Gróft einelti

Og samkennd er það sem kemur í huga minn hvað varðar Vigdísi Hauksdóttur. Ég hef skynjað það þannig að hún sé beitt einelti, það virðist vera alveg sama hvað hún segir, það er sett útá það.

Einelti er ljótt og það á að vera ólöglegt, nema það sé það nú þegar. Man það ekki.

Sama gildir um þá sem skrifa á netið, þeir hafa ekki rétt á að leggja aðra í einelti.

Vil taka fram að ég þekki Vigdísi ekki neitt. En það breytir ekki því að ég fordæmi þá framkomu sem hún hefur þurft að sæta. Og hún á hrós skilið fyrir að bjóða sig aftur fram ( já, ég veit, ég vil 100% endurnýjun , það er ósk mín), í stað þess að láta eineltið slá sig útaf laginu. Auðvitað veit ég ekki neitt um það hvernig henni líður í hjarta sínu. Við erum öll með grímu, hvort sem við áttum okkur á því eða viðurkennum. Öll vil ég fullyrða. Og Vigdís er það án efa engin undantekining. Það má vel vera að hún gráti oft við að lesa það sem um hana er skrifað og það væri vel skiljanlegt og mjög leitt. 

Vandinn liggur hjá þeim sem leggja aðra í einelti. Oft er það vegna öfundar í garð þess sem verður fyrir barðinu á því ógeðslega ofbeldi sem maður les of oft um, t.d. er um það fjallað í viðtölum á dv.is í dag.

Börn eru skömmuð fyrir að leggja í einelti og það með réttu og þyrfti að gera meira af.  En það eu nú ekki blessuð börnin sem eru barnanna verst í Netheimum. Það eru þeir sem lögum samkvæmt flokkast sem fullorðnir. Það fólk þyrfti hreinlega að rasskella og sápuþvo lyklaborð þeirra !!! Til þeirra vil ég segja; leitið ykkur hjálpar. Það segi ég með samúð í hjarta mínu gagnvart ykkur vegna grimmdar ykkar og mannvonsku í garð annarra og óska þess að þið náið að finna út með aðstoð, hvað hrjáir sálir ykkar. 

Vigdís á sína galla eins og allir aðrir. En um leið á hún sama rétt og við öll að henni sé sýnd kurteisi og að hún fái að njóta sín. Þegar fólki líður vel, vinnur það betur og nær að blómstra. Þetta hefur ekki neitt með pólitískar skoðanir eða flokka að gera. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er  aldrei í lagi. Aldrei !!! 


mbl.is Lýsti yfir framboði á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að ég er algjörlega sammála þér.  Það er eins og fólki líði vel með að rakka hana niður og kalla allskyns ónöfnum.  Fyrir mér er hún manneskja sem kemur hreint fram og það sem hún setur fram kemur frá hjartanu. Mér finnst það skipta meira máli en orðskrúð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:16

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjördís. Þetta voru orð í tíma töluð. Ég þekki Vigdísi Hauksdóttur ekki persónulega. Ég viðurkenni að ég tortryggði hana í upphafi þingferils hennar, og hef eflaust mátt láta ýmislegt ósagt um hana þá. Ég bið hana hér með afsökunar, ef ég hef sært hana og hennar nánustu á einhvern hátt.

Hún hefur sýnt það og sannað, að hún þorir að fara erfiðu og hreinskilnu leiðirnar, og það er ómetanlegur kostur. Hún heldur sínu striki þrátt fyrir gífurlegt einelti stjórnsýsluelítunnar, vegna hennar hreinskilnu hegðunar.

Geri aðrir betur undir slíku álagi!

Gangi henni og öllum öðrum sem temja sér hreinskiptin vinnubrögð, vel í sinni erfiðu baráttu. Það er ekki vinsælt né auðvelt verk að stinga á spillingar-kýlum stjórnsýslunnar á Íslandi. Nýir vendir sópa best.

Það þarf samt að endurnýja í öllum þrepum, en ekki bara þeim neðstu, ef eitthvert gagn á að vera að endurnýjuninni.

Það er hlutverk okkar almennings að vera vakandi á réttlætis-gagnrýnisvaktinni þörfu. Orðið  gagnrýni  þýðir að rýna til gagns fyrir heildarhagsmuni, en ekki sérhagsmuni.

Valdið er hjá almenningi, og réttlátri gagnrýni sameinaðs fjöldans.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 14:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú málið allir þeir þingmenn sem þora að segja hlutina hreint út eru uppnefndir og niðurlægðir.  Þar má nefna Vigdísi, Jón Bjarnason (sveitalubbi og afturhald), Ólínu Þorvarðar, hún er nú hreinlega kölluð frekja.  Lilja Rafney.  Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Birgitta, Margrét og Þór Saari.  Allt þetta fólk sem er að reyna að vinna af heilindum er sakað um allskonar vinnubrögð. 

Ef það væru fleiri svona á þingi, þyrftum við ekki að vera sífellt með hnút í maganum um að stjórnvöld gefi landið okkar á silfurfati til erlendra kröfuhafa og ESB. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleymdi Pétri Blöndal.  Ég er ekki alltaf sátt við stefnu þessa fólks, né sannfæringu þeirra, en mér finnst þau heil í því semþau eru að gera og það skiptir máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það er einmitt svo gífurlega mikilvægt að vera heill í því sem maður gerir, ef verkin eiga að duga fyrir heildina í framtíðinni.

Þess vegna tók ég því svo illa, hvernig stjórnendur Dögunar hegðuðu sér á fundinum í vetur. Mér fannst vanta heilindin og kjarkinn hjá stjórnaenda-kjarnanum. Þegar ég skynja að verið sé að fela eitthvað fyrir mér, eða blekkja mig, þá get ég ekki treyst þeim. Blekkingar-vinnubrögð tilheyra spillingunni.

Það sem skiptir öllu máli, er að hreinskilni og heiðarleiki ráði för, en ekki afbökuð dagblaða og fjölmiðlaumfjöllun. Gleymum ekki að það eru enn sömu dagblaða og fjölmiðlastjórnendur/eigendur núna, og voru fyrir bankaránið, sem stundum er kallað hrun á "siðmenntaðra"-embættis-bankaræningja-manna-máli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 15:49

6 identicon

Ég efa það að hún fái yfir sig mikið meiri gusur en aðrir þingmenn, a.m.k. fá ráðherrarnir töluvert meiri skammt og þingmenn eins og Siv Friðleifs, Þorgerður Katrín, Lilja Móses, flokksformennirnir o.fl eru líka rakkaðir niður miskunnalaust í netheimum.  Vigdís er heldur ekkert að hlífa öðrum þingmönnum sjálf.  En hún er hreinskilin og það er fínt þó ég sé ekki hennar stærsti aðdáandi...

Skúli (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 16:34

7 identicon

Ætti að fara að eigin ráðum og leggja höfuðið í helgan stein.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:47

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður (IP). Það eru ekki holl ráð til samfélagsins, að fella fólk á smávægilegum og tilgangslausum áróðurs-aðfinnslum. Það er enginn fullkominn, og hreinskilni er rót alls góðs.

Fyrir hreinskilnina fær Vigdís hrós frá mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 20:28

9 Smámynd: Jens Guð

  Að undanförnu hafa nokkrar hugrakkar unglingsstúlkur stigið fram og upplýst um gróft einelti.  Þær hafa verið af skólasystkinum í áraraðir verið ofsóttar.  Kallaðar feitar, ljótar, illa lyktandi og annað í þá veru ásamt líkamlegu ofbeldi.  Fyrir þessum stelpum er skólaganga helvíti, þraut og pína.

  Orðið "einelti" er gegnisfellt þegar það er heimfært upp á rígfullorðna alþingismenn.  Alþingismenn sem sjálfir nota stór orð í lýsingu á vinnufélögum í stjórnmálum.  Það er hjóm eitt í samanburði við raunverulegt einelti gagnvart óhörðnuðum unglingum á viðkvæmasta aldursskeiði.

  Vigdís má vera ágætasta manneskja.  Það má alveg grínast með klaufaleg orðatiltæki hennar um að stinga höfði í steininn (í staðinn fyrir sandinn), kasta grjóti úr steinhúsi (í stað glerhúsi) og svo framvegis. Þessi ágæta manneskja var hálf kjánaleg í viðtali í þættinum "Harmageddon" á X977 þegar hún kannaðist ekki við Biblíutilvatnanir og fullyrti að þær tilvitnanir væru úr Kóraninum eða öðrum trúarbrögðum en kristni.

  Það er ekkert einelti.   Hún vissi bara ekkert um hvað hún var að tala.  Það var góð skemmtun sem hægt er að fletta upp á og spila á heimasíðu X977. 

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 01:28

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Það er ekki líku saman að jafna, hvernig varnir fullorðið fólk hefur, í samanburði við varnarlaus börn.

Trúarbrögð eru ekki til nokkurs góðs nýt að mínu mati. Það tapar enginn virðingunni við að kunna ekki þær skáldsögur utanbókar.

Það getur endað með því að börn fullorðinna einstaklinga verði fyrir eineltinu, sem  ætluð voru til að brjóta niður þann fullorðna.

Hvers eiga saklaus og valdalaus börnin að gjalda?

Ég geri engan mun á þingmönnum/ráðherrum og rónum, þegar ég hugsa um afleiðingar eineltis-tækninnar helsjúku.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 14:19

11 identicon

Jens er algerlega með þetta. Ekki missa ykkur í meðvirkni.

Badu (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 15:38

12 identicon

Jebbs, Jens er með þetta!

Skúli (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband