14.10.2012 | 19:00
Sorgmædd og reið
Að lesa þessa frétt ;( Hvernig er hægt að skjóta svona fallega og yndislega fugla ? Hvað hafa þeir gert þeim sem skutu þá ? Ég er mjög leið og reið um leið. Svei ykkur sem skutuð þá, svei ykkur !!!
Hvítir fallegir fuglar, sem eru svo friðsælir og tryggir maka sínum lífið út. Kannski að sumt fólk eigi erfitt með að horfa á þá þessvegna; fólk sem ekki höndlar fegurð, frið og kærleik ?
Sex svanir skotnir á Stokkseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fallegir já, friðsælir nei.
http://farm5.static.flickr.com/4082/4772355479_1550c9a4ea.jpg
http://www.votnogveidi.is/media/timarit-myndir/large/DSCN3276.JPG
http://www.flickr.com/photos/gullisig/4772891890/
Bjarki (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 19:20
Þannig upplifi ég þá Bjarki og þykir mjög vænt um þá. Það er grimmd að skjóta þá, mannvonska ;(
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.10.2012 kl. 19:52
Það á að banna skotveiðar og byssur. Þetta eru yfirleitt heilalausir hálfvitar með dráps- og kvalareðli á háu stigi sem eru í þessu "sporti".
Óskar, 14.10.2012 kl. 20:18
Blessuð lömbin svo falleg, Það er grimmd að skjóta þau, mannvonska,,,,,,,,,,,,,,, ;(
Svo eru það líka heilalausir hálvitar sem alltaf eru að blogga, þurfa ekki að bera byssu,
Sigurður Helgason, 14.10.2012 kl. 20:57
Sammála þér Hjördís þetta er grimmd og þess vegna er gott að gerast grænmetisæta.
Enginn (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 21:15
Það er mikill munur á tilgangslausu drápi eins og í þessu tilfelli og því að drepa dýr til matar. Þessi aðili/aðilar sem gerðu þetta eru siðblindur/siðblindir fábjánar. Ég óska þeim bölvunar.
Sveinn (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 22:09
Hvernig veistu Sveinn, nema að þetta hafi verið til að fæða hungruð börn ?
Sigurður Helgason, 15.10.2012 kl. 00:00
Sigurður ( 7) ef svo hefði verið, hefðu svanirnir ekki fundist dauðir og að auki er hér enginn svo vangur að vera tilneyddur til að skjóta þessu yndislegu friðuðu fugla sér til matar.
Svo nei, það hefur ekki verið gert til að fæða hungruð börn, held ég að sé alveg óhætt að fullyrða hikstalaust.
Mér þykir þetta næstum jafn ljótt og að hafa skotið lítil börn. Svei þeim sem gerðu þetta, svei þeim bara !!!
Fyrir mér og án efa mun fleirum, eru svanir tákn um trygglyndi og ást sem mannfólkinu tekst því miður ekki alltaf eins vel með í sínum samböndum og mættu taka svanina sér til fyrirmyndar ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 00:39
Nú heldurðu að þeir hafi verið etnir lifandi ?
jú kona þeir eru til hef verið matarlaus í heila 28 daga, vaknið,,,,,,,,,,,,,
Sigurður Helgason, 15.10.2012 kl. 01:06
Þetta er auðvitað rugl að vera skjóta friðaðar tegundir en af hverju má ekki nýta álftina eins og aðra bráð. Ekki er stofnin í útrýmingarhættu.
Af hverju er ekki leyfð veiði á lóunni t.d., það er stofn sem er nýttur í Evrópu.
larus (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 06:23
Óskar: Ég myndi nú láta það vera að tala svona. Greinilegt að þú hefur ekki hundsvit á veiðum né þeim stunda hana.
Sigurður : Ég skil vel punktinn hjá þér en mér finnst nú líklegra að ef þeir hefðu verið veiddir til matar, hefði annað hvort eins og Hjördís segir, þeir hefðu ekki fundist, eða að lítið annað en hræ hefði fundist, þ.e. bringan tekin frá og rest skilin eftir.
larus: Samkvæmt því sem ég las, þá var svanurinn friðaður fyrir löngu vegna þess að danadrottningu fannst svanurinn svo fallegur, og vildi því ekki láta veiða hann, og við vorum þá undir dönum. Ég held að hann sé nú friðaður í, tjah gott ef ekki flestum Evrópulöndum... en þori þó ekki að fullyrða það.
