að hann segði þetta, ef mörg skárr launuð störf lægu á lausu fyrir hann.
En um leið vil ég segja að störf þeirra allra eru án efa engan veginn öfundsverð og þau vinna eflaust flest ef ekki öll, mjög langan vinnudag og eiga án efa mjög sjaldan frí. Þetta er engin 9 til 5 vinna og endalaust verið að skammast í þeim... ;) En þau sjálf leggja línuna með það með framkomu sinni hvort við annað; gefa grænt ljós svo...?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 08:09
Gætu þá ekki fleiri svarað í könnunum að þau muni skila auðu eða ekki kjósa Sólbjörg ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 08:11
Maður er nú svo djúpt sokkinn að maður er farinn að sakna sjallanna og frammaranna í ríkisstjórn, vinstrimaðurinn sjálfur!
corvus corax, 12.9.2012 kl. 08:37
Oh my oh my corvus corax...hvað er til ráða við Stokkhólmssyndromi á háu stigi... ????;))
Annars væri í lagi að kjósa þá blessaða...ef þeir hefðu vit á að skipta ÖLLUM út, en það hafa þeir ekki því miður.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 08:45
Að skila auðu er að gefa atkvæði sitt til þeirra sem ná mesta fylginu - að sitja heima hefur sömu afleiðingu.
Held að það breyti engu að skifta öllum út fyrir nýtt fólk en margir mega missa sig. Það þarf gott fólk með vit jafnframt rænu til að muna að þau eru í þjónustu þjóðarinnar en ekki til að hygla eigin hag.
Sólbjörg, 12.9.2012 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.