15.10.2012 | 00:26
Óheillaland Íslandsvina ?
Mikið er þetta skrítið og leitt að heyra ;( Fyrir stuttu síðan kom Tom Cruise hingað í sömu erindagjörðum, heim aftur til USA og púmm, eins og þruma úr heiðskýru lofti var hann skilinn.
Nú Russell Crowe. Þetta er bæði leitt og slæmt um leið fyrir orðspor landsins að ferðir hingað endi svo með hjónaskilnuðum. Hvað er málið ? Algjör tilviljun vona ég. Kannski eru fleiri Íslandsvinir sem hafa lent í því sama eftir að hafa verið hér ? Man það ekki, en ég vona að listinn lengist ekki, svo það hafi ekki þau áhrif að hingað þori frægt fólk ekki að koma meir. Amk ekki þau sem eru gift.
Russell Crowe skilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sushi Samba?
Garðar (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 09:56
Ég varð ekki hissa að heyra þessa frétt miðað við kjaftasögurnar sem maður heyrði í sumar um að hann hafi heillast mjög af ungum Íslenskum stelpum og átt meira en vingott við einhverjar þeirra. Auðvitað eru kjaftasögur ekki öruggar heimildir en oftast er það nú þannig að þar sem er reykur, þar er líka eldur.
Óskar, 15.10.2012 kl. 10:40
Skil ekki Garðar... ? :)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:06
Oh, að það sé málið Óskar...kannski að hann hafi þá skilið eftir sig Crowe Jr. sem við fáum þá að kynnast með vorinu...he, he, he, hver veit ?
Nei, vonum bara að þetta hafi verið algjör tilviljun og að hann hafi nú verið spásu sinni trúr, eins og alvöru fólki sæmir að sjálfsögðu
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.