Hver sá, eða hverjir, sem þetta gerði, nást vonandi (þótt ólíklegt sé). Þetta er nú töluvert verra heldur en þegar menn skjóta t.d. blesgæs sem er mjög svipuð heiðargæs í útliti, og er friðaður vegna stofnsstærðar (eða smæðar réttara sagt). Góður og reyndur veiðimaður hins vegar sleppir því alfarið að skjóta á heiðargæsahóp ef hann heyrir í blesu innan hans.
Vona að viðkomandi finnist og byssurnar teknar af honum/þeim.
ViceRoy, 15.10.2012 kl. 08:13
Eins og við þurfum eitthvað að drepa lömb okkur til matar? Það er algjör bull, hérna stjórnar maginn fólki þrátt fyrir að leggja kvalir á saklaus dýr og skemma sína eigin heilsu. Sammála Hjördísi, ómerkileg kvikindi sem drápu þessa svani og vonandi fá þeir þá fyrirlitningu sem þeir eiga skilið.
Mofi, 15.10.2012 kl. 08:20
Sigurður Helgason, ég kíkti á bloggið þitt og fann þetta :
,,
12.10.2010 | 23:22
Þetta eru ekki veiðimenn
Þessir meðferð á fuglum bendir til þess að þetta séu aumingjar með byssur en ekki veiðimenn,
og ef þeir hafa byssuleyfi þá hefðu þeir aldrei átt að fá það."
Mér sýnist viðhorf þitt allt annað þarna en nú, eða er ég að misskilja ? Ef ég skil þetta rétt, hvað breyttist hjá þér í millitíðinni ?
p.s. mér þykir sorglegt að heyra að þú hafir verið matarlaus í 28 daga og vona að það gerist aldrei aftur.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 09:09
ViceRoy, já þetta getur alveg stemmt með danadrotningu, en það var líka gengið mjög nærri stofninum seint á nítjándu öld, þegar álftir voru í felli var auðvelt að smala þeim saman og drepa, kjöt af einni álft var á við eitt lamb, svo það var skiljanlegt að menn vildu nytja þetta.
Það er slæmt að svona framkoma einhverra fávita kemur óorði á skotveiðimenn. Veiðimenn hvort heldur sem er skot eða stangveiði eru yfirleitt mestu náttúruunnendurnir, þó einhverjum finnist kannski þversögn í þessu.
En af hverju eru ekki leyfðar veiðar á sjálfbærum stofnum á Íslandi, t.d. álftinni, lóunni, þrestinum og einhverjum fleirum. Í Noregi er hefð fyrir veiðum og þar er lítil umræða um veiðar,en þegar menn gera eitthvað af sér varðandi þær þá verður líka allt vitlaust og menn hljóta stranga refsingu, háar sektir og upptöku vopna.
Ég fæ stundum á tilfinninguna að íslendingar séu komnir svolítið langt frá náttúrunni og nytjum hennar.
Ég er sammála Hjördísi að þetta eru fallegir fuglar, en helv. óhljóð í þeim á morgnana.
larus (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 09:37
Það er gott Lárus, ég elska fegurð þeirra og kærleik. Reyndu bara að þykja hljóðið í þeim krúttað
Og ef ég hefði verið Danadrottning, þá hefði ég gert það sama og af sömu ástæðu Þessa fugla sem mannfólkið þyrfti að taka sér til fyrirmyndar hvað traust í ástarsamböndum varðar, á ekki að snerta. Aldrei. Það þarf eitthvað að fá að vera í friði, og á meðan viðhöfum nóg annað að borða og ekki er hungursneyð, á svo að vera áfram. Ég vona að það eigi aldrei eftir að koma þannig tímar að ég verði svo hungruð vegna stríðs eða náttúruhamfara að ég verði tilneydd til að endurskoða afstöðu mína og borða svan ;( ;( ;( Og ég vona að það verið ekki örlög Íslendinga né annarra heldur, í þeim löndum þar sem hann er friðaður eða þar sem ekki ríkir alvarleg hungursneyð.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 10:09
Vill svo til að ef að samfélag manna færi frá kjötáti yfir í grænmeti og ávexti þá væri hægt að framleiða miklu meira magn af mati og vatnskostur heyrði sögunni til. Þó nokkrir vísindamenn hafa bent á að samfélagið hreinlega verður að fara frá kjötáti annars munum við mæta grimmum örlögum eftir ekki svo marga áratugi, sjá: Food shortages could force world into vegetarianism, warn scientists
Mofi, 15.10.2012 kl. 10:13
Hræsnarinn mofi kemur og segist ekki líka tilgangslaus dráp á dýrum, en mofi segir ekkert við því þegar guðinn hans á að hafa drepið næstum öll dýr á jörðinni vegna þess að einhverjir menn voru syndugir, ekki bara það heldur drap guðinn hans mofa næstum alla menn, konur og börn, ungabörnum var drekkt í tugþúsundatali..
