Tímamörk 24 vikur ?

Ég hef oft átt erfitt með að skilja talsvert mikla andstöðu í USA gegn fóstureyðingum. Þar til mér var sagt af fólki í USA að það er heimilt fram að 24ju viku meðgöngu. Veit ekki hvort þetta sé rétt, en ef það er rétt sem mér hefur verið sagt og ég hef svo sem enga ástæðu til að draga í efa, þá get ég skilið andsöðuna. Veit ekki af hverju þeir miða við 24 vikur en ekki ca. 12 að ég held, hér á landi. 

24ja vikna fóstur/ barn lítur út fyrir að vera fullburða og það er ógeðfelld hugsun þykir mér að eyða fóstri / barni svo seint á meðgöngu. 


mbl.is Ummæli um nauðganir vekja reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þeir séu ekki hræddir um að Sússa verði eytt í móðurkviði...
En þetta nauðgunarbrjálæði í republikönum er úr biblíu, biblían er frekar eða mjög hlynt nauðgunum, fyrirskipar nauðganir og skipar fórnarlömbum nauðgana til að giftast nauðgara eða verða tekin af lífi... Nei þetta er ekki úr handbók talibana(kóran), þetta er úr hornsteini íslands biblíunni

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:35

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já, samtök á við planned parenthood myndu horfa til Íslands með óhug, hvað íslenskar konur væru kúgaðar vegna tímaramma fóstureyðinga.

24 vikna fóstur hefur 50% lífslíkur utan móðurkviðs, svo þetta er hálfgerð bilun hvað þeir leyfa þetta lengi.

Ég er fylgjandi því að konur fái sjálfar að velja hvort þær gangi með börnin eða hvort þeim er eytt, en að sjálfsögðu innan vissara tímamarka.

Tólf vikur eru ÞRÍR MÁNUÐIR. Persónulega finnst mér það alveg hellings tími til að ákveða hvort konan sé tilbúin að fæða barn inn í heiminn eða ekki. Það hafa verið gerðar undantekningar allt að 16 vikum hér á Íslandi, að ég held í tilvikum þar sem meðganga ógnar heilsu móður.

En þegar komið er fram yfir 16 vikur, og allt upp í 20 vikur, og konan hefur enn ekki farið í fóstureyðingu... Þá verð ég bara að vera konan með óvinsælu skoðanirnar, að konan er búin að fyrirgera rétti sínum á eigin líkama þar til barnið er fætt.

Þetta er ekki frumuklumpur lengur, þetta er barn sem eftir fáeina daga / vikur á helmings von á því að LIFA.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 09:48

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hver er Sússi, DoctorE ?

Hef aldrei heyrt ræður í kirkju sem er í þeim stíl sem þú vitnar til ? Kannski er þetta eitthvað gamalt úr Gamla testamentinu, sem er ekki notað í Þjóðkirkjunni okkar ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 12:24

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt Ingibjörg Axelma, fóstur / barn sem er 24 vikna, er á mörkum þess að ná að lifa af með hjálp tækninnar. Langar mikið að vita hvort þetta sé rétt með USA og hvort það sé þá í öllum fylkjum það sama með tímamörkin og hversvegna. En svo er ekki þar með sagt, að því gefnu að 24 vikur sé rétt í USA, að mörgum fóstrum sé virkilega eytt þegar svo langt er gengið á meðgönguna.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 12:28

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það kom upp mál í Bandaríkjunum núna núverið, þar sem allt ætlaði um koll að keyra.

Man ekki hvort það var í Arkansas eða einhverju öðru fylki sem einhver þingmaður lagði fram frumvarp um að meðganga yrði reiknuð út frá fyrsta degi síðustu blæðinga til að reikna meðgöngulengd.

Þ.e. í stað fyrir dag sem getnaður átti sér stað.

Konur urðu alveg brjál, að þetta væri klárt brot á þeim, því núna gætu þær ekki eytt fóstrum eftir 20viku...

Tek það fram að meðgöngulengd á Íslandi og flestum öðrum löndum er reiknuð út frá fyrsta degi síðustu blæðinga...

Annars held ég að löggjöfin sé rosalega mismunandi í hverju fylki fyrir sig.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband