16.9.2012 | 16:46
Draga þetta tilbaka !
Er það sem þarf að gera. Það hjálpar ekki neitt að ráherra segi af sér ef 5,4 milljónir munu áfram renna inná reikning Björns Zoega !!! Og best væri ef hann sjálfur afþakkaði þetta, hann á að sjá það sjálfur, enda án efa mjög vel gefinn, að þetta er ekki í lagi og að þjóðarbúið hefur ekki peninga til að hækka laun allra í landinu til jafns á við hann. Það eru fleiri en BZ sem hafa lagt á sig til að bjarga landinu frá því sem mannana verk og aðgerðaleysi rústuðu hér !!!! Það eru fleiri en BZ sem eiga skilið sömu hækkun í krónutölu og hafa fulla þörf fyrir þeim aukapening sem hans hækkun skilar honum !
Að draga þetta fyrir dóm með auknum kostnaði og án þess að þessi hækkun verði dregin tilbaka, eða / og þeir félagar viðurkenni í sameiningu að þetta hafi verið mistök og biðjist afsökunar, er bara heimsk tíma-og peningasóun. Þetta þarf að laga NÚNA strax, svo ekki verði hér allt í logandi verkföllum og auknum landflótta !!!!
Sakar Guðbjart um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega hjálpar það ef ráherra eða aðrir stjórnmálamenn séu látnir axla ábyrgð á sínum gjörningum.
Með því setjum við þeim mörk og siðferðisstaðla .
Nokkuð sem gargað var eftir í búsáhaldabyltingunni.....
hilmar jónsson, 16.9.2012 kl. 17:10
Sammála Hilmari, það er fordæmið sem þarf að gefa. Og auðvitað á ráðherra að draga þessa hækkun til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 17:44
Það hlýtur að vera einhver meira en lítil ástæða á bakvið þessa ákvörðun ráðherrans.
Eitthvað sem við almennir kjósendur fáum ekki að vita um.
Það er erfitt að ímynda sér að þessi gerningur hafi verið einhver hugmynd sem hann hafi vaknað með í kollinum einhvern morguninn að væri sniðugt að gera.
Varla hefur hann verið að skara eld að sinni eigin köku með þessu svona á nýbyrjuðum kosningavetri .
Það hlýtur einhverja aðra nauðsyn hafa borið til .
Og ekki víst að sé eins auðvelt og ætla mætti að draga þetta til baka
Smári (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 18:17
Sammála ykkur Hilmar og Ásthildur þegar ég hugsa þetta betur.
En áður en hann segir af sér, þarf hann að draga þessa hækkun tilbaka, svo það verði þá gert. Hafi hann völd til að hegða sér eins og í eigin ehf, þá hlítur hann einnig að geta notað sama töfrasprotann til að bakka með þessa ósvífnu hækkun.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:31
Nákvæmlega Hjördís það er aðal málið að afturkalla þessa gjörð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 18:33
Þetta var réttlætt með því að í ljós kom að forstjórinn virðist vera í hlutastarfi sem forstjóri, sem er það jobb sem hann var ráðinn til og í 100% fullt starf, að hann þyrfti að fá greitt aukalega á sama vinnutíma, fyrir að sinna og viðhalda þekkingu sinni sem lænir.
Svo er hann lika að kenna í háskólanum.
Það er án efa fullt af fólki í vinnu á LSH sem væri til í aðskjótast á launum á sínum vinnutíma og í að vinna önnur störf og fá auklega laun fyrir það. Margir fleiri en han sem hefur fleiri hæfileika en þá sem það fær greitt fyrir, og myndi fegið vilja geta viðhaldið þeirri þekkingu á vinnutíma og launum frá LSH á meðan.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:34
Þetta er ekki afsökun, þetta er aumlegt yfirklór og ekkert annað. Og það sjá allir í gegnum þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 18:37
Úps, gleymdi að nefna að innleggið mitt 18:34 var komment í innlegg frá Smári og takk fyrir það ;)
Auðvitað verður allt gert til að gera þetta ómögulegt að taka tilbaka. Og án efa verður það erfitt og ekki útilokað að samningur afi verið gerður 10 ár fram í tímann með starfslokafríðindum svo það þurfi þá að greiða tugir milljóna, ef þarf að segja honum upp, svo hægt sé að lækka launin. En ég vona að BZ sýni sóma sinn í því að afþakka þetta sjálfur, án nokkurra eftirmála eða kostnaðar fyrir ríkið; okkur. Hann ætti að vita , eins og allir sem hér búa og margir fleiri að auki, að hér varð hrun árið 2008 og er ástæða þess að það hefur þurft að skera niður á LSH ! Hvernig honum datt í hug að fara fram á þetta, er ómögulegt að skilja og frekja í honum. Að stilla ráðherra upp við vegg með hótanir um að fara þá bara...ómaklegt og frekt og gráðugt !!!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:39
Þú meinar Ásthildur ...að þetta hafi bara verið eftiráskýring að greiða honum aukalega á sama vinnutíma, fyrir að sinna læknastörfum ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:48
Fyrir hvað á Björn að biðjast afsökunar?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 18:59
Að mínu mati hefði þessi gerningur aldrei átt að vera gerður.
En það er spurning hvort að Guðbjartur er þarna að haga sér eins og toppur í eigin EHF eins og þú orðar það Hjördís og eins og það gæti vissulega litið út utan frá séð.
Eða hvort að það er þarna annar sem ræður.
Það meikar einfaldlega ekki sens að fremja svona pólitískt sjálfsmorð upp úr þurr og varla nokkur sem mundi gera það ótilneyddur.
Eg er viss um að enginn yrði fegnari en hann sjálfur að strika yfir þetta ef það væri hann sem réði
Smári (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 19:13
Að hafa farið fram á launahækkun H.T.Bjarnason og að hafa stillt ráðherra upp við vegg með því að hætta annars.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 19:17
Hver heldur þú að ráði þá Smári, ef það er ekki ráðherra ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 19:18
Já einmitt hann byrjaði á að segja að hann hefði hækkað launin svo hann færi ekki til Svíþjóðar, en breytti svo í lauf, þegar allt fór í bál og brand.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 19:36
Eg er nú ekki tilbúinn að nefna nein nöfn hér en þetta er minn vinkill á málið.
Smári (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 19:43
Pumpa þig aðeins meira Smári...ertu þá að tala um einhvern annan ráðherra ?
Eða er þetta einhver sem ræður og er ekki einu sinni á þingi ? Maður eða kona ?
Svo maður geti reynt að giska, því ég er amk alveg blanó hvern þú gætir verið að tala um ??
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 20:04
Já auðvitað Ásthildur...afleiðingarnar af þessu ehf flippi ráðherra verða okkur mjög dýrkeypt ef ekki verður spólað tilbaka með bullið strax.
En ætli það sé þá satt að Svíar voru með betur launað starf handa honum, 100 % fast í hendi.. ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 20:06
Björn var þegar ráðinn erlendis þegar tilboð ráðherra kom til sögunnar. Ef þú vilt bera þig eftir staðreyndum málsins, kíktu á þetta: http://www.visir.is/akvarda-ekki-eigin-laun/article/2012709089933
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:35
Takk fyrir þetta H.T.Bjarnason. Þá hefði hann bara átt að vinna uppsagnarfrestinn á LSH og fara svo, í stað þess að þiggja launhækkun uppá 5,4 milljónir frá þjóðarbúi sem er að blæða út og það veit hann sjálfur mjög vel, enda fundið fyrir því í starfi við að biðja starfsmenn um að spara og hlaupa hraðar á lágum launum án sambærilegra hækkana.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 20:39
Lilja bendir á lögbrot sjálfs drauma-framtíðar-prins Jóhönnu, sem allir vita að vill fá Guðbjart sem arftaka sinn. ESB fylkingin er í svakalegum bobba.
Ég er hjartanlega sammála þessum beinskeyttu orðum Lilju á facebook:
Lilja Mósesdóttir
Guðbjartur braut lög um Kjararáð þegar hann hækkaði laun forstjóra Landspítalans um 450 þúsund krónur á mánuði.
Skv. lögunum á Kjararáð að ákveða laun forstöðumanna ríkisstofnana en ekki ráðherra. Mikil ólga er meðal háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og kröfur um mörg þúsund króna launahækkanir heyrast nú úr öllum áttum innan opinbera geirans.
Launahækkanir sem ekkert svigrúm er fyrir auka halla ríkissjóðs og hækka þarf álögur sem fara út í verðlagið. Verðbólguskotið mun magna upp skuldavanda heimilanna.
Ákvörðun Guðbjarts er brot á lögum sem ógnar fjármálum hins opinbera og heimilanna. Guðbjartur er auk þess ráðherra flokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands en ákvörðun hans rauf samkomulag sem gilt hefur eftir hrun um að allar stéttir haldi aftur af launakröfum sínum og að byrðar hrunsins leggist þyngst á hópinn sem hefur hvað breiðust bökin.
Guðbjartur á að sjá sóma sinn í að segja af sér sem ráðherra.
Einbeittur brotavilji Hrun-Fylkingar Jóhönnu og Össurar er nú orðinn þvílíkur,
að þau brjóta lögin markvisst til að valda hér verðbólgu skoti
og munu svo jarma um júróið, sem vel brýnda nauðsyn slátraranna.
Þau gera markvissa aðför að hag almennings þessa lands.
Þau hækka einnig verð á öllu, með aukinni skattheimtu á neysluvörur.
Þau stefna markvisst að því með öllum ráðum að valda hér óðaverðbólgu.
Tilgangur þeirra helgar þeirra viðurstyggilegu meðöl.
Þau eru orðin tyrannísk ógn við fullveldi lands okkar og þjóðar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:42
Þetta sem þú spyrð um Hördís það tengist Svíþjóðen meira segi eg ekki að svo stöddu.og best er auðvitað alltaf að vera saklaus eins og lamb og vita ekkert
Smári (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:46
Svona er að vera skáti. Ávalt reiðubúinn,þessu gleimir Guffi ekki...
Vilhjálmur Stefánsson, 16.9.2012 kl. 20:50
Hefði verið fínt ef Lilja hefði bætt við að það yrði að draga þetta tilbaka Pétur Örn.
Og já, takk fyrir innlitið ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 21:21
Oh hvað ég er forvitin Smári, úff ! Tengist Svíþjóð...þá fyrrverandi forstjóra LSH ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 21:22
Skil ekki innlegg þitt Vilhjálmur ... ?
Guffi..er það Guðbjartur og ef svo, hverju gleymir hann þá ekki ? ;))) Úff hvað það er oft svaka erfitt að vera ljóska..;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 21:23
Hjördís þú ert gullfalleg ljóska eftir myndinni að dæma :)
Smári (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 21:34
Oh takk fyrir það Smári
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 21:49
Sæl Hjördís,
ég túlka orð Lilju þannig að hún vilji fara að lögum
og þar með vitaskuld að draga ólöglega hækkunina til baka.
En Guðbjarti ber jafnfamt að víkja, sem lögbrjót.
Björn Zoega verður hins vegar að eiga það við samvisku sína hvað hann vill gera, eftir að ólögleg hækkun launa hans yrði dregin til baka.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 21:54
Takk fyrir þetta Pétur og vonum þá að hækkunin sé ólögleg, því þá mun þetta ekki draga neinn kostnaðardilk fyrir ríkissjóð / okkur á eftir sér.
BZ er læknir og á að vita að ástandið í þjóðfélaginu fer illa með heilsufar margra, stöðugar fjárhagsáhyggjur mjög þar á meðal, hjá þeim sem hafa ekki einu sinni hans hækkun í mánaðartekjur . Og að þessi launahækkun mun gera ástandið enn verra ! Launaskrif yfir línuna þýðir enn meiri niðurksurð á LSH. Vona að hann afþakki þetta rugl ehf sóló flipp !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 22:06
Guðbjartur er fyrrum Skátaforingi..
Vilhjálmur Stefánsson, 16.9.2012 kl. 23:12
Vissi það ekki, takk Vilhjálmur..en hverju gleymir hann þá ekki...?
Svo er annað sem þarf að gerast á LSH...starfsfólkið ALLT SAMAN þarf að HÆTTA að hlaupa um allt og vinna í akkorði !!! Geta byrjað að hlaupa á ný þegar búið er að draga þetta sóló ehf bull tilbaka. Það er enginn sem getur skipað fólki að hlaupa og vinna í akkorði..ég er þó aðsjálfsögðu ekki að meina ef líf liggur við, en það er nú sennielgst minnsti hluti spretthlaupa innan LSH. Þau munu ekki fá sömu hlutfallshækkun, það er ekki til peningur í það. Ef það verður gert, þá þýðir það einfaldlega verri kjör við aðra.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 23:22
Ég ættla að byrja á því neikvæða Hjördís mín, vona að þú fyrirgefi það, en mér finst nauðsynlegt að þetta komi fram.
Þú sennilega veist ekki mikið um það sem gerist hjá starfsfólki á sjúkrahúsum og af hverju þetta fólk leggur svona mikið á sig til aðhlynna sjúklingunum. Ég hef aldrei verið á sjúkrahúsi þar sem er of mikið af starfsfólki, og hef ég verið á mörgum sjálfur og þá aðallega erlendis?
Afglöpin hér eru hjá Guðbjarti ráðherra, vegna þess að hann er í raun og veru ekki hæfur í það starf sem hann er í. Hann hafði ekki hugmynd um hvað svona hækkun á launum BZ mundi draga á eftir sér, af því að hann er ekki hæfur í starfi.
BZ sagði upp og var að flytjast til annars lands, sennilega Svíþjóð vegna þess að Guðbjartur sagði í útskýringu um launa hækkunina að þetta væri sambærilegt og laun í Svíþjóð.
Hér er ekki hægt að ásaka BZ því það er nú svo Hjördís mín að við öll viljum fá eins há laun og við getum fengið, þú og ég sennilega líka. BZ var búinn að fá starf og hærri laun í Svíþjóð, þess vegna sagði hann upp og var að flytja erlendis.
Til að fá BZ að afturkalla uppsögnina og kanski að taka einhverja launalækkun miðað við það sem BZ fengi í Svíþjóð þá var BZ boðið þessi laun, og hann samþykkti það. Sennilega hélt BZ að ráðherran vissi hvað hann væri að gera?
Það sem þarf að gerast úr því sem komið er; þá þarf ráðherra að viðurkenna afglöp í starfi vegna þess að hann hafði ekki heimild til að gera það sem hann gerði, afturkalla launin, samþykkja uppsögn BZ og segja af sér ráðherra og þingmannsstarfi.
Ef þetta er gert svona þá held ég að BZ hafi engan grundvöll að fara í mál við ríkið, en ég er nú enginn lögfæðingur en þetta er bara common sense hugsun sem ég er með.
BZ hættir eftir uppsagnar fresturinn rennur út og fær greitt fyrir kostnað sé hann einhver vegna þess að hann hætti við að fara í starfið sem beið hans í Svíþjóð. Case closed.
Nú er bara bíða og sjá hvað Guðbjartur gerir, hvort hann er maður sem getur viðurkennt afglöp í starfi og hvort hann er maður til að taka afleiðingunum, afsögn sem ráðherra og þingmaður?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 03:43
Takk fyrir þetta Jóhann og ég fæ ekki séð að það geti verið einhver kostnaður við það að hafa ákveðið að vera áfram í starfi á LSH.
Svo er annað sem ég vona að um verði fjallað...ráðningasmning við BZ og starfslýsingu þar á meðal. Held að það geti ekki allir starfsmenn ákveðið að auka við vinnu sína uppá eigið einsdæmi eins og ég skil fréttir um fleiri tíma hjá BZ við að sinna læknastörfum. HAfi hann verið ráðinn í 100% sem forstjóri og á dgvinnutíma, á hann að sjálfsögðu að sinna þeim starfsskyldum...annars hlítur að vera að hann hafi brotið ráðningarsamning, hafi han verið gerður og með starfslýsingu og vinnutíma. Og um leið, í hversu langan tíma han var ráðinn og með hvaða uppsagnarfrest.
BZ er án efa mjög greindur maður og á að vita það mjög vel að það eru ekki til nægir peningar í landinu til að hækka laun hans um litlar 5,4 milljónir á ári !!!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 09:29
Hjördís mín það vitum við, ég og þú ekkert um.
Ef að maðurinn var að flytja erlendis þá hefur hann kanski farið að undirbúa slíkan fluttning og við gerum ekkert nema það kosti peninga.
Ekki það að ég viti það, þá held ég að það sé engin bankaleind með samninga ríkistarfsmanna. Ef þú hefur áhuga á þessum upplýsingum þá getur þú farið í heibrigðisráðuneitið og að ég held fengið þessar upplýsingar. Ekki að bíða eftir að einhverjir aðrir komi með einhverja hálfsannar glósur úr starfsamningi BZ hér á blogginu.
Ég held að hvort BZ er greindur eða ekki, hafi ekkert með þetta mál að gera, hann gerir bara eins og ég og þú reinir að fá eins há laun á sínum strafsferli og hann mögulega getur bara eins og ég og þú. Ég býst við að það verði í Svíþjóð og þanngað fer hann sennilega.
BZ er ekki gerandi í þessu máli Guðbjartur ráðherra er gerandinn.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 22:49
Hann á að átta sig á því að hann þiggur laun frá almenningi, ríkinu , okkur og að kassinn er tómur !! kæri Jóhann i Las Vegas ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 23:13
Mikið rétt Hjördís allt annað er bara græðgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 23:33
Rétt orð sem þú notar Ásthildur mín; græðgi og annað ekki í opinberu starfi að auki. Sem þýðir einfaldlega að til þess að borga honum 5,4 milljónir meira á mánuði, þýðir minna fyrir aðra. Ekki flókara en það. Menn sem vinna hjá ríkinu þurfa að átta sig á þeir eru á launum ALMENNINGS ! Og ekki á einkamarkaði ( sem er þó orðið spurning ísjálfu sér, þar sem allt er afskrifað og lendir á okkur...en það er önnur saga..)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 23:51
Já miklir jafnaðarkonur eru þið Hjördís og Ásthildur.
En auðvitað átti Guðbjartur ráðherra ekki að bjóða upp á þessa rosa kauphækkun ef að kassinn er tómur. Er það ekki rétt hjá mér?
Ráðherra átti að þakka BZ góðs gengis þegar hann fékk uppsagnarbréf BZ og fara í leit að öðrum forstöðumanni sjúkrahúsa fyrir minna kaup og kanski yrði sá starfaskraftur jafnvel mikið betri en BZ, eða kanski jafngóðður eða verri, hver veit.
Við búum við þetta líka hér í Bandaríkjunum, það er ekkert í kassanum en samt er eytt og kauphækkanir gefnar. Og hver borgar, almenningur.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 00:16
Er ekki um að gera að andmæla svona rugli Jóhann, hvort sem það eru konur eða menn ?
BZ var með 5 ára ráðningarsamning var mér sagt frá á blogginu mínu. Átti hann þá ekki að standa við þann tíma ?
Þó þetta sé svona líka í USA og víðar án efa, þá gerir það þetta ekki réttara hér. Þetta rugl þarf að stöðva.
Ertu sammála þessari hækkun BZ ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 00:30
Nei hækkun BZ átti aldrei að koma til greina Hjördís, það erum við bæði sammála um. En Guðbjartur er sá sem kemur með þessa kauphækkun.
En þegar ráðherra er ekki hæfur í starfi og skilur ekki að kassinn er tómur og afleiðingar slíkrar kauphækkunar, er ekki hægt að búast við öðru en svona vitleysislegum ákvörðunum.
Auðvitað átti ráðhera ekki að bjóða kauphækkun og sér í lagi af því að hann hafði ekki leyfi til þess samkvæmt Lilju Móses. Þess vegna á Guðbjartur ráðherra að segja af sér ráðherrastöðu og þingmensku.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 00:54
BZ gat þá haft vitið fyrir honum, enda má honu vera mjög vel ljóst , eins og öllum öðrum, að hér varð hrun og afleiðingin er niðurksurður ofl sem er erfitt allri þjóðinni. Að auki hefði han getað kíkt í 5 ára ráðningarsamning sinn, hvort eitthvað hafi verið þar sem lofaði þessari hækkun uppá 25 til 30%.
Þeir eru báðir ábyrgir fyrir þessu rugli..ráðherra fyrir að taka upp veskið okkar og BZ að taka við úr hendi okkar allra , sem þýðir að aðrir fá minna, því 5,4 milljónir eru ekki teknar upp frá götunni. Þeir eru báðir vel gefnir og vita hvað er um að vera í samfélaginu. Svo langar mig að vita og vona að fjölmiðlafólk grafist í málið, hvort þetta var alvöru atvinnutilboð í hendi í Svíþjóð eða ekki. Og ef svo, af hverju þurfti BZ ekki að standa við undirritaðan ráðningarsamning til 5 ára ?
Hann á að segja af sér sem ráðherra amk, því það má segja að þar sé hann ,,ráðinn" en hann er hinsvegar kosinn á þing, svo kemur íjós hvort hann nái endurkjöri eða ekki sem er kjósenda að ákveða. Mér þykir virkilegur missir af Guðbjarti, en þetta er það sem þarf að gerast því miður, en áður þarf að draga þetta tilbaka. Við getum ekki bætt við þjóðarbúið sömu hækkun á alla á LSH og þjóðina alla í kjölfarið. Allir hafa þurft að leggja á sig og færa fórnir vegna örfárra sem rústuð hér landinu með aðgerðum sínum og þjófnaði, sem og aðgerðarleysi. Allir stykkfrí.
Svona er afleiðingar fjárglæpa sem eru þó brot sem virðast tekin léttvæg. Verið að skera niður hjá Sérstökum Saksóknara um helling ( rúman hálfan milljarð að mig minnir) en á sama tíma er verið að dæma menn fyrir smáþjófnaði...kræstur hvað þetta er óskiljanlegt og ergilegt...arg ! ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 01:11
Ekki veit ég hvenær BZ skrifaði undir þennan 5 ára smning, og þess vegna veit ekki hvað var mikið eftir af þessum 5 ára samning.
En það er nú oft gert að þurfa ekki að vera út allan samningstíman, auðvitað með samþykki beggja smningsaðila. Ef Guðbjartur ráðherra vildi ekki að BZ færi að svo stöddu, þá var það auðvelt og kallað uppsögnin er ekki tekin til greina.
Við bæði ég og þú vitum ekkert hvort það hafi verið eitthvað í samningnum sem leyfði BZ og ríkinu ef ríkið óskaði þess að losna undan samning.
Þess vegna hlýtur BZ að vera standa við 5 ára undirritaðan ráðningasamninginn, þegar hann sendi inn uppsagnar bréfið, annað væri lögleysa.
Guðbjartur ráðherra er sá sem brýtur lög og á þess vegan ekki bara að segja af sér sem ráðherra, heldur á hann að segja af sér þingmensku, vegna þess að ekki vilja íslendingar fylla Alþingi með lögbrjótum?
Það er nú þegar vitað um tvö sem brutu landslög og eru á þingi og vitið menn eru ráðherrar líka. Til hvers að hafa lög ef að þeir sem gera þessi lög fara ekki eftir þeim.
Kanski ætti að setja þetta í nýju stjórnarskrána sem Jóhanna vill koma á; ef þingmaður eða ráðherra er fundinn sek(ur) um að brjóta landslög, skal þingmaður eða/og ráðherra segja af sér tafarlaust ráðherrastöðu og þingmensku og skulu öll eftirlaun og önnur hlunindi vera svipt af þeim sem áunnist hafa við störf sem ráðherra og þingmaður.
Bara mínar vangaveltur Hjördís.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 02:08
Alveg sammála Jóhann, að það þarf að festa í lög amk að ráðherra segi af sér ef brýtur lög og sviptur eftirlaunum, það er mjög góð tillaga hjá þér, þó svo ég sé ekki viss um að það náist í stjórnarskrá sem væri þó enn betra. Í tilfelli ráðherra í þessu máli, þá hefur það ekki farið fyrir dóm og ég vona að það verði ekki. En það þarf að setja lög sem BANNA ráðherrum að spila sóló ehf leiki ! Það er nokkuð ljóst.
Það þarf að draga þetta tilbaka.
Guðrbjartur þarf að víkja, það er kristlatært
BZ þarf eflaust að halda áfram að pakka og skella sér til Sverige, því skitamórallinn sem hann er búinn að skapa með því að þiggja þetta, er að því er virðist svo svakalegur að ég efast um að hann nái að stjórna rúmlega 4000 starfsmönnum LSH eftir þetta. Hver mun hlusta á hann og halda samheldni núna ? Til hvers að leggja á sig aukaálag og extra hlaup um allt til vegna undirmönnununar ?
Svo þarf að fá að sjá ráðningarsamning BZ
Og um leið að upplýst verði hverig fréttist af þessari hækkun. Var það leki og ef svo, var þá ætlunin að hafa 5,4 milljónir í árshækkun fyrir leyndó ? Litlar 27 milljónir á ári í laun og hjá ríkinu !!! Og með þá stefnu að ENIGNN skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra !!Ef svo, hversu margir aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið álíka lottóvinninga úr ríkissjóði sem á að vera huss, huss leyndó ??? Og hversu margir ráðherrar eru og hafa verið að dúllast í að hækka laun útvalinna á kostnað ríkisins; okkar ?????
Brot hinna tveggja sem þú vísar til hafa ekki haft eins miklar afleiðingar og þetta sóló ehf flipp Guðbjartar og því er hans brot mun alvarlegra og verður þjóðinni svo dýrkeypt að það má alveg búast við öðru hruni í kjölfarið, verði þetta ekki dregið tilbaka, eða / og að BZ afþakki þetta án fjárhagslegra eftirmála fyrir þjóðarbúið. Og biðjist svo báðir afsökunar og nýtt fólk fái stöður þeirra. Þá er séns á að samstaða myndist á ný innan LSH vegna þess að það er algjör nauðsyn og forsenda þess að við getum haft spítalann starfandi áfram og í gegnum erfiðleika sem örfáir ullu með fjárglæpum sínum sem ullu hruninu ( en eru samt glæpir sem ekki eru teknir alvarlega, þó vitað sé að erfið fjárhagsstaða hefur valdið heimsstyjöldum ! ).
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 09:39
Hjördís,
Besta útkoman er.
Guðbjartur segir af sér ráðherrastól, og þingmensku.
BZ uppsögn verður tekin til greina, ef það er klausa til að losna undan samning, annars vinnur út samninginn sem hann var ráðin á með þeim launum sem eru í þeim samning.
BZ fer, hvert svo sem hann vildi fara.
Case Closed.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 11:22
Sammála og þá um leið verður þessi sóló gjörningur dreginn tilbaka.
Þetta þarf að gerast og það strax. Það verður of seint í rassinn gripið þegar fólk verður búið að segja upp og þá með pressu á ríkissjóð / okkur að hækka laun sem enginn peningur er til fyrir.
Kveðja frá Íslandi ;))))
p.s. er samt ekki alveg að ná nauðsyn þess að hann segi af sér þingmennsku...það er jú ekki búið að sanna að lög hafi verið brotin og alls óvíst að þetta fari fyrir dóm..so ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 11:40
ALgjörlega sammála ykkur Jóhann og Hjördís.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 12:18
Gott að heyra og það væri óskandi að ráðherra læsi bloggið og sæji fín rök margar hér sem hafa tjáð sig og fari eftir því ...in our dreams ;) betra að eyða pening ríkisins / okkar og tíma í að komast að sömu niðurstöðu...býst ég við. Skipa nefndir og redda vinum störfum á góðum launum í því og skýrslur í tonnavís á milljónir eða tugir milljóna. Þá er niðurstaðan svo fagleg og frábær ;)
Á ruv.is er nú fjallað um fund 300 hjúkrunafræðinga sem biðja um 90 þús. í hækkun fyrir nýliða...þetta er bara byrjunin. En það væri evt betra ef þær bæðu um 450 þús. per mánuð, því þá verður án efa sagt já ! Það fá flestir allt sem þeir biðja um, lán eða launhækkanir og afskrfitir þegar upphæðir eru nógu háar. Aðrir fá bara nei. Til að fá mikið, þarf að biðja um mikið.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 12:49
Já einmitt, því miður dugar enginn hógværð, aðeins frekja og græðgi til að hlustað sé á viðkomandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 12:53
Sönn og sorgleg staðreynd mín kæra ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 13:00
Sko.. það er bara ein lausn, ráðherra segir af sér. Sjúkrahússtjórinn verður svo að gera það upp við sjálfan sig hvort hann vilji taka við þessari hækkun ... hvort honum sé stætt á því og ef hann tekur við henni þá má hann spyrja sig að því hvort hann sé siðleysingi.. og fara svo og taka annað starf erlendis..
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 14:04
Alveg rétt DoctorE, hann þarf að víkja og því miður segi ég. En þetta eru mistök af slíkri stærðargráðu að það er óhjákvæmilegt.
Veit ekki hvort forstjórinn er siðlaus en blindur amk fyrir þeirri staðreynd að það eru engir peningar fyrir þessu og grænn bakvið eyrun að hafa haldið að það yrði skálað fyrir honum að hafa fengið hækkun uppá 5,4 milljónir á ári úr vösum okkar allra !!
Hann sýnir undrimönnum sýnum mikla lítilsvirðingu með þessu og landsmönnum öllum í leiðinni og ég á erfitt með að sjá að hann hafi rætt um hækkun allra á sama örlagaríka fundi með ráðherra. En..hafi han gert það og fengið nei, átti hann að afþakka og halda sig við 5 ára ráðningarsmaning sinn, sem ég skil að hafi verið til staðar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.9.2012 kl. 10:31
Forstjórinn brást og ráðherrann brást, brot ráðherrans er mun alvarlegra en forstjórans. Þess vegna á hann að sjá sóma sinn í að segja af sér og aftur kalla þessa gjörð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.