Mofa finnst það frábært, er það ekki mofi.. þar er svo gaman og réttlátt þegar guðinn þinn stundar tilgangslaus fjöldamorð.
Mikið hlýtur að vera ömurlegt að hafa svona ömurlegan guð eins og mofi er búinn að plata sjálfa sig með.. Já guð þú mátt drepa, svo ég fái extra líf.. dreptu guð, dreptu syndarana í tilgangslausu blóðbaði
DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 11:35
Æji plís DoctorE, þetta er ekki umræðuefnið í þessu bloggi. Mailaðu bara beint á Mofi með þessar pælingar um Nóaflóðið ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 11:45
Þetta eru umræður þar sem mofi talar í hræsni, svo er ég bannaður á blogginu hans mofa; mofi og JVJ eru mest mestu ritskoðurum íslands, enda hafa þeir ekki neinn málstað, ekki nema sjálfselsku
DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 11:57
Oh, vissi ekki að það væri lokað á þig hjá Mofi. En engu síður, plís ekki fara útí heita trúarumræðu hér og nú sem enginn botn fæst í hvort sem er, takk ;)))
Segðu þína skoðun með svanadrápið...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 12:08
Hjördís, er ekki allt í lagi með þig.
Hvað fær þig til að segja svona: "Mér þykir þetta næstum jafn ljótt og að hafa skotið lítil börn."
Það er himin og haf á milli þess að skjóta fugla, þó friðaðir séu, og að skjóta börn. Eiginlega bara ósambærilegt, sama hvað þér þykir vænt um fuglana okkar.
Landfari, 15.10.2012 kl. 12:11
Þín skoðun er komin á framfæri DoctorE, ekki í fyrsta sinn meira að segja svo við skulum bara leyfa umræðunni að halda áfram án þess að rugla hana með okkar persónulega rifrildi :)
Mofi, 15.10.2012 kl. 12:11
Í fínu lagi með mig Landfari , takk ;)
Svanir og lítil börn eiga það sameiginlegt að vera saklaus og varnarlaus og að auki sagði ég ,,næstum því", tók svona til orða því mér blöskrar þetta svo svakalega !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 12:35
Svanir eiga það sameiginlegt með næstum öllum öðrum dýrum sem drepin eru við veiðar eða til matar að vera saklaus og varnarlaus.
Að líkja því við að skjóta börn er vægast sagt ósmekklegt.
Landfari, 15.10.2012 kl. 13:00
Ekkert hefur breyst, þarna er ekki verið að tala um sama hlutinn,
Að skjóta á dýr, og skilja þau eftir særð er annað en að dauðskjóta dýrið sér til matar,
Hef oftar en ekki þurt að fara út og afla mér matar, engar eru matargjafir á landsbygðinni og langt í borg óttans, engin nema ríkistjórnin, getur lifað á 146 þúsundum á mánuði.
Sigurður Helgason, 15.10.2012 kl. 13:03
Hjördís.
Þú ættir að fylgjast með fréttum. Þá myndir þú hugsanlega átta þig á hvers vegna menn vilja skjóta álftir. Það eru mjög skiptar skoðanir manna um þennan fugl.
KIP (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 13:10
Takk fyrir þetta Sigurður, en það var ekki verið að skjóta þessa svani sér til matar, var það ? Það hefur þá farið fram hjá mér.
Leitt að heyra að þú búir við svo mikinn skort en plís ekki dúndra á svanina. Það þarf að fækka Mávum og veit ekki til þess að þeir séu friðaðir, eða hvað ?
Íslenska ríkið á að vera með sama kerfi og hefur verið í USA í áratugi. Matargreiðslu kort sem virkar í allar verlsanir , eins og hvert annað greiðslukort og enginn veit nema kassadaman, og þá um leið aðeins fyrir því sem fer uppí munn og ofan í maga, ekki áfengi eða tóbak eða sjampó eða wc pappír. Fyrir það eru hjálparsasamtök sem gefa fólki slíkt, ef það vantar enn uppá.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:16
Andaðu rólega Landfari, búin að útskýra why ég kom með þessa samlíkingu sem mér þykir í lagi og ég sagði ,,næstum því". ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:17
Geta menn ekki skotið Mávana sem eru árásargjarnir og frekir og fúlir KIP ? Eru þeir nokkuð í útrýmingarhættu eða í uppáhaldi hjá fullt af fólki , eins og svanirnir eru svo sannanlega ? Ég myndi ekki sakna þeirra, svo mikið er víst. Varla hægt að fara á Tjörninga fyrir þeim...til að snjóta þess að horfa m.a. á svanina
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:20
Það er greinilegt að þetta var ekkert sem datt óvart á netið hjá þér. Það þykir mér óhuggulegt.
Það hljóta að vera kaldrifjaðar persónur sem líka þessu saman sem næsum því sama hlut að skjóta lítil börn og svani en gera svo mikinn greinarmun á því að skjóta máva og svani.
Svanir eru við vissar aðstæður miklar skaðræðis skepnur sem geta skemmt mikið þó það sjáist kanski ekki á tjörinni í Rvk.
Landfari, 15.10.2012 kl. 13:37
Kæri Landfari, ég er mjög hlý og kærleiksrík manneskja. Og orð mín; samlíking hefur sært þig og ég biðst afsökunar á því.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:54
Ef það á að banna lambadráp hvernig á ég þá að geta fengið mér lambakjöt baðað í brúnni sósu???
Þóra stóra (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 14:41
Sem betur fer er ekki verið að tala um það Þóra stóra ;)) Svanirnir eru friðaðir og lömbin alin til slátrunar...súrt fyrir þau greyjin, en svona er þetta.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 14:47
Það fer í mínar fínustu þegar fólk talar um svani en ekki álftir
Nonni pottormur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 00:45
,,Landfari" er alveg að tapa sér. ,,Landfari" ætti að fara úr landi í smá tíma, hann/hún/það hefði gott af því.
Svanur Svansson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 12:19
Sæl Hjördís,
Þetta snýst ekki um drápsfíkn.
Í fréttum hefur m.a. komið fram að bændur sem rækta korn á suðurlandi bera kostnað upp á u.þ.b. 800 þúsund krónur hver og einn, á ári hverju, vegna ágangs gæsa og álfta. Gæsum er haldið frá túnum að einhverju leiti af gæsaskyttum. Álftir má hins vegar ekki skjóta og því eru þau úrræði ekki í boði þar.
Þú ættir að fara í bíltúr og skoða álftir annarsstaðar en á tjörninni í Reykjavík. Þér ætti að duga að fara suður í Landeyjar og skoða túnin þar. Þau eru hvít af álftum, þær halda þar til í þúsunda tali á litlum túnskikum.
Hvað máva varðar, þá hefur verið tekið á vandamálum sem tengjast þeim með öðrum hætti en að skjóta þá. Mávar sækja mikið í úrgang sem við látum frá okkur og því eru úrræðin yfirleitt á þá vegau að minnka úrgang. Mávar hafa verið skotnir, en það sér yfirleitt ekki á mávastofninum eftir slíkar æfingar. Svo margir eru þeir. Það er því ekki hægt að líkja þessu saman við dráp á álftum.
KIP (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:49
Ég þakka þetta KIP og ég vona að þetta sé rétt hjá þér í þessu tilfelli, að þetta hafi þá verið bændur sem gerðu mistök og skutu þær óvart og passi sig þá betur héðan í frá. Þeir eru friðaðir, og bændurnir þurfa að virða lögin eins og aðrir, þó einhverjir þeirra séu kannski ekki eins skotnir í þeim eins og ég er
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 20:57
Af hverju geta fábjánar eins og nokkrir hérna að ofan ekki sleppt því að tjá sig um hluti sem þeir vita greinilega ekkert um? Það er einungis ein dýrategund hérna á jörðinni sem er til ama og með sama áframhaldi verður lífið á jörðinni búið innan 100 ára. Flóknara er það ekki. Getið svo til um hver þessi dýrategund er?
Jónas G. (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 22:00
Ég vil ekki giska á það sem ég held þú sért að meina Jónas. Ég elska fólk, allflest og svanina um leið....ég myndi nú alls ekki sakna geitunga, leðurblakna eða músa...Guð hefur verið í súpervondu skapi þegar honum datt í hug að skapa þau , úff !! ;))) Og í mjög góðu skapi þegar hann skapaði flestallt fólk á jörðinni og extra góðu þegar hann skapaði svanina, enda eru þeir gjarnan notaðir sem tákn um trygglyndi og ást
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.