Keyrir sjálf

Það kemur mér á óvart, m.v. skilning minn á fréttinni. Hefði haldið að það væri eins og hér heima með Forsetann okkar ofl ráðamenn, sem ekki láta nappa sig undir stýri. Gott að hann slasaðist ekki mikið og vonandi verður í lagi með hann.

En er ekki vinstri hendin á henni eitthvað einkennileg ? Misheppnað photoshop eða hvað ? Virðist vera svo brún og einkennileg. 


mbl.is Prinsessa ók á hjólreiðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Að tala um að nappa konuna undir stýri finnst mér frekar neikvætt orðalag. Hún var örugglega ekki að stelast til að keyra.

Mér þykir það engin frétt að stelpan keyri um bæinn, en gaman samt að vita að hún sé á Land Rover

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.10.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komuna Anna Dóra ;)

Ég er að segja að ráðamenn okkar og alls ekki Forsetinn, láta nappa sig / grípa sig undir stýri. Sagt í gríni því mér þykir oft svo skondið að okkar ráðamenn setja sig gjarnarn á hærri hest en kollegar eða samsvarandi í stærri löndum. Og um leið þykir mér það smart að hún skuli keyra sjálf og líta ekki á sig sem of góða til þess ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 17:29

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sammála.  Danska konungsfjölskyldan er örugglega mjög frjálsleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og prinsessa á Land Rover er sjálfsagt ekkert merkilegt fyrirbæri í hennar augum.

Mér hefur alltaf þótt það fremur hallærislegt að sjá íslenska alþingismenn koma sem farþega í aftursætum flottra bifreiða og einkabílstjóra undir stýri. Mér finnst þetta fara þeim fremur illa. Það minnir mig örlítið á hallærislegheit af öðrum toga sem áttu sér stað þegar ég var ung og ögn saklausari. Ég vann þá á lyftara og var gjarnan send á bryggju í útskipun, m.a. á saltfiski. Á einu flutningaskipanna var stundum afleysingaskipstjóri sem setti alltaf upp hvíta hanska áður en hann lagði að og bannaði okkur sem í landi unnum að fara um borð, en það var annars fastur liður að kíkja um borð og fá sér kaffibolla með áhafnarmeðlimum. En ekki þegar sá „hvíthanskaði" réði ríkjum. Það var ekki laust við að hlegið væri að honum fyrir snobbið.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.10.2012 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband