,,Ég sit hérna hágrátandi við tölvuna"

Á þessum orðum hefst grein sem Lára Kristín Brynjólfssdóttir skrifar á bloggsíðu sína, undir fyrirsögninni : ,, Sorg".Hún er hugrökk að segja frá svo persónulegum málum og það er bæði þakkar-og virðingarvert að hún skuli gera það, sennilegast þó ekki við mikinn fögnuð LSH. Sem hefðu sennilegast verið þögninni fegnastir og líklegast ekki vanir að fólk tjái sig opinberlega með þeim hætti um meðferðir þar, eins og Lára Kristín hefur gert. Ég held að það sé ekki hægt að kenna húsakynnum eða tækjaskorti um þau mistök sem voru gerð með hana.  Hvað ætli það séu mörg önnur álíka mál innan LSH sem enginn veit um ?????

Ég vona að það verði alvöru umræða um mál hennar, sem og um þá meðferð sem hún fékk á LSH og hefur verið viðurkennt af læknum þar að hafi verið mistök, samt er það ekki tekið til greina í dómsólum, eins og ég hef skilið málið á netinu. 

Ég vona að hún fái þann stuðning sem hún þarf og það hefur verið nefnt á netinu að það þurfi samstöðufund fyrir hana, sem ég vona að verði og ég skora á einhvern sem slíkt kann, að standa upp og bjóða Láru Kristínu að hjálpa henni. Hörður Torfa er það nafn sem kemur uppí huga mér, maður sem sjálfur þurfti að þola misrétti og hefur heldur betur sýnt að hann kann að boða fólk saman á útifundi. Einnig vona ég að það verði fjáröflun fyrir hana, nú eða þá að lögmenn vinni fyrir hana pro bono. Svo mál hennar komist amk til Hæstaréttar, þar sem dómi héraðsdóms verður vonandi snúið við, svo ekki þurfi að fara í enn dýrari og tímafrekari málarektur í útlöndum.  Að lesa um þetta mál, er eins og um væri að ræða mál frá fornri tíð eða handrit að bíómynd, en ekki raunveruleikann á Íslandi á 21.öldinni. Það er erfitt að trúa þessu, en það er því miður satt. 

Hér er gein hennar í heild sinni

http://www.larakristin.com/1/post/2012/10/lfi-mitt-er-bi.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband