11.10.2012 | 08:51
Banna þarf flokkaflakk
Vilji kjörnir fulltrúar ekki sitja fyrir þann flokk sem þeir náðu kjöri úta, þurfa þeir einfaldlega að segja af sér og leyfa varamanni að taka við. Hugsið ykkur ef þetta væri eins í fótboltanum !!! Ef hægt væri að gera félagabreytingu í miðjum leik , kommón !
Og hvernig eiga svo kjósendur Bjartrar framtíðar að geta treyst því að hann hoppi ekki af þeirri lest í miðjum klíðum líka ???
Róbert til liðs við Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Betra væri að banna stjórnmálaflokkana.
Glúmur Angan (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:21
Það mun ekki gerast Glúmur , eða ég tel það vera óraunhæft. Það er hinsvegar í mínum huga, óþolandi að menn hoppi endalaust af og svíki þar með kjósendur sína, og sitji sem fastast engu síður. Bjánalegt að auki að það sé liðið.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 09:28
Já mér finnst þetta ekki hægt og í svona tilfellum þegar einstaklingar hafa verið kosnir í gegnum ákveðin flokk á þing að starfa fyrir flokk þann og segja sig svo úr honum vegna óánægju með störf flokksins þá gefur það augaleið...
Hann á að láta af störfum tafarlaust vegna þess að hann var kosin fyrir Samfylkinguna og hann er að hætta vegna þess að hann er óánægður með störf Samfylkingarinnar svo hvernig getur hann stutt áfram störf flokksins sem hann er svo óánægður með að hættur er hann í flokknum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2012 kl. 09:29
Þessi fótboltasamlíking gengur samt ekki alveg upp hjá þér, hann klárar þetta tímabil með sínu liði en er einfaldlega búinn að semja við annað lið fyrir næstu leiktíð, bara business as usual í boltanum.
En að öllu gamni slepptu, þá væri það nú ekki síður undarlegt ef þingmenn væru fastbundnir sínum flokki óháð því hvaða vitleysu sá flokkur væri kominn út í. Ef ég færi fram í góðri trú fyrir einhvern flokk, og síðan á næsta flokksþingi yrði gerð hallarbylting og stefnu floksins breytt (t.d. þjóðernisöfgamenn næðu völdum í flokknum), hvort er það þá nýja stefna flokksins eða það sem ég stend fyrir sem kjósendur vilja sjá áfram á þinginu?
(Tek það fram að þetta dæmi er tilbúningur, ég er ekki að tala eitthvað sérstaklega um Samfylkinguna)
Valgeir (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:53
Vill hann ekki bara, eins og hinir liðhlauparnir, halda í launin sín fram að næstu kosningum Ingibjörg...? Er það ekki málið ?
Það þarf að setja lög sem banna þetta flokkaflakk og vilji menn hætta, þá segi þeir af sér ÁN nokkurra launa eftir þann dag. Og varamaður tekur við samdægurs. Ósköp einfalt og eðlilegt þykir mér amk.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 09:54
Þessi fótboltasamlíking gengur samt ekki alveg upp hjá þér, hann klárar þetta tímabil með sínu liði en er einfaldlega búinn að semja við annað lið fyrir næstu leiktíð, bara business as usual í boltanum.
En að öllu gamni slepptu, þá væri það nú ekki síður undarlegt ef þingmenn væru fastbundnir sínum flokki óháð því hvaða vitleysu sá flokkur væri kominn út í. Ef ég færi fram í góðri trú fyrir einhvern flokk, og síðan á næsta flokksþingi yrði gerð hallarbylting og stefnu floksins breytt (t.d. þjóðernisöfgamenn næðu völdum í flokknum), hvort er það þá nýja stefna flokksins eða það sem ég stend fyrir sem kjósendur vilja sjá áfram á þinginu?
(Tek það fram að þetta dæmi er tilbúningur, ég er ekki að tala eitthvað sérstaklega um Samfylkinguna)
Valgeir (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 10:10
Þú ert bara að bulla Hjördís.
Sverrir (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 10:34
Takk fyrir þetta og ég þarf að hugsa þetta betur með boltasamlíkinguna, er ekki neiit í boltanum ;)
Sammála því að þeir þurfa að fá að fara ef þeim líkar ekki stefnan. En þeir eiga þá einmitt að fara og hleypa varamanni að.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 11:37
Því er ég ekki sammála Sverrir minn,alls ekki. Hef hugsað þetta lengi hvað þetta er kjánalegt að sitja á þingi fyrir einn flokk og segja sig svo úr honum og sitja áfram sem fastast. Það er bull en ekki mitt komment á þessa frétt ;) Og hana nú ... !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 11:39
Ef mig langar að segja upp á vinnustaðnum og vinna annars staðar við sama fag þá geri ég það bara
Robbi Marsbúi (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 12:13
Hjartanlega sammála þér Hjördís
Fyrst ekki er hægt að treyst þessum eiginhagsmunaseggjum til að fylgja þeim flokki sem kom þeim á þing þá verður að setja bönd á þá á einhvern anna hátt
Þetta er blaut tuskan framn í grasrótin í flokkunum sem leggur á sig ómælda vinnu fyrir þetta lið í kosningum
Grímur (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 12:22
Ja hérna, á allt í einu að banna flokkaflakk? Þetta hefur verið gert lengur en elstu menn muna! Hingað til hafa Íslendingar ekki látið þingmenn sem labba út fara mjög í taugarnar á sér nema kannski fyrrum samstarfsfélagar á þingi og kjósendur þeirra. Ingibjörg, hvað þá með Lilju Mós, Atla Gísla, Ásmund Einar, Þráin og Hreyfingarfólkið? Allt hefur þetta fólk fært sig í pólitíkinni á kjörtímabilinu, það hlýtur nú að vera sama hver er!
Skúli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 17:59
Robbi Marsbúi...ertu Róbert Marshall eða viltu að fólk haldi að þetta sé hann ?
Hver sem þú ert, þá er bara einn vinnustaður á landinu sem heitir Alþingi, svo það er ekki létt að skipta um vinnustað í sama ,,fagi".
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 23:25
Góður punktur Grímur og það er eins og starf grasrótarinnar gleymist endalaust...kannski vegna þess að þar skortir því miður virðingu fyrir sjálfboðnum störfum fólks ???
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 23:26
Þetta er komið meira en fínt með þetta flokkaflakk, átti að stoppa það strax Skúli , hvenær svosem það hófst.
Það væri þá fínt ef þeir löbbuðu út, en þeir sitja sem límdir við stólana og launin sín ! Þeir eiga að fara og hleypa varamönnum að ;)) Og koma þá aftur í framboð undir nýjum merkjum í næstu kosningum á eftir, vilji þeir það enn.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.