Dekur og einkastofur

Við m.a. ráðamenn þjóðarinnar og aðra útvalda í samfélaginu, þarf að linna. Í gegnum árín ( og löngu fyrir hrun) að þá hef ég oft tekið eftir því að ef t.d. Alþingismenn hafa lagst inn ( t.d. Steingrímur Joð ca. 2004 og Guðlaugur Þór svipað leiti , Björn Bjarna í bakaðgerð ef ég man rétt og enngin bið ) að þá man ég ekki betur en þeir hafi verið á einkastofum.

Og já, Davíð Oddsson líka ( og eftir þá dvöl pantaði hann eitt stykki hátæknisjúkrahús sem enginn þorir enn að hætta við að byggja...og listinn er án efa langur. Hjúkrunarfræðingur sagði mér að starfsfólkið( margt hvert, án efa ekki allir)  bugti sig og beygi að eigin frumkvæði !! Og það fór í taugarnar á henni þessi hegðun samstarfsfólks síns. Og hún sagði einnig að þegar Dorrit blessunin fékk smá aðsvif, hafi ,,taugalækningadeild verið opnuð uppá gátt um helgi" , á meðan biðlistar vegna mun alvarlegri tilfella væru svo langir að fólk biði oft í marga mánuði ( þetta var fyrir hrun og ég hef enga ástæðu til að hafa rengt hana) Fyrirmyndarþjónusta og auðvitað þarf að athuga strax hva' veldur aðsvifi. En það á við um alla, ekki satt ? Hún var einstaklega pirruð þegar hún sagði mér frá þessu í tjatti á meðan ég beið sjálf og ég þekki hana ekki neitt.  Sé þetta ekki rétt, biðst ég afsökunar.

Ég ræddi þetta eitt sinn við fjölmiðlamanneskju sem sagði mér að þegar aldraður faðir var heimsóttur , veikur á LSH, þá varð viðkomandi var við að fá betri þjónustu fyrir föður sinn með því einu að birtast á svæðið !!! 

Og restin fær að fara til útlanda...Geir H Haarde, Ingibjörg Sólrún...bið á Reykjalundi er styttri fyrir fáa útvalda og eflaust einnig á Grensás...( og í fangelsin, sbr. fyrir Baldur Guðl). 

Af hverju starfsfólk LSH virðist bugta sig og beygja fyrir sumum, skil ég ekki ???? Þeir eru ekki látnir bíða og bíða eða liggja í fjórbýlum eða á göngunum. Af hverju ekki ??? Það sem er svo slæmt við það að það sé verið að bugta sig og beygja ( fyrir utan hvað það er óréttlátt í jafnræðissamfélaginu okkar ;))) er að þá sjá þeir ekki sjálfir hvert rétt ástand er og halda að í einfeldni sinni allt sé meira en í gúddý og skilja ekki af hverju þarf fleira starfsfólk eða meira fé í reksturinn !!  Sem það hefur ekki verið í mörg, mörg, mörg ár. Endalausar lokanir deilda á sumrin og fólki hent út á meðan það er enn veikt. Þetta er ekki neitt nýtt og vandinn var í góðærinu líka og fyrir góðærið og er þverpólitískur. 

Af hverju þarf þetta að vera svona, og án þess að starfsólk LSH fái order um að veita fáum útvöldum betri og skjótari þjónustu en öðrum landsmönnum ???? Eru læknar virkilega hræddir við að þeir verði reknir ef þeir láta þá útvöldu bíða eins og aðra ??? Hefur það gerst ???  Er það málið ? Eða eru  þeir evt teknir inná teppið hjá ráðherra ef biðin er of löng fyrir þá fáu útvöldu ? Eða er það evt svo að það er hringt frá ráðuneytinu eða / og Landlækni og tilkynnt um komu eins úr útvalda hópnum ... ? Hvað er málið ?

Kæra starfsfólk LSH; læknar og annað hjúkrunarfólk : Please hættið að veita ráðamönnum og öðrum útvöldum betri og skjótari þjónustu eða láta þá á einbýli. Hjálpið ykkur og okkur öllum með því að leyfa þeim að finna á eigin skinni hvað biðin er oft löng og hvað það er glatað að deila herbergi með öðrum !!! 

Á meðan þeir fá meira en aðrir, taka þeir kvörtunum ykkar og sjúklinga, sem tuði og væli og ýkjum !!!  Að veita þessum fámenna hópi sérþjónustu, gjaldfellir allar kvartanir og gerir þær um leið afar ótrúverðugar. Því miður. Og þessvegna verðið þið að láta þau bíða og liggja á göngunum eða í fjórbýlum. Hvort sem er á slysó, eða eftir aðgerðum. Just do it !!! 

 

Takk fyrir ;)


mbl.is Álagið eiginlega ómannlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur, ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki veikst alvarlega, þó það geti komið að því, og þá væri slæmt til þess að hugsa að ég þyrfti að bíða vikum og mánuðum saman, þegar ég veit að þetta lið, sem virðist alltaf vera i forgangi getur gengið beint inn.  Heyrði í konu í fréttunum sem er krabbameinssjúklingur, hún var svo kvalin að hún þurfti að fara á bráðadeild og þurfti að kveljast í 6 KLUKKUTÍMA ÁÐUR EN HÆGT VAR AÐ GEFA HENNI LYF VIÐ HÆFI.  Í hverskonar samfélagi lifum við eiginlega?  Er ekki mál að linni.  Þetta pakk ætti að lesa stjórnarskrána, þar segir að ALLIR SÉU JAFNIR FYRIR LÖGUM OG EIGI SAMA RÉTT. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 23:08

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Eigum við að giska ef konan sem var látin kveljast í 6 klt. Ásthildur mín, hvað biðin hefði verið löng ef hún hefði tilheyrt þeim útvöldu, t.d. ráðherra eða Alþingismaður.... ;)) ?

Kannski að þeir sem vilja ekki breyta stjórnaskránni sjái að það er hvort sem er ekki farið eftir henni...amk ekki þegar það hentar ekki ? 

Svo væri gaman að vita hvort einhver félagsfræðingur myndi kanna þann hóp sem er látin liggja á göngunum. Hvort það sé gert meira við þá sem minna og jafnvel minnst mega sín og eiga fáa að sem passa uppá þá ? Og hvort það hafi einhverntímann gerst að ráðamenn eða aðrir í útvalda hópnum, hafi verið látnir kúldrast þar eða í fjórbýli ? Eins hvort Alþingismenn fái t.d. að liggja lengur á LSH eftir barsnburð en aðrar konur ? Og hvort þeim sé ,,,refsað " ef þær liggja lengur en 48 klt ( held ég sé rétt munað) eftir fæðingu með frumburð að auki, með því að fá þá ekki hjúkrunarkonu heim fyrr en löngu seinna.. ? 

Vonum að þú veikist aldrei ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 23:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það væri verðugt rannsóknarefni.  Það virðist vera að í landinu búi tvær þjóðir og það er skammastlegt í okkar litla landi.  Hér þarf að hreinsa til all verulega.  En fyrst þarf að fá sannleikan upp á yfirborðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 23:25

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt, tvær þjóðir, ein mjög fámenn og svo við hin restin, rúmlega 300.000.

Starfsfólkið þarf að hætta þessu dekri við þau !! Það er mein sem má ekki stækka meira, nógu er það stórt nú þegar.  Þau þurfa að hætta að láta þrælsóttann buga sig endalaust með bugti sínu og dekri við örfáa.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 23:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega við sköpum þetta eiginlega sjálf með þessu dekri við fræga fólkið á kostnað hinna sem þurfa á hjálp að halda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband