18.9.2012 | 11:54
Kate og Vilhjálmur
Þetta er í áttina..hætt að kalla han Katrínu, sem hun var ekki skírð og heitir ekki.
Það er vonandi að William verði einnig kallaður sínu skírnarnafni í stað þess að kalla hann Vilhjálm. Sem hann var ekki skírður og heitir ekki.
Ein heilagagsta eign okkar allra, eru nöfnin okkar. Þau á ekki að þýða. Það er hrokafull vanvirðing.
Þjóðarremban og stoltið af tungumáli okkar má ekki valta yfir nöfn fólks ,fyrirtækja, borga, landa, fjalla og fyrninda. Það eru mörg íslensk fyrirtæki sem heita útlönskum nöfnum, púkó já, en þannig er það. Ekki minnist ég þess að Mogginn tali um Mílustein þegar fjallað er um Milestone, svo ég taki dæmi.
Það var sú tíð að þeir sem gerðust hér ríkisborgarar, voru tilneyddir að taka upp íslensk nöfn. Sú tíð er löngu liðin kæru Moggamenn. Löngu liðin ;))) Komin tími á að þið updatið ykkur !!! ;)
Bannar birtingu mynda af Kate | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eyvindur hljómar vel í enskri þýðingu sem og danskri.
Hvernig myndir þú þýða þitt nafn? ;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2012 kl. 12:31
Oh my God Heimir, ég ætla ekki einu sinni að reyna það, úff ! ;)) Ég heiti Hjördís, en hins vegar á ég gælunafn á ensku sem ég nota í útlöndum að eigin frumkvæði og vali, því ég nenni ekki að hafa það þannig að fókusinn sé á hvernig í ósköpunum eigi að segja Hjördís ! En ég væri ekki hress ef aðrir endurskírðu mig uppá eitthvað á sínu tungumáli, né eða ef ég væri neydd til að breyta nafni mínu, oh nei ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 12:35
Sæl,
Mig langaði til að benda þér á eftirfarandi grein:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Umritun_erlendra_nafna
en í henni er að finna eftirfarandi:
"Almennar reglur um umritun:
Kær kveðja,
Hildur Sif
Hildur Sif (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:56
Bestu þakkir fyrir þetta Hildur Sif, margt þarna sem er fínt en annað sem þarf evt að endurskoða ?
Útlendingar sem ég þekki víða, leggja sig mikið fram um að bera nafnið mitt fram, svo ég taki dæmi og eru áhugsamir um það, þó það takist misvel og oftast ekki mjög vel , svo ég er með gælunafn sem virkar betur, en það er mitt val. Og þegar Eyjafjallajökull gaus, þá voru fréttamenn um víða veröld að rembast við að bera þetta fram,heyrði meira að segja um keppni í því !
Hvað þau skötuhjú varðar, tel ég minnsta mál að kalla þau Kate og William og að við ættum að gera það og sér í lai fjölmiðlafólk. Hún er kölluð Kate og Katrín til skiptis á mbl.is.
Heyrði á Bylgjunni í dag ( ca. 18: 27) þegar verið var að rifja upp að 19 áttatíu og eitthvað hafi komið hingað 36 manna hópur flóttamanna frá Víetnam og að nöfnin hafi verið tekin af þeim. Þorgeir Ástvalds nefndi þá að Kunta Kinte sem var þræll og KK afríkanskt nafn hans, hafi þótt verst af öllu ( og af nógu var að taka) að nafn hans hafi verið tekið af honum og hann kallaður Chris Jones !
Leyfum fólki , hverjum og einum, að halda sínum nöfnum, hvort sem er þegar það flytur á milli eða um það er fjallað í fjölmiðlum ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.9.2012 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.