Mun hann sigra ?

Svei mér þá, gott ef ekki. Fannst það líklegt fyrst þegar hann kom fram , en það hrundi til grunna um daginn þegar vídeóið birtist af honum þegar hann dissar þá sem fá bætur af ýmsum toga. Svo þessi gríðarlegi viðsnúningur kemur mér á óvart, og hvað þá að hlutabréf hækki eftir eina af þremur kappræðum. Ef hann sigrar, vona ég að það hafi góð áhrif á heiminn og okkur um leið. Hver situr í Hvíta húsinu er svo miklvægt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Annars þykir mér það oft leitt hvað það virðist oft mikið hatur næstum því, hjá mörgum Íslendingum í garða USA, amk óvild. Það þykir mér leitt. Það er ekki mikið talað um það að það var einmitt USA sem fyrst viðurkenndi sjálfstæði okkar. Lettar heiðra okkur enn fyrir að hafa verið fyrst til að viðurkenna þeirra sjálfstæði. Vona að þeir sem bera óvild til USA, hugsi sig aðeins um og sýni þeim þá kurteisi sem þeir eiga skilið.

 


mbl.is Hlutabréfahækkun tengd Romney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hann sigrar er thad sko ekki gott fyrir heiminn, hvad thá Bandaríkjamenn. Hann er afturhaldssamur trúsinni sem er med svipada stefnu og Bush hafdi hvad vardar vísindi og thróunarkenninguna. Frekar vil ég Obama aftur, hann er eins og sagt er "lesser of two evils".

Atli (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 07:10

2 identicon

USA er stór pakki sem inniheldur  mörg  element.Margt af því besta í heiminum er það að finna  á flestum sviðum.Þjoðin á ser langa og merka sögu ekki síst hvað varðar hina  upprunalegu menningu frumbyggjanna.Sá sem  léti sér detta í hug að seta allt í USA undir einn hatt mundi missa af miklu  Augljóslega

Sólrún (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 13:03

3 identicon

@1:

Þú virðist ekki hafa hugmynd um að USA eru á leið í gjaldþrot undir forystu Obama. Atvinnuleysi í usa er nær því að vera 14% en 8% séu þeir taldir með sem eru í hlutastörfum en vilja fullt starf. Undir Obama eyðir ríkissjóður usa um 3,5 milljörðum dollara á dag umfram efni sem þarf þá að fá lánaða. Fjöldi þeirra sem þiggja food stamps hefur snaraukist á vakt Obama.

Kanarnir þola ekki fjárhagslega annað kjörtímabil með Obama.

Helgi (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband