17.10.2012 | 17:04
Ríki í ríki sínu og græðgi landeiganda !!!
Eins og restinni á Íslandi komi þetta bara alls ekki við, því landeigendur Grímsstaða græða svo á þessum samning...og hver fær svo reikninginn ef þetta klikkar eða afleiðingar verða vondar á landið...? Seljendur landssins...nei, þá verður ÖLL þjóðin nógu góð til að vinna úr því með þeim kostnaði sem mun fylgja.
Hvaða ferðamenn vilja spila gol þarna í rokraskati ? Það er eitthva ðannað sem stendur til, hvað sem það er..Ég vil þetta ekki, sama hvaðan maðurinn er og þó hann væri Íslendingur,, þetta gengur ekki upp þetta draumórabull í mínum huga. Ef þetta gengur svo óvart allt upp og verður landinu og þjóðinni stolt og til góðs, þá mun ég éta þetta blogg ofan í mig og biðjast afsökunar. Fyrr ekki !!!
Skrifað undir í þessum mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Við íslendingar ættum að ættleiða Huang Nubo. Þannig getum við frelsað hann frá kínverskum stjórnvöldum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2012 kl. 17:22
Veit ekki Anna mín...? Græðgi er vond, hvaðan sem hún kemur og brask draumórar sem hrynja í fangið á okkur...þeir voru nú allir íslenskir blessaðir sem fóru hér um og tæmdu allt og líka þeir sem eru í græðgi sinni að selja landið til hans..svo ég held það breyti engu. Og svo veit ég ekki til þess að hann sé óánægður með heimland sitt ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 17:47
ótengt nubó.... hvað eiga landeigendur að gera ef þeir vilja selja... ? Græðgi þeirra er ekki meiri en þín þegar þú vilt fá sem mest fyrir íbúðina þína þegar þú ætlar að selja hana og myndir eflaust selja hana kínverjum eða hverjum sem er fyrir besta verð.
Hvað með græðgi landeigenda á vestfjörðum sem seldu svíja flestar jarðirnar í einum firði.
Vilberg Helgason, 17.10.2012 kl. 18:59
Hef ekki heyrt þetta með Svíana og get ekki sagt neitt...segðu frá Vilberg.
Sá sem selur íbúðina sína er ekki með því að stofna þjóðinni allri í mögulega áhættufjárfestingu þess sem kaupir, sem myndi hafa bein áhrif á ríkissjóð. Þetta er mun stærra mál en sala á einni íbúð Vilberg, eins og ég sé það amk. Mér er alveg sama hvaðan hann er, mér bara líst ekki á áform hans og treysti þeim ekki og óttast að skuldum verði dömpað á þjóðina, verði ekki neitt úr neinu. Eða þá að áform hans eru önnur en okkur er sagt, því ég á erfitt með að trúa að þangað vilji fara svo margir ríki ferðamenn í þessa fegurð en rokraskat um leið.
Og mér þykir það vera græðgi þegar seljanda virðist skítsama um mögulegar afleiðingar sölu, svo framalega sem hann fær sitt. Minnir að ég hafi heyrt að landið hafi verið til sölu í langan tíma á mun lægra verði og enginn keypt..skil ekki why Nubo fékk þá ekki landið á því verði ???? Af hverju vildi hann borga hærra þegar eftirspurnin var engin ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.10.2012 kl. 22:16
Þetta með Svíana, Hjördís, snýst um að ríkið, í gegnum Lífsval (Landsbankinn) var að selja gríðarlega stórt landsvæði á Vestfjörðum til erlends aðila. Mótmæltir þú því?
Það er ekki rétt hjá þér að seljendum sé skítsama, eða bara sama yfir höfuð, um mögulegar afleiðingar sölu. Landið hefur verið til sölu í nokkurn tíma, og verð var þetta sem það er í dag löngu áður en Nubo kom til Íslands. Leitt að þér finnist í lagi að rægja fólk án þess að þekkja til málsins.
Jón Karl (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.