12.10.2012 | 08:12
Komdu aftur Hemmi ;)
Ég hélt fyrst að Hemmi væri að byrja aftur með þættina sýna; yrði comeback uppá ameríska vísu.
En því miður, upprifjun og þá skildi ég af hverju nafnið á þættinum var ekki alveg það sama. Gaman að sjábrot úr þáttunum, en þvílíkt svekkelsi. Að Þórhalli ólöstuðum.
Hemmi Gunn : Komdu aftur á skjáinn með þættina þína, plís ;) Og breyttu engu, hafðu allt eins og það var, það virkaði vel og því engin þörf á að breyta, plús það að fólki líkar upp til hópa við það sem það kannast við, sér í lagi á erfiðum tímum eins og eftir hrunið 2008. Að þú komir aftur með þættina þína, mun án efa skipta miklu máli í bataferli þjóðarinnar. Í alvörunni.
Og RÚV : Bjóðið honum að koma aftur með eigin þætti, þá beint í kjölfar þessarar upprifjunar. Það þarf að hafa sans fyrir því hvað fólk vill horfa á og halda í óbreytt snið á þáttum og stjórnendum sem áhorfendum líkar við. Eins og þeir hafa vit á að gera í USA ;))
Þessir þættir voru svo jákvæðir og skemmtilegt léttmeti akkúrat það sem þjóðarsálin þarf á að halda í öllu þessu endalausa argaþrasi.
Hemmi beint á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.