14.10.2012 | 17:59
100 tölvukerfi ástæðan ?
Þetta er einkennilegt og sorglegt mál og ég finn til með þessum unga Svía. Vonandi heldur hann amk fótleggin sínum og mun geta gengið án hjálpar. En útlit fótleggjarins mun án efa verða slæmt því miður fyrir hann. Og vonandi að það verði ekki lagt á hann í þokkabót, að fara fyrir dómstóla með mál sitt og eftir 10 ár fá smánarbætur eins og þekkjast hér á landi.
Það væri þó fróðlegt að vita hvort hluti ástæðunnar sé sú að færndur okkar séu með yfir 100 mismunandi tölvukerfi sem hafa valdið því að maðurinn týndist ?
Og um leið hvort mistök í meðhöndlun og dauða sjúklinga hér á landi, megi rekja til þess hér heima.
Og oh my God ef nýtt háskólasjúkrahús sem Davíð Oddsson pantaði og enginn þorir að bakka með virðist vera, verður að veruleika eins og hvert annað álver í hjarta borgarinnar, hversu margir eigi eftir að týnast þar í því ferlíki og með yfir 100 tölvukerfum !!! Fyndið að tölvukerfin skuli vera álíka mörg og þær byggingar sem LSH starfar í og vill sameina í einn stóran klump.
Týndist á sænsku sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það sé ekki frekar tungumálaörðugleikar starfsfólksinns á sjúkrahúsinu en fjöldi tölvukerfa sem er orsakavaldurinn fyrir slysinu.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 10:10
Að það sé fólk sem starfar í Svíþjóð sem talar ekki sænsku ? Ertu að meina það V. Jóhannsson ?
Hélt að almennt væru Svíar nokkuð harðir á að fólk tali sænsku, en kannski slaka þeir á kröfum með lækna og hjúkrunarfólk ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 17:19
Það var þegar vandamál fyrir 20 árum síðan, að fara með eldra fólk til læknis í Svíþjóð, því læknarnir töluðu ekki sænsku og voru að reyna að þrugla sig út úr ensku, sem gamla fólkið ekki skildi. Nú tala ég um úthverfi stærri borga þar. Ástandið er margfallt verra í dag. Nánast harmleikur.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 21:06
Ömurleg þróun V. Jóhannsson...þetta fer að verða eins og með prestana í gamla daga þegar Latína var einungis notuð í kirkju, lúxus örfárra að skilja það sem fram fór. Og það sama á við um gamla fólkið sem aldrei lærði ensku.
Og um leið vond þróun að læknar víða um heim eru að taka störf hvors annars, og allir tapa á því að vera til í að taka starf í landi, hvaða landi sem er, sem er að borga útlenskum læknum minna en innlendum. Held það sé tímabært að læknar staldri við og hugsi sinn gang, og haldi sig heima hjá fjölskyldum sínum og vinum. Þetta er að verða eins og vítahirngur og hringavitleysa, þegar ég hugsa þetta aðeins. Sama má segja um fleir stéttir, sem flýja launin í eigin landi, sem gerir að verkum að aðrir flýja annað, eða í hina áttina ? Fólk á að geta unnið sem næst ástvinum sínum, það hlítur að vera það besta. Fólk er ekki vörur sem á að vera hægt að flytja um allt eins og ekkért sé, í nafni hagræðingar eða hvað menn vilja nú fegra það rétta með sem í grunninn er græðgi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.