20.9.2012 | 00:09
Mótmæli borga sig !
Það er augljóst og um að gera að almenningur allur verði áfram duglegur við að mótmæla misrétti, hvort sem það er á LSH eða víðar. Því fleiri sem láta í sér heyra, bæði í Net-og Mannheimum, því betra !
Frábært að BZ hafi fallið frá þessari hækkun og eins að ráðherra sjái að þetta gékk ekki upp ;))
Nú er allt í gúddý á ný, BZ á sínum stað og Guðbjartur á sínum ;o
Þegar menn sjá að sér, þá á ekki að núa þeim því um nasir. Og ég vona að það verði enginr eftirmálar af þessari fyrirhuguðu hækkun fyrir hvorgun þeirra og að starfsfólk LSH hætti þá einnig við að fara fram á launahækkanir , sem allri vita að ekki er möguleg.
Oft heyrist að ekki neitt hafi breyst á Íslandi. En það er ekki alveg rétt. Það var ávallt þannig að alveg sama hvað var kvartað hátt og lengi, ráðamenn gáfu sig ekki og aldrei !! Og viðurkenndu aldrei mistök heldur !! Eða amk svo sjaldan að ég man það ekki. En þetta hefur lagast eftir hrun hefur mér þótt og það er gott ;P
Björn afþakkar launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að einhver telur að hlutirnir hafi breyst eftir hrun
"Lykil" starfsmenn Eimskips fengu kaupréttarsamning og hvað gerist þá strax í kjölfarið "Verðið sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskipum í sumar – um 5,7 milljarðar króna – var í hærri lagi,"
En það er víst mikilvægara að stoppa smálánin en þessa kaupréttarsamninga sem samstarfsmenn gera við hvorn annan og láta svo vinina í stjórnum lífeyrissjóðanna hækka hlutabréfaverðið með kaupum fyrir peninga sjóðsfélaganna
Grímur (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 10:46
Ef eitthvað hefur breyst síðan um hrun þá væri það líklega helst að almenningur er farinn að taka virkari þátt og vera meira vakandi fyrir því að það er líka á hans ábyrgð að segja sitt og láta vel í ljósi hvað hann vill og hefur að leggja til málanna.Ístað þess að hanga eins og hænur á priki steinþegjandi. Mér r sýnist Guðbjartur vilja taka vilja almennings til greina eftir að vera búinn að fá skilaboðin um hver hann er.
Smári (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.