Unprofessional hroki

Af fólki sem vill láta til sín taka í stjórnmálum að tala með þeim hætti sem þau gera; ,,hrægammar með froðukrónur" Hallærislegt og púkó og ég spái því að þau ná ekki manni á þing. Að auki, hvernig ætla þau að sigta þá út ? Það er eitt hvort svona sé talað um þann hóp manna sem fólk álitur ábyrgt fyrir því sem hér gerðist fyrir 4 árum, eða hvort þetta sé sett fram í ályktun frá stjórnmálaflokki.

 

Munu þau þora að horfa í augun á þeim sem þau vísa til, og segja beint við það fólk / eða þá menn reikna ég með: ,, þú ert hrægammur " ???? Eru þau tilbúin með lista yfir þá sem þau eru að vísa til ? Eða á þetta bara að vera gisk og koma í ljós eftir að þau komast á þing, eins og þau halda að gerist með slíku orðalagi ??? 

Þau byrja ekki vel og fá því falleinkun mína hér með. 


mbl.is Samstaða vill taka upp „nýkrónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er á því að stundum þurfi að nefna hlutina réttum nöfnum Hjördís mín.  Viðskipti með verðbréf er oftar en ekki froðufé, þeir sem gambla með fé án hirðis eru hrægammar.  Við getum einfaldlega ekki haldið áfram á þessari braut.  Sennilega þyrftum við til að byrja með fara aftur til baka í vöruskipti.  Meðan heimurinn jafnar sig á öllu því froðufé heimsins sem er í umferð, sem lítil eða enginn innistæða er fyrir. 

Sammála Óðni Geirssyni, það er komin tími á nýja hugsun og nýjar áherslur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála því Ásthildur mín, en stjórnmálaflokkar þurfa að gæta að sér í orðavali og mér þykir þetta ekki heppilegt hjá þeim eða vænlegt til árangurs, því miðurþ Því það er frábært að fá nýja flokka og nýtt fólk sem við þurfum á að halda ;)

Það hefði verið betra, víst þeir vildu orða þetta svona, að listi yfir þá sem þeir meina, hefði þá bara flotið með. Sem er svo sem ekki of seint. Þar sem þetta er stjórnmálaflokkur sem vill án efa enga meiri leyndarhyggju eða að talað sé undir rós, gegnsæji má kalla það. Þeir þyrftu hvort sem er að hafa nafnalista til að geta sigtað út, hverjir gætu skipt á nýkrónum og hverjir ekki. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er reyndar laukrétt.  Þetta er svona að komast niður á strákastigið hans Björns Vals

Reyndar fagna ég hverju nýju framboði sem kemur fram.  Okkur veitir ekki af endurnýjun á þingi og það virðist vera að enn eina ferðina ætli þessir gömlu að raða sér í efstu sætin eins og þeir hafi aldrei gert neitt af sér.  Ótrúlegur andskoti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 13:13

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála því Ásthildur, burt með reynsluboltana af Þingi og sorglegt eins klárt og þetta fólk er, að það skuli ekki hafa greind til að sjá það sjálft. Það þarf nýja flokka og 100% endurnýjun á þeim sem voru fyrir hrun og í því.  Nýjir flokkar of fólkið í þeim, þurfa að gæta orðalags extra vel, ef þeir vilja komast að. Þetta orðalag gæti stuðað fleiri en mig, væri ég ekki hissa á. En það kemur í ljós ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 13:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt best að gæta orða sinna í þeim bransa Hjördís mín.   Og ég ætla að krossa fingur og tær fyrir því að það verði 100% endurnýjun á þingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 16:54

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Orðið er einfaldlega bein þýðing úr fyrri hluta enska heitisins á því sem hefur verið þýtt vogunarsjóðir upp á íslensku. Á ensu heita þessir sjóðir „vultures funds“ en fyrri hlutinn útleggs í beinni þýðingu hrægammar. Þeir sem eiga bólu- eða froðupeningana eru þeir sem sjóðirinn heitir eftir. Þessar eignir mynda snjóhengjuna svokölluðu en líkingin er dregin af því að núverandi skuldbindingar íslensku ríkisstjórnarinnar við eigendur „þessara ekki lengur til eigna“ ógna íslenskum efnahag og um leið íslensku samfélagi eða þeim sem það byggja, þ.e. mér og þér, líkt og snjóhengja sem hangir efst í fjallinu fyrir ofan grandvaralaust þorp í svefni.

Þetta veit ríkisstjórnin en ákveður að vona það besta eins og vona að hengjan hangi eða hverfi af sjálfu sér. Eigendur „ekki lengur til eignanna“ vita að það að þeir fái það borgað með vöxtum sem þeir veðjuðu á móti krónunni fyrir hrun hennar getur riðið íslenskum efnahaga að fullu með óhjákvæmilegum afleiðingum fyrir einstaklingana sem byggja samfélagið. þ.e. atvinnu- og eignamissi ásamt landflótta. Þeim er hins vegar nákvæmlega sama því þeir vilja fá peningana sína. Þú ræður hvort þú vilt finna þeim eitthvað fallegra heiti en á ensku heita þeir vultures sem þýðir einfaldega hrægammar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.10.2012 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband