28.10.2012 | 23:06
,,hálfpartinn vonast eftir stærri.."
,,Sérfræðingur hjá fljóðbylgustofnun á Hawai sagði í nótt að fyrsta fljóðbylgjan sé venjulega ekki sú stærsta. Hann hafi hálfpartinn vonast eftir stærri fljóðbylgjum eftir að hafa fyriskipað svo umfangsmikla rýmingu við strandlengjuna."
http://visir.is/flodbylgjuvidvaranir-dregnar-til-baka/article/2012121029061
Ótrúlegt að láta svona útúr sér þykir mér, í stað þess að fagna því að spár um náttúruhamfarir og vond veður, rætist ekki !!!
Af hverju ætli fólk verði pirrað, svekkt og jafnvel reitt ef spár um brjáluð veður, rætast ekki ? Nú eða bara eins og hér heima, það virðist verða pirringur ef spáð hefur verið rigningu um Verslunarmannahelgar og þess í stað er sól og bongó. Af hverju ætli fólk sé ekki glatt , þakklátt og ánægt þegar rosaveðurspár eða hundleiðinlegar, rætast ekki ????
Ég vona að Sandy fari hægt og hljótt yfir og valdi engu tjóni.
Fellir niður flug til New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér þetta er ótrúlegt að láta svona út úr sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 00:23
Já, þetta er venjan með viðvaranir af ýmsum toga, fólk brjálast oft þegar það rætist ekki sem varað er við og það er hættulegt, því á endanum hætta menn að þora því.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.10.2012 kl. 11:16
Ég kannast við svoleiðis. Það var í sambandi við son minn, þegar ég loksins hafði komið honum að í Krýsuvík eða þannig, málið er að þeir tóku alltaf tvo inn á viku og þá þá sem fyrstir mættu hinir urðu eftir út í kuldanum. Það þurfti að leysa hann úr síbrotagæslu, sýslumaðurinn þáverandi hafði sett svo fyrir inn í dóm. Lögreglumaður aðstoðaði mig við að koma honum út úr fangelsinu og lögreglan ók honum svo upp í Krýsuvík, en því miður átti að aka honum til Hafnarfjarðar. Lögreglumaðurinn hringdi í mig alveg brjálaður og helti sér yfir mig, svo ég fékk taugaáfall, var ekki úr háum söðli að detta reyndar, þurfti að leita læknis og fá róandi eftir þetta símtal. En svo hringdi ég í aðstoðarmann sýslumanns og hann bjargaði þessu við, með því að hann komst inn sem þriðji maður, það varð honum til lífs þá. Og er ég þeim unga manni ævinlega þakklát. En lögregumanninum fannst að hann hefði verið svikinn, af því að ég sagði að hann hefði fengið plássið með þessum skilmálum. Og ekki gat ég gert að því að þeir þekktu ekki betur til en að aka honum upp í Krýsuvík, sem var reyndar vinarbragð af þeirra hendi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 12:02
Ég skil ekki alveg mín kæra..Átti hann að fara til Hafnarfjarðar eða inní Krýsuvík ? Og af hverju lögreglan brjálaðist.. ? Heilinn ekki alltaf alveg í full swing hjá mér, úff ! ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.10.2012 kl. 16:47
Málið er að mótttakan er í Hafnarfirði, þangað fara menn í inntöku. En lögreglan ók honum upp í Krýsuvík, þeir vissu ekki betur blessaðir, en það var lögreglan hér heima sem brjálaðist út í mig. Það var vegna þess að hann hafði hjálpað til að láta drenginn lausan úr síbrotagæslu til að koma honum inn í Krýsuvík, þegar það svo klikkaði á þennan hátt, þá brjálaðist hann, svona eins og maðurinn sagði, ég vonaðist eftir að hann yrði stærri!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.