Viðtal í tv við föðurinn

Er það sem ég vona að íslenskir fjölmiðlamenn drífi sig í, sem og viðtal við þá úti í DK sem stóðu að þessu máli, eftir því sem hægt er. Og líka að kanna í þaula og fá svör úti, hversvegna Dönum er ávallt dæmt forræði, eins og fram kemur.

Þetta er skelfilegt mál, sama hvernig maður horfir á það, og sama hvernig heildarmyndin kann að vera. Þar sem þetta mál hefur verið gert opinbert, þá dreg ég orð móðurinn ekki í efa, en hef séð efsaemdir og pælingar Í Netheimum um að það sé jú aðeins ein hlið málsins. Sem ég vona að verði varpað ljósi á og okkur birt hin hliðin og að móðirin veiti aðgang að þeim upplýsingum sem þarf til að kafa ofan í það frá A til Ö, í þeirri von að eitthvað gott skili sér til hennar og fleiri í sömu sporum.

Ef Danir eru ekki til í að svipta hulunni af eigin samfélgsmeinum, þá vonandi að RÚV eða Stöð2 sé til í að splæsa í það og að hafa hraðar hendur, svo hægt sé að áfrýja innan tveggja vikna. 

Danir reyndu að opna augu okkar fyrir stöðu bankanna fyrir hrun en fengu bágt fyrir. Nú er komið að okkur að opnu augu Dana fyrir þessari staðreynd sem bent er á ; að Dani fái ávallt forræðið þegar annað foreldrið er útlendingur. Slíkt hefði ég einnig haldið að íslensk yfirvöld ættu að spá í, sem og Norðurlandaráð, sem við höfum haft forræði yfir í nokkur ár með Halldór Ásgrímsson sem framkvæmdastjóra. Hvort búið sé að skipta eða standi til, man ég ekki ? En það er annað mál. 

 


mbl.is Föðurnum dæmt fullt forræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Á vef Innanríkisráðuneytisins má m.a. lesa:

Ólögmætt brottnám barna til Íslands

Inngangur

,,Ísland er aðili að tveimur milliríkjasamningum sem ætlað er að tryggja hagsmuni barns sem flutt hefur verið með ólögmætum hætti úr einu samningsríki til annars. Samningar þessir eru; Evrópuráðsamningur um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna sem gerður var í Lúxemborg 20. maí 1980 (Evrópusamningurinn) og samningur um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa sem gerður var í Haag 25. október 1980 (Haagsamningurinn).

Í umfjöllun þessari er gerð grein fyrir þeim meginreglum sem gilda um meðferð máls samkvæmt Haagsamningnum og lögum nr. 160/1995, um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. (brottnámslögunum) sem sett voru vegna aðildar Íslands að fyrrgreindum samningum.

Umfjöllunin tekur til þeirra aðstæðna er barn er flutt til Íslands með ólögmætum hætti frá öðru Haagsamningsríki eða er haldið hér á landi með ólögmætum hætti, t.d. eftir að umsaminni umgengni lýkur.

Aðildarríki Haagsamningsins eru fjölmörg eða 81. Vegna sérstakra reglna um viðurkenningu á aðild ríkja er samningurinn í gildi milli Íslands og 43 annarra ríkja. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessi ríki á heimasíðu samningsins, sbr. hér síðar.  

Markmið Haagsamningsins er sérstaklega að leysa úr þeim vandamálum sem leiða af því að annað foreldra barns flytur barnið með ólögmætum hætti frá einu samningsríki til annars og að tryggja að barni  sé skilað sem fyrst. Með því að gerast aðili að samningnum skuldbinda ríkin sig til að afhenda brottnumið barn, komi fram umsókn um afhendingu þess.

Í brottnámslögunum er mælt fyrir um hvernig hagað skuli meðferð máls vegna brottnáms barns til Íslands eða hald barns á Íslandi.''

Vandamálið að mínu mati er að ríkin sem samþykktu samninginn virðast ekki hafa haft áhuga á að tryggja réttaröryggið fyrir foreldrið sem ekki býr í sama landi og barnið sitt .

Haagsamnigurinn tryggir ekki að tekið sé á systkinnaréttinum í þeim málum sem það á við það samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sýnist mér.

Auðvitað er erfitt að gera alla sátta í svona málum en það á ekki að þurfa að láta annan aðilann sitja á hakanum þegar kemur að þeim mannréttindum sem þykkja sjálfsögð í flestum ríkjum Vesturheims a.m.k. hvað varðar aðkomu að erlendu yfirvaldi sem eiga síðasta orðið þegar fólk ná ekki saman um hvað sé fyrir bestu fyrir barnið sitt.

Félagsráðgjafar,sálfræðingar og aðrir fagaðilar sem koma að svona málum eru oftast á launum hjá því opinbera og þess vegna eru þeirra álit oftast lituð eins og yfirvöld lögðu upp með í fyrstu.

Dómari er með þessa fræðinga í félagsmálum oft sem meðdómendur eða styður sig mikið við þau gögn sem frá þeim koma því jú þau eru sérfróð í þessu fræðum sem ráða oft öllu hvernig svona dómsmál enda og því enda þau oftast á upphafinu á gögnum fræðinga sem komu að málum í fyrstu fræðingum sem eiga það eitt sameigilegt að vinna hjá ríki og bæ mest alla sína starfsævi.

Ég hef stundum fengið þá tilfinningu að forsjárlaust foreldri sem býr í öðru landi en barnið sitt sé í sömu stöðu og Mandela var á sínum tíma áður en hann náði árangri

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 20:10

2 identicon

Dæma danir alltaf innlendum í vil? Hver sagði þér það?? Og annað þarna missir móðir forræði í landi þar sem hægt er að dæma foreldra í sameginlega forsjá. Helduru virkilega að eina ásæðan sé sú að hann er dani enn hún íslensk?

Og það þriðja. Hefuru þessar áhyggjur þegar faðir missir forræði hér á landi? það gerist nú bara næstum daglega og ég sé aldrei nein blogg um það!

óli (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 23:00

3 identicon

Mér hefur lengi fundist furðulegt hvernig hægt er að taka afstöðu í dómsmáli án þess að hafa lesið dómsorðin. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 23:35

4 identicon

Þettta snýst fyrst og fremst um "jafnrétti". Hvað er málið??

   ..come on....dont cry for me argentina ..

       þarf eitthvað að ræða um þetta. Skandinavar búa almennt við fullkomið samfélag. 

                          ....hvað er málið?

Einar Sig. (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 23:48

5 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Afgerandi gögn sýna sekt föður t.d. þurfti að leggja eitt barnið inn á spítala eftir eitt æðiskastið sem hann tók.....Æ já það er sorglegt þegar fólk komentar og bullar eins og margir gera og tala um eina hlið og fleira....Fjölskyldan þeirra systra sem berst fyrir þeim hefur ekki neitt að fela og ef þið skoðið dóma í Danmörku og kynnið ykkur málin þá sjáið þið að þannig er staðan...Danskir foreldrar vinna alltaf forræðið...Þótt að danska foreldrið hafi farið til annars lands og "stolið" sínu barni....Ég er sammála það þarf virkilega að skoða þessi mál og það sem er náttúrlega númer eitt er velferð barnanna og þau hafa ekki fengið að tjá sig eða segja frá...Og þegar þær hafa sagt frá þá hefur ekkert verið gert til að hjálpa þeim svo ég skammast mín fyrir barnavernd á Íslandi og Danmörku.....En takk fyrir að láta ykkur málið varða.

Ragnheiður Rafnsdóttir, 30.9.2012 kl. 08:35

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlegg þitt Ragnheiður. Mér sýnist á bloggi þínu að þú sért móðursystir barnanna. Kíkti á bloggið þitt og fann m.a. þetta fína blogg :

 http://bjarmaland3.blog.is/blog/bjarmaland3/entry/1248771/

Þar segir m.a. að yfirvöld úti vildu ekki að hann yrði böggaður með fleiri kærum, því þá yrði hann bara enn verri. Ótrúlegt ! Og svo er þar komment frá móður 19 ára drengs, sem skrifaði grein þann dag í Moggann. Það væri áhugavert að sjá það, ef þú hefur tök á , erfitt að finna á Goggle án leitarorða. Og svo sá punktur að Breiðuvík sé enn opin árið 2012.

Engu síður, og eins mikið og ég finn til með ykkur öllum, þá þarf að sýna hlið föður og fólks úti sem hefur unnið að málinu, vegna þess að það er nokkuð ljóst að efi er í Netheimum vegna einhliða upplýsinga um málið. Ef faðirinn vill ekki tjá sig, þá evt vinir hans, nágrannar, vinnufélagar, fyrrverandi kærustur ef einhverjar og þeirra fjölskyldur ? Eins þyrfti að tala við einhvern á skrifstofu dómstóla í DK, til að fá það beint í æð, fjölda mála þar sem dönsku foreldri er án undantekinga dæmt forræði að ykkar sögn og sem ég hef enga forsendu til að draga í efa. Ég geng almennt út frá því að fólk segi satt. Hinsvegar sé ég miklar efasemdir um þá staðhæfingu í Netheimum.

Gangi ykkur vel í baráttunni og ég vona að fólk sé duglegt að leggja ykkur lið með fjárstuðningi. Mátt alveg smella hér upplýsingum um bankareikning, svo að ég amk geti lagt inn og vonandi fleiri. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 10:05

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Á nú að fara að safna fé fyrir einni vitleisuni en????

Vilhjálmur Stefánsson, 30.9.2012 kl. 11:29

8 identicon

Málið er að í Danska réttarkerfinu í forræðismálum er stærri glæpur að brjóta á umgengisreglum en að beita börnin ofbeldi. Ofbeldið er helst ekki athugað almennilega nema foreldri sé fyrir dæmt fyrir ofbeldi gagnvart börnum, áfengis eða eiturlyfja neyslu eða alvarlegan glæp, það er að segja áður en forræðisdeilan byrjar. Það virðist vera ómögulegt að fá foreldri dæmt fyrir ofbeldi gegn börnunum á meðan á forræðismálinu stendur, því þá fjallar þetta allt í einu bara um einn hlut, samvinnu foreldranna á milli. Það foreldri sem brýtur á umgengisréttinum missir forræðið, það eru nánast einu tilfelli sem ekki er dæmt í sameiginlegt forræði. Þetta er það sem danir í forræðisdeilum upplifa.

Svo er hin hliðin, að danskt foreldri fær alltaf forræði ef hitt er útlenskt, það fjallar um að maður álítur svo í Danmörku að það sé betra fyrir barnið að vera í því umhverfi sem það býr í heldur en að flytja það til annars umhverfis, annars lands. Það er ekkert skoðað hve sterk tengsl eru til útlenska foreldrisins eða þess lands sem það kemur frá.

Það þarf líka að fara varlega með að fara með málið í fjölmiðla í DK því að því gæti verið tekið sem árás á föðurinn td. í þessu máli og hann hefur þá hreinlega möguleika á að kæra umfjöllunina um hann, ef hann heldur áfram að neita því sjálfur að taka þátt í umræðunni í fjölmiðlum. Og dómstóllinn í forræðismálinu fær enn eitt dæmi fyrir því að það foreldri sem fer í fjölmiðlana er ósamvinnuþýtt.

Þetta er ekki auðveld staða að standa í forræðismáli í dönsku kerfi, því að maður verður nánast bundin á höndum og fótum út af reglum um hvernig maður má haga sér undir forræðisdeilunni, því annars missir maður alveg forræðið yfir bönunum. Það er engin möguleiki gefinn á því að berjast á móti óréttlæti og kerfi sem er ekki að virka fyrir börnin. Um leið og forræðismálið er farið af stað fjallar þetta ekki lengur um börnin heldur lagabókstafinn.

Eva Pálsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 12:02

9 identicon

Hér koma upplýsingar um danska lögmenn sem eru klárir í mannréttindum. Ég veit að danskir lögfræðingar eru almennt dýrari en þeir íslensku enda mikil launamunur á milli landanna fiskvinnslukona sem dæmi er með rétt undir 3000 krónur á tíman fyrir dagvinnuí Danmörku. 

Ég er með úrskurð frá dönsku yfirvaldi að ég eigi ekki rétt á réttarhjálp samkvæmt dönskum lögum þó ég eigi að fara eftir dönskum lögum og þeim ákvörðunum sem dönsk yfirvöld eða dómstólar segja til um vegna skyldu og réttinda minna vegna barnins míns sem þar býr,. Ég er með það staðfest af íslensku framkvæmdavaldi að ég hafi ekki rétt að fá réttaraðstoð samkvæmt íslenskum lögum sé málið rekið fyrir erlendum dómstólum.

Eru þetta mannrétttindinni eða réttaröryggi sem Norðurlönd vilja standa fyrir?

Með baráttu kveðju, Baldvin Nielsen

Advokat Tyge Trier

 

TygeTrier@eversheds.com

 

+45 33 75 05 11

 

Med venlig hilsen
Laue Traberg Smidt
Advokat

Beskrivelse: Beskrivelse: cid:2A0C7537-D5FE-4344-8A59-285067C912E5@nyaeminent.se

København - Malmö

Adacta Advokater ApS
Lygten 11
DK-2400 Copenhagen NV

Tel +45 70 20 12 00

B.N. (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 12:48

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar B.N. ;)

Ég tel að Norðurlöndin eigi að virka á allan hátt eins og eitt svæði, sem er oft sagt að það sé eða / og eigi að vera, en er svo ekki á svo margan hátt, þegar á reynir.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 23:50

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komment þitt óli.

Það er ekki mín staðhæfing að Danir fái ávallt forræðið, heldur kemur það fram í fréttinni og ég geng út frá því að fólk segi satt.

Það er ávallt leitt þegar foreldrar deila, en þetta blogg snýst um þetta tiltekna mál.

Get bætt við að oft er það einnig þannig að feður vilja ekki hitta börn sín né vita af þeim, og eitthvað þarf að gera til að tryggja rétt barna sem búa við slíkt, en það er annað mál.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 23:53

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu þá að meina mig H.T. Bjarnason ??

Ég er einungis að blogga út frá fréttinni sem ég vil líta á sem sannleika í þessu erfiða máli sem ég vona að fá ásættanlegri lausn en þá sem nú liggur fyrir ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 23:55

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Einar Sig. ;o

Það er margt sem betur má fara á Norðurlöndum, en sennilegast eru þetta samt bestu samfélög sem finnast, amk í þeim hópi. Kannski er bara ekki svo létt að gera enn betur ? Ekkért er jú fullkomið.

En þetta mál er langan veg frá því sem maður væntir á okkar slóðum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.9.2012 kl. 23:57

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er misjafn hvað fólk flokkar sem vitleysu Vilhjálmur. Fyrir mig , þá er það aldrei vitleysa að hjálpa fólki í erfiðleikum, aldrei.

Það mun kosta, án efa, margar milljónir ef ekki tug eða meira, að klára þetta mál og það eru ekki svo margir með það breið bök að geta borið slíkt án hjálpar. Nóg er um áhyggjur og vanlíðan og svefnlausar nætur í svona málum, og þessu tiltekna, svo ekki eigi að þurfa að bætast við fjárhagsáhyggjur eða að skortur á peningum verði til þess að ekki sé hægt að halda áfram með málið og áfrýja.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.10.2012 kl. 00:01

15 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Eva ;---

Er þetta kannski bara hörkubusiness hjá frændum okkar... ? Með því yfirskini að hugsa um hag barna þegar það svo er ekki þannig þegar nánar er skoðað, eins og ég skil orð þin ??? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.10.2012 kl. 00:03

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

,,Eru þetta mannrétttindinni eða réttaröryggi sem Norðurlönd vilja standa fyrir?"

Mitt svar B.N. er nei !!! Út í hött hvernig þetta er og ég á erfitt með að umbera að Norðulandasamstarfið er ekki að virka eins og manni hefur verið sagt að það eigi að gera.

Kannski getur fjölskyldan nýtt sér ábendingar þínar og ég vona að fólk styðji þau með að borga brúasann, svo þau geti áfrýjað. Bíð enn eftir bankauppl. frá Ragnheiði, sem ég held að sé systir móðurinnar, og vona að hún skelli hér inn sem fyrst, svo það fari ekki fyrir ofan garð og neðan.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.10.2012 kl. 00:07

17 identicon

Það er nú einu sinni þannig að það virðist sem að Hjördís hafi gleimt að greina frá því í baráttu sinni að hún á dreng sem er 15 ára gamall með Íslenskum manni sem að hefur aðeins hitt föður sinn 4-5 sinnum. 

Kannski að það fáist einhver skýring á því hvernig á því stendur.

Friðgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 00:38

18 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég veit ekki neitt um það Friðgeir og já, takk fyrir innlitið ;)

Kannski að henni sé meira en um megn að tala um þessa deilu við föðurinn í Danmörku, sem þetta mál snýst um ? Og kannski vill faðir þess 15 ára ekki hitta son sinn, ég veit ekki og það væri hægt að giska helling ef maður vill.

Hinsvegar vil ég amk ekki íþyngja henni með þessu sem þú nefnir eða pælingum um það.  Held að það sé nóg hjá henni núna að hafa áhyggjur af. Það er hræðilegt að missa börnin sín og ætti að vera hverri manneskju auðvelt að setja sig í þau spor.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.10.2012 kl. 08:08

19 identicon

Faðir þessa drengs sem á hann reyndi lengi vel að fá umgengni við drengin. Allt kom fyrir ekki. 

Hann leitaði til Sýslumanns og fékk úrskurð.. Sá úrskurður var mölbrotinn af móðurinni, þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir.

Því næst fer hún til Danmerkur, eignast þar 3 börn. Það virðist sem svo að hún hafi ætlað sér að leika sama leikinn í Danmörku.

Móðirinn skýrði frá því fyrir rétti í Danmörku að það væri gott samband milli elsta drengsins og föður hans á Íslandi.. Faðirin bar vitni um hið gagnstæða. 

En það er um að gera að vera ekki að íþyngja henni með það hvernig hún hagræðir sannleikanum. Um að gera að leifa henni að afla sér samúðar á fölskum forsemdum.

Það er mér mjög auðvellt að setja mig í þau spor að missa barnið mitt,, Ég er búinn að ganga í gegnum það. Ég á barn með konu sem hagar sér eins og umrædd Hjördís. 

Konu sem svífst einskis í þeirri fyrirætlun sinni að svipta dóttur mína föður sínum.. 

Meðvirkni samélagsins, stjórnsýslu og fjölmiðla til að umbúðalaust trúa þessum sögum mæðrana er hreint út klárt sjúkleg..

Friðgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 12:11

20 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég samhryggis þér mjög með þetta Friðgeir ;(  Og ég vona að úr leysist og að þú gefir ekki upp vonina.

En hvað leikur er það sem þú vilt meina að móðirin sé að leika ???  

En eins og ég blogga um í mínu upphafsinnleggi, þá er ég að kalla eftir að fjölmiðlafólk upplýsi okkur um hina hlið málsins; viðtal í tv við föðurinn.

Sjálf geng ég út frá því að fólk segi satt og hvað þetta mál varðar, hef ég engar forsendur til að draga í efa það sem frá þeim kemur um málið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.10.2012 kl. 22:28

21 identicon

Ég vill ekkert segja um hvaða leik hún er að leika... Það er annara að upplýsa það. 

Það er hins vegar morgun ljóst að fjölmiðlar á Íslandi eru rosalega fljótir að taka upp hanskann fyrir mæður. Og vilji til að rannsaka hina hliðina er enginn!!! 

Stundum er ekki verið að segja satt og rétt frá svo að ég haldi mig nú bara við mína reynslu... 

Friðgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 22:49

22 identicon

Ég vona að mínar upplýsingar komi að notum og að hún fái alla þá réttaraðstoð sem aðrir fá sem búa í Danmörku. Það eiga allir að sitja við sama borð þegar til dómstólanna er komið. Eins og ég hef komið inn á áður undir rós að vísu að álit fræðinganna á vegum barnaverndaryfirvalda viðkomandi sveitafélags eru hættulegustu gögnin sem lögð verða fram í réttinum. Þessi gögn geta verið samin af fólki sem dæmi geta bara verið illa við viðkomandi persónu þá skiptir ekki máli hvort við séum að tala um konu eða karl. Kerfið í Danmörku er mjög sterkt og lögin eru góð þar til kemur að því að fagaðilar fá lausan tauminn. Fagaðilar geta haft úrslitaáhrif með sinni skýrslugerð hvort sem hún er ósönn að hluta eða öllu leiti. Þessi umrædda kona sem er að berjast fyrir sínum rétti í þessu máli þarf að fá úttekt á sínum málum hjá hlutlausum fagaðilum sem vinna í Danmörku algerlega sjálfstætt með enga hagsmuni hjá ríki og bæ til að koma með álit á móti áliti þeirra sem vinna hjá kerfinu það er einni möguleikin til að hafa áhrif á dómarann að mínu mati. Hún og lögfræðingur hennar verða að fara þessa leið séu gögn í málinu frá fagaðilum kerfisins í fjöldskyldumálum fyrirferðamikil í dómsmálinu en þessi leið kostar peninga.

Baldvin Nielsen

B.N (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband