Ýkja karlmenn ?

Um laun sín og hlunnindi ? Er það möguleg skýring ? Óskandi að hægt væri að biðja skattinn um að útbúa einhverskonar könnun, þá kæmi þetta betur í ljós, svart á hvítu. Hvort sem væri þá minni munur eða meiri. Vonandi minni.

Langar að vita betur hvernig þessar kannanir eru gerðar. Er fólk t.d. beðið um það sérstaklega að skoða launaseðla sína og fylla út eftir þeim ? 


mbl.is 13% kynbundinn launamunur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef grun um að þetta sé rétt.  Fyrir því eru ýmsar ástæður, en fyrst er það að konur gera ekki eins miklar kröfur á laun og karlar, af hverju það er þarf að skoða  að hluta til í uppeldi og að hluta til í almennu viðhorfi frá gamalli tíð. Það þykir líka sjálfsagt að karlar fái bíl til afnota, en ekki eins sjálfsagt með konur.  Þeir eru líka líklegri til að fara fram á slikt en konur.  Konur hugsa líka meira um hag fyrirtækisins og taka meira tillit til bæði annara starfsmanna og hag fyrirtækisins.  Ég veit ekki hvernig er hægt að breyta þessu.  Sennilega lagast þetta þegar Hjallastefnan hennar Margrétar Pálu fer að hafa áhrif, þ.e. þegar Hjallastefnubörnin fara að láta til sín taka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband