29.9.2012 | 12:14
Grillmarkaðurinn 5 stjörnur
Ég hef borðað víða og þykir gott að borða góðan mat. Og líka að búa hann til fyrir fjölskyldu mína og hafa matarboð. Nú langar mig að bæta við umfjöllun um veitingastaði á bloggið mitt, þegar ég fæ tækifæri til, amk á meðan ég er enn einungis að kommenta um fréttir.
Í fyrra, árið sem Grillmarkaðurinn opnaði, fór ég þangað og naut yndislegrar sælkeraveislu. Maður lifandi hvað þetta er frábær staður og maturinn ómótstæðilega góður ! Allt var fullkomið. Allt saman.
Húsakynnin eru ævintýri líkust og sér í lagi á neðri hæðinni eða kjallara réttar sagt. Var pínu stressuð að fá ekki borð uppi ( full setið við hvert borð og þurftum að bíða eftir borði á báðum hæðum) og var pínu smeik að fara niður en vá ! Fullt af fólki og þetta var seint um kvöld. Stemmningin, birtan og allt starfsfólk var frábært í alla staði ;))));))
Pöntuðum 13 rétta máltíð. Ég er ekki að grínast, 13 réttir ! 5 forréttir, 3 aðalréttir og 5 eftirréttir. Ég man því miður ekki hvað þetta heitir á matseðlinum en ég vona að þetta sé þar enn, því mig langar að njóta þess sama aftur. Og mæta þá glorhungruð og fyrr en ég gerði. Sem betur fer áttuðum við okkur ekki á að þetta væru svo margir réttir, því þá hefðum við kannski pantað eitthvað annað.
Það kom hver rétturinn af öðrum og þeir voru bornir fram á mismunandi diskum. Man að einn forréttanna var borinn fram á grjóti, eða steinhellu sem virtist koma beint úr náttúrunni. Einn forrétturinn var t.d. djúpsteiktur harðfiskur ! Magnað hugmyndaflug hjá matreiðslumönnunum. Þjónarnir voru stórkostlegir. Þeir voru alltaf með rétta tímasetningu, alltaf innan seilingar ef maður hefði þurft á að halda, og pössuðu diskana með vökulum augum sínum úr hæfilegri fjarlægð. Svona gékk það fullkomlega smúð með alla 13 réttina og það var ekki bara einn þjónn sem sá um borðið , heldur nokkrir. Fullkomin samvinna hjá þeim og ekki neinn flýtir eða stress á þeim, þó það væri rosalega mikið að gera og kl. ca. 11 um kvöld þegar ég kom og rúmlega 2 þegar ég fór. Vorum ekki viss um að eldhúsið væri opið svo seint og pælingin var nú bara að kíkja og skoða í þeirri von að geta fengið okkur sæti og smá rautt og eitthvað nasl með frekar en ekki neitt. Og að detta svona alveg óvænt inní þennan fullkomna ævintýraheim , úr rigningu og smá roki, sem ég hafði ekki heyrt neitt um og vissi ekki alveg hvað væri í þessu nýja flotta rauða húsi á brunareitnum í Lækjargötunni, falið að hluta bakvið það hús sem liggur við götuna. Segi bara vá ! Og hönnuðir staðarins fá einnig 10 í einkunn / 5 stjörnur.
Þetta var í raun eins og sena úr ævintýramynd, þar sem fólki er kippt úr einum heimi í einhvern allt annan töfraheim. Í alvörunni.
Ég segi bara enn og aftur, takk ;)) Minningin um Grillmarkaðinn er enn eins og ef mig hefði dreymt þetta.
Og fyrir alla sem elska góðan mat og kunna að meta góða þjónustu og fallegt umhverfi með tónlist sem var svo flott, hæfilega há og passaði svo vel við allt saman, þá er kvöldstund á Grillmarkaðnum svo sannanlega málið. Ég man ekki hvað þetta kostaði, en við kíktum betur að ganni á matseðilinn eftir á, og sáum að ef forréttur, aðalréttur og eftirréttur hefði verið pantað allt sér, eins og algengast er, þá kostaði það pínu pons meira. Svo verðið var afar sanngjarnt og meira en hverrar krónu virði
Fólk myndar sig inni á klósetti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eins og þú sért að lýsa einhverjum flottum matsölustað erlendis. VIrkar frábærlega. Hvernig smakkast djúpsteiktur harðfiskur? Og hvar er svo Grillmarkaðurinn, spyr dreyfbýlistúttan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:04
Kæra dreifbýlistútta ;))
Já, það mætti halda það að þetta væri staður á Manhattan, París , Róm eða London.
En svo er ekki, hann er í hjarta Reykjavíkur ! Hann er þar sem endurbyggt var eftir brunann í Lækjargötunni og stendur í nýju rauðu steinhúsi bakvið þau endurbyggðu timburhús ( að utanverðu amk) sem liggja við sjálfa Lækjargötuna.
Gleymdi að nefna að Grillmarkaðurinn er allra besti og flottasti veitingastaður af ÖLLUM sem ég hef borðað á, hvort sem er hér heima, eða í þeim ca. 10 löndum og álíka mörgum fylkjum til viðbótar í USA þar sem ég hef borðað á veitingahúsum.
Réttirnir voru allir hver öðrum sjónrænt fallegri og girnilegri, og bragðið af þeim öllum himneskt. Það fer nefnilega alls ekki alltaf saman, útlit og bragð og reyndar þá í báðar áttir.
Það er nú pínu erfitt að lýsa bragðinu af djúpsteiktum harðfisk, en í átt að ef maður ímyndar sér stökkar flögur eða álíka, með söltu harðfiskbragði með einhverskonar orlý deigs hjúp utan um. Þetta voru bara nokkrir bitar, sem maður borðaði með fingrunum og svo var að mig minnir einhver góð sósa í skál með og skreytt fallega. En nóg til að upplifa skemmtilega nýjung, enda einn af 5 forréttum.
Annars get ég sagt, að fyrir utan Grillmarkaðinn, staður nr. 2 að mínu mati , af öllum stöðum líka í útlöndum, að þá er það Tjöruhúsið á Ísafirði. Æðislegt fiskihlaðborð sem ég fékk þar og ég er enn með bragðið í munninum. Snilldarkokkar þar á ferð og með enn betra íslenskt hráefni af ýmsum gerðum úr sjónum okkar ;))) Himneskt ! Þar var allt troðið útúr dyrum og við þurftum að bíða eftir að komast að ! Ég mun evt lýsa því betur síðar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.9.2012 kl. 17:57
Hljómar vel, hugsa að ég prófi þetta einhverntímann þegar ég fæ manninn minn heim og við förum suður.
Tjöruhúsið á Ísafirði er æðislegt ég fer þangað með alla mína erlendu gesti, eða þeir bjóða mér. Annars harðneita þau hjón að taka við greiðslu frá mér þar. Vegna Júlla míns hann vann þar svo mikið síðust árin sín. Og svo kalla þau stundum á Úlf til að hjálpa til ef vantar mann. Hann er svo flottur í að uppvarta og elda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 18:24
Hlakka til að frétta hvað þér þykir um Grillmarkaðinn Ásthildur mín ;)
Og lucky jú að fara svo oft á Tjöruhúsið og frábært að heyra hvað þau eru góð við þig Eru gestirnir þínir ekki yfir sig hrifnir ? Það var rosalega mikið af ferðamönnum það eina skipti sem ég borðaði þar í fyrra og þeir ferðamenn sem ég spjallaði við voru jafn orðlausir yfir matnum og ég var og við öll. Besti fiskur sem ég hef smakkað, hver rétturinn öðrum betri, namm ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 13:52
Eg hef ekki ennþá boðið neinum sem er ekki yfir sig hrifinn af veitingunum þarna. Enda eru þau Maggi og Ranka frábærir kokkar og bara svo yndæl.
Já ég læt þig vita hvað mér finnst um Grillmarkaðinn þegar ég fer þangað. Vonandi fyrr en síðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.