Nægir fjölmiðlaumfjöllun ?

Ég finn til með hverjum þeim sem þarf að flýja land. Öll reynum við að bjargar okkur, það er eðli okkar.

Hitt er annað, að það virðist vera þannig að í hvert sinn sem einhver fer með mál sín í fjölmiðla, fær viðkomandi að búa hér áfram. Eða þannig finnst mér það hafa verið. Man ekki eftir einu einasta máli þar sem það hefur ekki virkað.

Af hverju breytir Útlendingastofnun um skoðun við fjölmiðlaumfjöllun ??? Eru þeir að afgreiða of mörg mál í fljótfærni og skoða þau fyrst almennilega eftir að mál birtast í fjölmiðlum ? Eða þora þau ekki öðru en að snúa ákvörðunum sínum við, eftir umfjöllun þar sem vísa á fólki frá landi ?

Svo er annað...hversvegna þarf lögmenn sem sína klærnar til þess að réttur fólks sé virtur ? Er ávallt verið að svindla á fólki í þeirri von að það fái sér ekki lögmann ????

Að lokum, þá væri fínt að fá að vita með hvaða rökum Svíar vísuðu honum úr landi. Hvaða gögn hafa þeir máli sínu til stuðnings og hvað eyddu þeir löngum tíma og fjármunum til þess að skoða hans mál ? Væri ekki hægt að fá þau gögn, til þess að ekki þurfi að eyða óþarfa tíma og fjárunum í að afla sömu upplýsinga og færndur okkar Svíar eru með á borðum sínum ?


mbl.is Er í lífshættu í heimalandi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Skil ekki hvernig er hægt að vísa manni með kennitölu úr landi því ef hann hefur verið í vinnu hlýtur hann að hafa haft kennitölu öðruvísier ekki hægt að greiða gjöld og skatta þannig að hann samkvæmt því hlytur að hafa verið komin af framfæri útlendingastofnunar ekki þegið mánaðarlegan styrk og verið farin að borga skatta og gjöld. Því sé ég ekki hvernig stendur á því að honum er vísað úr landi. Nema að ég hafi rangt fyrir mér með kennitöluna og það sem ég segi að ofan

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.9.2012 kl. 10:52

2 identicon

Ég vil minnast að haf lesið einhvers staðar að umsóknum um hælisvist hafi aukist um 40% í Svíþjóð

þannig að það verður nóg að gera hjá Katrínu Oddsdóttur á næstunni að endurvinna öll þau mál sem koma hingað

Grímur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 11:19

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skil það ekki heldur Jón Aðalsteinn ,né heldur hvernig hann fékk vinnu ? Mikið atvinnuleysi og ég hef haldið að það væri erfitt fyrir manneskju frá Kenýa að fá atvinnuleyfi ? En það er annað mál, mín pæling hér er afgreiðsla Útlendingastofnunar og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar.

Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki koma málum sínum í fjölmiðla ? Er kannski best ef allir sem sækja um, sé bent á það með auglýsingu á FIT að fara beina leið í fjölmiðla og spara sér tíma og fyrirhöfn ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 11:32

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

En veistu hvort þeir frændur okkar séu að vísa fleirum frá, þeas hærra hlutfalli í leiðinni Grímur ? Þeir hafa tekið á móti mjög mörgum flóttamönnum í gegnum árin. Ísland þarf að gæta þess að standa við samninga um móttöku á flóttamónnum, eða segja sig frá þeim samningum. En þetta er annað mál.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 11:34

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það væri gott ef að fjölmiðlar myndu inna lögmanninn eftir þessu smáræði svo að atvinnulausir sem vilja festa rætur sínar betur geti gert það líka

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.9.2012 kl. 11:56

6 identicon

Það vantar stóru spurningarnar. Hvað heitir hann réttu nefni? Hann var með falsað vegabréf. Hvers vegna. Er hann kannski eftirlýstur í heimalandinu? Hvaða heimalandi? Hann segist vera í lísfhættu, ef hann verður sendur þangað. Hvar er hann að vinna? Reynsla svía af svona málum segir að hann lýgur. Um leið og hann hefur fengið PUT (dvlarleyfi til frambúðar í Svíþjóð), þá kemur öll fjölskyldan á eftir og konan líka! Tek fram að svíar veita ekki tímabundið dvalarleyfi fyrir umskkjendur, sem endurskoðast.

Umsóknirnar um hælisvist í Svíþjóð núna, er að mestu Sómalisk fjölskydu-invandring, sem svíar geta ekki neitað-því einn úr fjölskyldunni hefur fengið landvistarleyfi, svo Katrín þarf ekki að hafa áhyggjur ennþá.

Þessi maður frá Nigeríu, Gana, Mali, já eða þnnig, er sennilega nákvæmlega sama dæmið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 11:57

7 identicon

Gróf upp fréttina það var víst bara 30% aukning  úr 12.595 fyrstu 6 mánuðina 2011 í 16.335  6 fyrstu mánuðina 2012

Flestir koma frá Afganistan og Sómalíu en fjöldin frá Sýrlandi hefur fjórfaldast

 52% aukning í að börn komi ein.

Nei það fylgir ekki sögunni hversu margi fá hæli 

Grímur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:08

8 identicon

Það er rétt hjá þér, Hjördís, að eitt mail til Migrationverket i Sverige (innflytjendastofa) leysir málið á stundinni, en þá eru laun lögmannsinns fyri bí.

Þetta er nefnilega framtíðar gullnáma lögmanna á Íslandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband