21.10.2012 | 01:45
Óeining ?
Væri það þannig sem sumir myndu kalla meirihluta niðurstöðu kosninga ? Eins og þegar tæp 70% kjósa já við því sem minnihluti segir nei við.... ?
Munu taka grönnum sínum vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef 10 manns hefði komið á kjörstað og 7 vildu breyta stjórnarskrá en 3 sögðu nei, á þá að breyta stjórnarskránni af því að 150,000 komu ekki á kjörstað af því að flestum þykir þetta rugl og peninga eyðsla.
Það skrýtnasta við þetta er að úrslitin eru þýðingarlaus, af því að það er Alþingi sem hefur vald að breyta stjórnarskráni og enginn annar.
Öll þessi ósköp hefði verið hægt að gera með Gallupskoðun, fyrir mikið minni peninga.
Hvernig væri að eyða peningunum og fara fjalla um að hjálpa fjölskyldum sem hafa og eru að missa heimilin sín?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.10.2012 kl. 02:54
Þessi kosning var ein endaleysa, kostnaður alltof mikill heði betur að gefa börnum skólamat.
Jóhanna og Steingrímur J kunna að blekkja lýðinn, eina sem þau hugsa er að halda út kjörtímabilið.
Þessar kosningar voru marklaust plagg. skammist ykkar.
Bernharð Hjaltalín, 21.10.2012 kl. 06:50
Er þetta ekki bara kennitöluflakk í allri sinni mynd...
Allir látnir halda að allt verði svo miklu miklu betra en raunin raunverulega sú að það sé verið að bjarga Álftanesi frá hruni....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.10.2012 kl. 09:47
Það er enn árla morguns, fólk á eftir að átta sig betur á því hvað þetta er mikill sigur fyrir þjóðina og sérstaklega yngri kynslóðirnar. Hinsvegar mikill rassskellir fyrir sjallabjálfana og hækjuna. Fyrsta skrefið í átt að Nýju Íslandi hefur verið tekið.
Silfurskeiða pollarnir, Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hljóta að víkja, stefnuleysi þeirra og hringlandaháttur gerir þá vanhæfa til að leiða Hrunflokkana í kosningum á vori komandi.
Enda lítil formannsefni, báðir undirmálsmenn, hafa ekki einu sinni góða menntun.
Kveðja frá Sviss.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 09:53
Elsku Jóhann og Bernharð, þetta er blogg um frétt af kosningu um sameiningu Garðabæjar og Álftaness.... ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 14:38
Nema þá að Garðabær sé að bjarga okkur / ríkissjóði frá því að borga brúsann fyrir sukk Álftnesinga, þeas þeirra sem þar stjórnuðu, Ingibjörg.
Svo hef ég ekki alveg náð þvi kannski...en veistu hvort það var þannig að aðeins Garðbæingar fengu að kjósa um sameiningu ? Hef skilið það þannig á fréttum og þótt það óréttlátt .
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 14:40
Segi það sama við þig Haukur minn og við þá Jóhann og Bernharð ;) eða of þó , ég fer svo sem aðeins inná hinar með þessari prósentutilvísun...var sibbin þegar ég bloggaði þetta...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.