Verkföll framundan ?

Þetta sóló ehf sóló flipp og fljótfærni ráðherra verður þjóðinni afar dýrkeypt, ef þetta verður ekki dregið tilbaka og hann þarf að segja af sér í kjölfarið sem heilbrigðisráðherra. Sýnist það vera alveg kristaltært og óhjákvæmilegt.

Mér hefur þótt Guðbjartur standa sig afar vel og hann er einstaklega kurteis og hæfur í samskiptum. En þessi sóló gjörningur sem hugsanlega er ólöglegur að auki, er of dýr fyrir þjóðarbúið og það eru einfaldlega ekki til peningar til að hækka yfir línuna. Ekki bara til allra rúmlega 4000 starfsmanna á LSH, heldur munu fleiri hópar um allan opinbera geirann fara fram á sömu hækkun og BZ fékk af ríkisfé/ okkar fjármunum.

Annað væri ef þetta hefði verið LSH ehf og ráðherra eigandi.  En svo er ekki og þessvegna er ekki hægt að una við þetta bull. Að auki á ráðherra að vita að planið hefur verið að ENGINN ríkisstarfsmaður skuli hafa hærri laun en Forsætirsráðherra. ENGINN. Hvernig gat það hafa farið fram hjá honum ?

Svo væri ganglegt að vita á hvaða kjörum BZ var ráðinn og í hvað langan tíma. Einnig starfslýsingu takk !!! Var tekið fram að hann ætti að vera í hlutastarfi sem forstjóri og á 100% launum ? Og að hann ætti að vera að kenna og sinna læknastörfum á sama vinnutíma að auki ? Eru það standard ráðningarskilmálar allra á LSH eða forréttindi örfárra ????


mbl.is Ekki rekið með einum forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama hvað þessi ríkisstjórn gerir

það verða engin vekrföll

í mesta lagi kuteisileg kvörtun

um að samningar hafi verið brotnir

ENNN eftir næstu kosningar þá

Grímur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 09:17

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Viltu meina að starfsfólk LSH verði svo þolinmótt Grímur að það bíði fram yfir kosningar...en hvað ef sömu flokkar verða áfram ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 09:52

3 identicon

Forystumenn verklýðsfélaganna leyfa ekki að stuggað sé við þessari ríkisstjórn

hér varð sko hrun þú veist  svo það verða allir að taka á sig byrðar

Nema topparnir - t.d. fá stjórnendur Eimskips nú  miljarða í kaupréttarsamninga og hinir munu fylgja eftir  - Nýja Ísland hvað

Mér finnst líklegra að Guðbjartur og Svandís verði skipuð sendiherrar  en að núverndi ríkisstjórn lifi af kosningar

Grímur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 10:20

4 identicon

Allt vinnandi fólk á íslandi á nú rétt á að fá samskonar hækkun.. hér var ekki hægt að hækka laun hjá fólki sel lifir undir fátækrarmörkum.. nú verður breyting á.. sýna hörku gegn stjórnmálamönnum,verkalýðsfélögum, elítu... þetta hefur verið hin "heilaga" þrenning.. tími er kominn til að breyta því

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:03

5 identicon

Björn hefur allatíð síðan hann var forstjóri LSH gegnt læknastörfum.  Hann er bæklunarskurðlæknir, einn af örfáum hér á landi, og hann sinnir sjúklingum til að viðhalda sinni kunnáttu og færni sem slíkur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:57

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt Grímur og það hefur verið ábernadi þögn hjá þeim frá hruni , virkilega hávær þögn hjá þeim og svo augljóst að þeir styðja ekki launafólk né kjör þeirra með aðgerðarleysi sínu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 12:34

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála DoctorE. Nú er búið að gefa tóninn með almennilegum hækkunum á alla á LSH og landsmenn alla.

En ...þar sem ekki eru til peningar fyrir alla, þá þarf að draga þetta tilbaka í hvelli !!! 

Heilög þrenning...vel að orði komist hjá þér ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 12:35

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

H.T. Bjarnason, það er alveg skiljanlegt að hann vilji viðhalda þekkingu sinni sem læknir. En hann valdi að vera forstjóri LSH og þarf því eins og aðrir að velja og hafn í lífi sínu. Eða leyfa ÖLLUM á LSH að viðhalda þekkingu sinni, sé það svo að fólk hefur aðra menntun en þá sem það starfar við.

Það að hafa hækkað laun hans eins, vegna þess að hann hefur sinnt strafi sínu vel og mikið álag og alles...er eins og að hafa gefið þjóðinni ALLRI puttann sem ekki fær umbun fyrir sitt framlag í að hreinsa hér upp eftir hrunið sem varð hér með miklum stæl og af mannana völdum. Hann eitt hefur ekki lagt á sig, heldur allir á mismunandi hátt , með atvinnumissi, húsnæðismissi, heilsumissi, sjálfsmorðum ( án efa ), makamissi vegna álags, hækkandi verðlags og minnkandi kaupmætti ofl ofl. 

Þetta fljótfærnis sóló ehf flipp ráðherra eru á þeim kaliber að það er ekki annað hægt en að hann dragi þetta tilbaka, biðjist afsökunar og segi svo af sér sem ráðherra. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 12:40

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Var búin að skrifa komment tilbaka H.T. Bjarnason en finn ekki ?

Það er vel hægt að skilja að hann vilji viðhalda þekkingu sinni. En hann valdi að vinna sem forstjóri LSH. Það er evt fullt af fólki í vinnu á LSH sem ekki vinnur beint við sína menntun og myndi án efa vera til í sama díl og BZ.

Að ráðherra hafi gert þetta og BZ tekið við, er eins og að gefa þjóðinni allri PUTTANN, sem öll hefur lagt á sig, hver á sinn hátt til að reyna að snúa þjóðarskútunni við eftir hrunið og koma á flot. Sumir með atvinnumissi, aðrir heilsumissi, sumir með tekjuskerðingu, sumir með minnkuðu starfshlutfalli, aðrir með því að flytja frá landinu, allir með hækkuðu vöruverði og hækkandi lánum ( þeir sem eru með lán), margir með erfiðelikum í hjónaböndum sínum og sambúðum, aðrir með skilnaði, án efa margir með sjálfsmorði. BZ er ekki sá eini sem hefur lagt á sig, langan veg frá. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband