Eitthvað skrítið

Veit ekki alveg hvað, en það virkar eins og eitthvað passi ekki ? Langar að vita rök Svía og vona að kerfinu hér hafi látið sér detta í hug að hafa samband við Migrationsverket, eitt simtal eða email. Hvað var hann lengi þar og hvað er langt síðan hann yfirgaf Nígeríu ? Er hann ekki í hættu að sína sig í viðtali á netinu ???? 

Var hér í 9 mánuði og fékk vinnu um leið og bréf barst. Gott og blessað. En af hverju ekki fyrr ? Og hvaða reglur gilda um vinnu fyrir þá sem ekki eru með atvinnuleyfi ? Fá flóttamenn kennitölur, eins og þarf til að móttaka laun á bankareikning hér á landi. Og svo langar mig að vita hvað hann hefur átt kærustuna lengi og er hún búsett hér og íslenskur ríkisborgari ? Hélt það væri ekki svo létt fyrir konur hér á landi að komast í kynni við flóttamenn á FIT.

Mér sárnar  ;( þó að hann upplifi sig hafa verið pyntaðan hér, virkilega segi ég frá hjartanu. Ég vil ekki trúa að við pyntum fólk, sem er það sem hann óttast reikna ég með, verði hann sendur heim. 

En gangi honum vel og fái hann að vera hér, vona ég að það færi honum gæfu og okkur um leið ;)


mbl.is Óttast valdamikið fólk í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Mörgu ósvarað í þessu undarlega máli sem Innanríkisráðuneytið er að hræra í og ekki örgrannt um að vinstri grænir fingur Innanríkisráðherrans gefi með þessu lítið fyrir undirmenn sína og undirstofnanir ráðuneytisins.

Íslenskar konur hafa nú löngum verið fyrir nýmetið og ekkert um það meira að segja, en fyndið þegar það á að skapa viðkomandi sérstök tengsl við landið.  En atvinnuleyfi hafa hælisleitendur ekki og verður ekki annað séð en IPC Seafood hafi brotið lög með því að taka manninn í vinnu.  Það þarf að rannsaka sérstaklega.

Og undarlegt að lögmaðurinn sem fór að garfa í málinu í gær telji það skipta jákvæðu máli að maðurinn hafi verið að vinna í landinu - ólöglega.  Er ekki bara eðlilegast að þessi ágæti maður leggi leið sína heim aftur til Nígeríu?

Hvumpinn, 18.9.2012 kl. 19:44

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hann vill ekki vera það Hvumpinn, hver sem ástæða þess er.

En ertu viss um að IPC hafi ekki reddað honum atvinnuleyfi og kt. ? Efast um að þeir hafi manninn í vinnu án leyfa ? Evt gilda sérreglur um hælisleitendur ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 20:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þeir hafa fín laun frá okkur fyrir að segjast vera Flóttamenn.Fríja Læknishjálp og frí lyf ef þeir þurfa á þeim að halda,en við ekki. þessir svokölluðu Flóttamenn eru að verða okkur dýrir og þar að auki verður Ríkið að borga allan Löfræðikostnað fyrir þá...

Vilhjálmur Stefánsson, 18.9.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband