5.10.2012 | 20:55
Why beðið með birtingu dóms frá Ágúst ???
Þetta gerir mig reiða :
,, Dómurinn var upp kveðinn í ágúst en ekki birtur á vef dómstólanna fyrr en nýverið."
Af hverju var beðið með birtinguna ????? Hverjum var verið að hlífa og hversvegna ??? Var verið að hlífa gerandanum, af því hann er svo ,, vel gerður maður" samkvæmt geðlækninum ???
Hversu oft er beðið með birtingu dóma ??? Og ná engin lög yfir tímamörk frá uppkvaðningu og til birtingar ???
Vona og bið um að fjölmiðlafólk kafi ofan í þetta og birti um það frétt. Takk.
![]() |
Keypti kynlíf af 14 ára dreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð spurning og svo er refsingin tvö og hálft ár og að greiða fórnarlambinu fólk haldi sér: átta hundruð þúsund, átta hundruð þúsund. Í hvaða veröld eru dómarar sem eru með hvað??? á mánuði þetta eru ekki einu sinni þeirra mánaðarlaun. Sammála ég verð bara reið af að heyra svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 21:14
Svo skil ég ekki heldur , kæra Ásthildur ( hef ekki lesið dóminn, tek það fram) hvort verið sé að dæma fyrir barnaníð eða kaup á vændi ??? Hefði talið þetta vera tvö brot.
Dómarar virðast ekki líta svona brot alvarlegum augum. Það er nokkuð ljóst. Kannski telja þeir þetta fína upphæð m.v. upphæðirnar sem maðurinn greiddi fyrir vændiskaupin og barnaníðin ? Já, og einmitt, þetta nær ekki einu sinni þeirra mánaðalaunum og margir fá hærri bætur fyrir meinyrði, þó mér þyki nú oft grunnt á sönnunarbyrgði á tjóni af þeim völdum, sem þar til að réttlæta bætur. Sem þessi drengur sem fyrir honum varð, gat sýnt fram á. Vona bara að hann jafni sig og fái stuðning. Og svo er spurning hvort þessar smánarbætur skili sér til drengsins ????
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.10.2012 kl. 21:40
Já það er spurning hvor hann fær þetta fé. Ég tek undir óskir þínar drengnum til handa vona að hann nái sér upp úr þessari hræðilegu lífsreynslu. Því ekkert annað en örvænting hefur knúið hann til þess að gera það sem hann gerði. Og miður að fullorðin karlmaður nýtti sér það ástand sem hann var í.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.