Af hverju þarf hún að hætta í stjórnum ?

Veit ekki hvaða stjórnum hún situr í nú, það kemur ekki skýrt fram þykir mér. Og veit ekki hvort þau fyrirtæki skarist eitthvað á við það starf sem hún er nú ráðin til. En þurfa karlar almennt að hætta í stjórnum fyrirtækja, þó þeir fái ágætis störf, eins og nú með Ragnhildi ? Fær hún það launatap bætt upp í nýju starfi ?

Leyfist körlum oftar en konum, að vera í mörgum störfum á sama tíma ????? Og fá laun fyrir þau öll á sama tíma... mér finnst eins og það sé svo oft þannig, að karlar megi vera á mörgum stöðum á sama tíma..


mbl.is Ragnhildur færir sig til Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að öllum líkindum snýst þetta ekki um kynferði viðkomandi, heldur hitt að þessi fyrirtæki sem hún er að kveðja séu í viðskiptatengslum við Landsbankann.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 16:36

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vona að það sé rétt hjá þér H.T. Bjarnason. En það væri samt gaman að vita hvort konum leyfist jafn oft að vera í mörgum launuðum störfum, eins og oft er með karlana. ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 17:15

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað er mjög mikil áhætta á „mistökum“ sem allt eins mætti nefna spillingu þegar mismunandi hagsmunir fara saman. Ekki þykir vera viðeigandi að háttsettur yfirmaður baka sé á sama tíma í stjórn fyrirtækja.

Við höfum ekki verið að velta þessu fyrir okkur en mikil hætta er á spillingu þegar hagsmunagæsla skarast.

Var það eðlilegt að verktakafyrirtæki í Kópavogi fékk nánast öll verkefni? Bæjarstjórinn átti lengi vel fyrirtækið.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.10.2012 kl. 18:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumt fólk er bara svona, helst ekki í neinni vinnu í mjög langan tíma. Því miður. Ég þekki ekki Ragnhildi en þetta þarf samt alls ekki að þýða að hún sé neitt slæm. Sumir eru líka bara óheppnir með vinnuveitendur.

;)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2012 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband