Asnalegar reglur prófkjöra

Ég tók eitt sinn þátt og kaus í prófkjöri og sé ekki ástæðu til að gera það aftur, því miður.

Hélt að prófkjör væru til þess að maður mætti velja það fólk á lista sem maður vildi hafa þar...en oh nei oh nei.., ekki svo gott !!

Það var einhver tiltekinn lágmarksfjöldi frambjóðenda sem var SKYLT að velja á listann , svo atkvæði manns sé tekið gillt, takk fyrir !! Sem þýddi það í mínu tilfelli, að ég var tilneydd til að velja fólk sem ég vildi ekki. Það gengur ekki upp í mínum huga og þarf að breyta að sjálfsögðu. 


mbl.is Glímir við „arfleifð hrunsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Persónukjör er það sem verður að komast á, ekkert minna en það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 14:43

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Rétta orðið, sem ég hélt einmitt að prófkjör væri og það væri nú gráupplagt að flokkarnir æfðu sig í að leyfa fólki að kjósa bara þá sem það vill en ekki neyðast til að láta aðra fljóta með , sem er ekki rétt leið þykir mér, síst gagnvart þeim sem fá atkvæðin.

Veit bara ef ég væri í prófkjöri þá myndi ég einungis vilja atkvæði frá þeim sem kusu mig af einbeittum áhuga sínum og vilja ;o

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 15:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þar skilur að Hjördís mín, þú færir í þetta af hugsjón, þeir sem hafa tranað sér fremst í stjórnmálaflokkana þ.e. gömlu flokkana hafa það eitt að markmiði að hanga á völdum, og hliðarvöldum eftir behag, hliðarvöld eru að vera í andstöðunni, því þeir hafa komið sér upp góðu samtryggingarkerfi þessir fjórir flokkar, sem tryggir þeim völdin bak við tjöldin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband