8.10.2012 | 08:51
Mafían og Huang Nubo
,,Glöggt er gestsaugað". Þeir sjá hér báðir tækifæri til að hagnast og evt fleiri útlendingar líka. Ekki eru allir hrifnir af áformum þeirra og fáir munu sennilega syrgja það ef þeir hætta við eða verður ekki hleypt inn í landið okkar.
Það er vonandi að við munum koma auga á fleiri tækifæri og lyfta landi okkar úr sæ sjálf, áður en þeir láta verða af því að græða á landinu okkar. Betur sjá augu en auga. Þeir sjá það, enda eru tækifæri tl atvinnusköpunar um allt og einkaaðilar eiga ekki að bíða eftir hókus pókus frá ráðamönnum þjóðarinnar, enda ekki þeirra að stofna fyrirtæki og reka þau.
Opnum augu okkar og endurreisum landið okkar sem var nánast sekkt í sæ af nokkrum mönnum og sofandi stjórnmálamönnum fyrir 4 árum síðan. Kominn tími til og þetta ár , 2012, er árið sem viðsnúningur er hafinn og þarf að halda áfram á meiri hraða, svo við gloprum ekki tækifærunum úr höndum okkar.
Mafíur horfa til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn á Kínverjum og Íslendingum er að kínverjar eru í eðli sínu heiðarlegt fólk og íslendingar ekki. Og það er ástæðan fyrir því að íslendingar halda áfram að vera hræddir við útlendinga og það sem gerir að við verðum ógestrisnir, illgjarnir og heimskir sem er aðalsmerki okkar í samskiptum við útlendinga...
Óskar Arnórsson, 8.10.2012 kl. 10:26
Að kínverjar séu í eðli sínu heiðarlegt fólk, veit ég ekki, og að sjálfsögðu finnt einn og annar heiðarlegur íslendingur, einhversstaðar, en að öðru leiti er ég sammála þér. Það er leiðinlegt, en óheiðarleikinn er landlægur og allsstaðar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 11:52
Já látum íslenska krimma taka það sem þeir voru byrjaðir á fyrir hrun. útlendingar eru illmenni, ekki íslendingar, íslendingar eru góðir og saklausir... allt böl kemur frá erlendum mafíósum, íslenskar mafíur eru ekki til, þær voru þurrkaðar út í hinni miklu hreinsun sem fór hér fram eftir hruyn ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 12:34
Jamm þeir eru heiðarlegir, veit ekki betur en þeir séu verstu sjóræningjarnir Pirots í að stela hugbúnaði og hönnun og framleiða svo miklu ódýrar en keppinauturinn. Ég er viss um að hinn almenni kínverji sé heiðarlegur, en stjórnvöld eru það ekki. Íslensk stjórnvöld eru eins og smábörn miðað við þau kínversku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 13:02
Cesil er skemmtilega föst í því að allir útlendingar séu glæpamenn sem eigi aðeins eina ósk, að níðast á Íslendingum! Dásamlega paranojuð kerling.
Óskar, 8.10.2012 kl. 13:44
Jæja er það Óskar, viltu ekki koma með staðfestingu á þeirri fullyrðingu? Ég þekki persónulega til máls í þessa veru í Kína. Vinir mínir þýskis með sérstaka menntun í annar arkitekt hinn sólarorkusérfræðingur. Kínverjar réðu þau til eins árs til að vinna að ákveðnu verkefni. Þau sáu þó fljótlega að það átti einungis að ná formúlunni og byrja síðan sjálfir á samskonarverkefni. Þeir eru með mestu iðnaðarnjósnir í heiminum. Það er alveg viðurkennt og hefur ekkert með paranoju að gera. Síðan álykta ég út frá þessu innleggi þínu Óskar um að þú ert bara að reyna að vera með leiðindi við mig, allt í lagi með það. En um leið hefur þú gefið mér upp ýmislegt sem þú ætlaðir örugglega ekki að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:06
Tek undir med Asthildi. En endilega kikid a thennan link, tha skiljid thid kannski betur af hverju thetta kina-aevintyri
er svo lodid,:
http://blog.eyjan.is/larahanna/2012/05/10/allir-vildu-kinverska-drekann-kvedid-hafa/
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 14:18
Takk fyrir þetta innslag Sigurður. Lára Hanna er ein okkar besta baráttumanneskja fyrir sjálfstæði og friðhelgi þjóðarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:23
þjófar eru manna þjófhræddastir. Það má glöggt sjá í yfirgengilegri útlendingahræðslu Íslendinga. Íslendingurinn heilsar ekki útlendingi, því hann hefur báðar hendur bundnar við að verja að enginn steli af honum rassgatinu sem hann telur heilagt og ómótstæðilegt.
sigkja (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 17:42
Er þetta nýjsti frasinn ykkar Sigkja? Endemis kjaftaæð með meint útlendingahatur. Ég á vini um allan heim, allt frá Taiwan til Kóreu og Mexico til Thailands og allt þar á milli. Reyndu að koma því inn í þitt takmarkaða höfuð að þetta hefur ekkert að gera með útlendingahatur. Það sem verið er að tala um er að vera á varðbergi fyrir ágangi afla sem eru margfalt stærri og sterkari en við, sem eru með ákveðna græðgi inn í okkar litla land. Það hefur bara ekkert með útlendingahatur að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 18:38
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Arion, Kaupþing, Landsbanki, Íslandsbanki, Glitnir, Avant, Lýsing, SP-Fjármögnun.
Við þurfum nú ekki miklar áhyggjur að hafa af útlendingum þegar það eru fyrst og fremst innlendir aðilar sem stunda hér skipulagða glæpastarfsemi.Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2012 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.