13.10.2012 | 11:02
Sviðsett kosningatrikk ?
Til að búa til samúð og ná atkvæðum útá það ? Vona ekki, en maður veit aldrei hvað mönnum lætur sér detta í hug til að ná kjöri. Hann á jú á brattann að sækja gegn Romney.
Skotið á kosningaskrifstofu Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Romney ætti að nota aðrar aðferðir til að komast til valda. Hann mun væntanlega fordæma svona árásir, ásamt Obama.
Stríð er ekki það sem heimsbyggðin þarf.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 11:25
Ég er nú að meina úr stuðningsbúðum Obama Anna...
Alveg rétt, við þurfum ekki stríð og höfum aldrei þurft.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 11:42
Hjördís. Ég skildi að þú meintir stuðningsbúðir Obama. Mér datt bara fyrst í hug að stuðningsmenn Romney hefðu verið þar að verki. Ekki veit ég hvers vegna mér datt það fyrst í hug.
Það er nauðsynlegt að bæði Romney og Obama fordæmi svona vinnubrögð, og stuðningsmenn þeirra beggja temji sér eðlileg og siðmenntuð vinnubrögð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 12:38
Ég veit auðvitað ekki neitt um þetta kæra Anna, en datt þetta í hug þegar ég las um þetta. Það hefur alveg gerst að menn sviðsetja árásir og skemmdarverk til að búa til óvin og fá samúð og stuðning og vera svo sá um leið sem bjargar ;))
p.s. af forvitni...hvernig virkar það að vera með lokaða bloggsíðu en geta samt kommentað ?? Hélt það væri ekki hægt, enda svo ný hér m.v. flesta.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 12:59
Hjördís. Því miður eru það viðurkennd og leyfð vinnubrögð, að beita blekkingarbrögðum í pólitík.
Það er gott að fá sem flest sjónarhorn um öll mál.
Ekki veit ég hvers vegna síðunni minni var lokað, og því síður veit ég hvers vegna ég fæ leyfi til að skrifa athugasemdir. Síðuhöfundar geta líklega lokað á athugasemdir frá mér, og það er gott. Stundum segi ég eitthvað ósanngjarnt og vanhugsað, og þá er skiljanlegt að fólk loki á mann.
Ég er mjög illa að mér í tölvufræðum, og kann hreinlega ekki að svara þinni spurningu um kommentin. Ég tjái mig þar til þaggað verður niður í mér. Meiningin er góð og óflokksbundin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 13:53
Þú greinilega þekkir ekki öfgahluta GOP flokksins.
Kristófer B (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 19:25
Hvað er GOP flokkurinn Kristófer ? Segðu frá .. ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 21:00
GOP er Republikkaflokkur Hjördís og ertu hrifin af öfgun Hjördís ?
Enginn (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 00:28
Ekki veit ég hvað GOP stendur fyrir. Ég þarf líka útskýringu á þessu eins og þú Hjördís mín. Ekki skil ég heldur þetta öfga-komment hér að ofan. En fróðir fræða væntanlega.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.10.2012 kl. 08:38
Það er mjög einfald að komast af því hvað GOP flokkurinn stendur fyrir og það þekkja all flestir öfgahluta þess. t.d að google það. Ekki veit ég hvort að síðuhöfundur sé stuðningsmaður Bandaríska Repúblikaflokkinn sem er það versta sem fyrirfinnst. Ekki er ég neitt sérstaklega stuðningsmaður Obama enn Demókrataflokkurinn er skömmunum skárra af heimsmælikvarða. Repúblikaflokkurinn sém slíkur viðurkennir ekki þróunarkenninguna eða þar að satt teboðshreyfinginn og eru á móti fóstureyðingu og vilja ótakmarka byssueign styðja aftökur og ef þú værir að vinna á kaffihúsi og kaffið sém að þú hellir upp á væri 4 gráður of heitt getur viðskiptavinurinn höfðað skaðabótamál gegn þér og ef þú verður á mannlegum mistökum geturðu átt í höfði þér ævilangt fangelsi og viltu sem satt lifa í þannig öfgafulla samfélagi ?
Enginn (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 12:56
Veistu það Enginn, að mitt blogg snýst ekki um þetta GOP eða hvor er skárri flokkur í USA. Snýst um pælingar mínar um það hvort stuðningsmenn Obama hafi sviðsett þetta skot í gluggann.
Ég ætla ekki að hafa skoðun á því sem þú biður um í þessu bloggi.
Takk samt fyrir innlitið en ég er engu nær um GOP og nenni ekki að Goggla því sem ég þarf ekki á að halda hverju sinni né hef mikinn áhuga á. Veit samt af möguleikanum ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.10.2012 kl. 20:00
Takk fyrir innlitið Hjördís og ég ætla ekki að móðga þig né gera lítið af þínum færslu enn mér bara fynnst bara vera svo miklar öfgar í Bandaríkjanum og í múslimalöndanum og á þróunarlöndanum. Kanada og vesturhluta evrópu og Ástralía og nýja Sjáland eru meðal mest siðmenntuð þjóð heims og það er eina sém að ég óska er betri heim og er það nokkuð of mikið ætlast ? Maður spyr sig.
Enginn (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 21:09
Það er gott að þú vilt betri heim, það vil ég líka Enginn ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.