Styð þetta

Þjóðin hefur aldrei verið í vandræðum með að ná sér í áfengan sopa og þarf ekki hjálp til þess heldur. Meira að segja líka þegar aðeins voru nokkur ,,Ríki" í Reykjavík, þá voru ávallt nógu margir pissfullir um hverja einustu helgi. Margar þjóðir eru í miklum vandræðum með afleiðingar of mikillar áfengisneyslu og eitthvert alþjóðaapparat sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, hefur talað um að þjóðir geri allt sem hægt er til að takmarka aðgengi að áfengi. T.d. er nýbúið að setja lög um lágmarksverð á áfengi í Bretlandi, með það í huga að minnka neysluna. 

Evt væri í staðinn, sniðugt að opnuð væri síða á netinu á vegum Vínbúða, sem væri þá læst fyrir yngri en 20 ára, þar sem þeir sem framleiða og flytja inn áfengi, geta auglýst sínar vörur gegn gjaldi, og um leið upplýst þá sem vilja um vörur sínar; www.afengisauglysingar.is . Þar geta þá einnig þeir sem framleiða léttöl, auglýst sína vöru og greitt fyrir það. Svo væri gaman að sjá hvað mikla flettingu slík síða fengi, þar sem einnig væru greinar og umfjöllun um áfengi og hvaða vín er gott með hvaða mat osfrv. Sem er bara jákvætt fyrir þá sem vilja læra meira um vín, sem er heillmikill skóli að læra í rauninni, því það skiptir miklu máli að velja rétta tegund af víni með steikinni. Og ég tel að menning okkar með hvít-og rauðvínsnotkun sé það ung að við hefðum virkilega þörf á að fá meiri fróðleik um öll þau vín sem flutt eru inn og íslenskan bjór. Búum við til vín ? Veit það ekki svei mér þá, svo það væri gott að geta slegið inn www.afengisauglysingar.is, nú eða bara www.afengi.is eða www.alltumafengi.is og komast að því undir flipanum ,, íslensk framleiðsla". 


mbl.is Bjór verður malt með lagabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband